Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 6
ildir og alltrúverðugar, er sýna, að þá var mik-
ill aflabrestur, að vísu ekki stöðugur, en svo
sár sum árin, að torvelt er að benda á aðra
eins ördeyðu í annan tíma. Þjóðlífið einkennd-
ist lengst af þessi ár af fádæma óblíðu veður-
fari og bjargarþrotum, en mikið skortir á, að
sú saga verði öll lesin úr annálum.
Ég þekki ekkert annað tveggja áratuga bil
í sögu þjóðarinnar, þar sem hún hefur orðið
fyrir jafnmiklum sjóslysaáföllum samtímis
aflabrestinum, og verður fjallað um slysin í
næstu grein og geymt þangað til að gagnrýna
sumt, sem heimildum ber í milli.
Heimildargildi annála, að því er aflabrögð
varðar, er ærið misjafnt og yfirleitt það rýrt,
að á upplýsingum þeirra verða ekki byggðar
viðhlítandi niðurstöður um fiskfeng, þótt
reynt sé að samræma frásagnir annálanna.
Yfirleitt greina annálahöfundar frá aflabrögð-
um með fremur óljósu orðalagi og einkar
teygjanlegu, eins og þessi dæmi bera vottinn
um: „Hlutir litlir". — „Hlutir í meðallagi“. —
„Hlutir víðast í minna meðallagi". — „Fiskur
fyrir norðan“. — „Hlutir urðu miklir fyrir
sunnan og norðan“. — Upplýsingar af þessu
tagi veita nánast bendingar um aflabrögðin,
því að mat annálahöfunda eða heimildar-
manna þeirra á því, hvað taldist lítið, í minna
lagi, meðallagi eða mikið, gat verið ærið frá-
brugðið og var það oft á tíðum. Þegar vertíð-
arfengur er greindur í hundruðum fiska í ein-
hverri verstöð, virðist allrík tilhneiging hjá
annálahöfundum að miða þá við aflann, sem
hlutaguðinn fékk á bátinn sinn, en meðaltalið
er látið lönd og leið. Þessi árátta kemur okkur
nútíðarmönnum ekki ókunnuglega fyrir svo
sem fregnir í fjölmiðlum vitna býsna oft um.
í einum annál stendur m. a. þetta: „Þá var
sunnanlands nær enginn fiskur fenginn á
páskum“.1 Páskadagur það ár var 27. marz.
Nú vitum við, að blóminn úr vertíðinni syðra
var að öllum jafni eftir þann tíma árs. En
veiðarnar fyrir norðan og austan voru einkum
framan af sumri og á haustin. Þessi annáll
veitir enga aðra vitneskju um aflabrögð hér
við land þetta ár, og má öllum vera ljóst, hve
lítil stoð er í henni til þess að gera sér grein
fyrir ársafla landsmanna það sinnið. Mörg
svipuð dæmi mætti tilgreina. En ekki ber að
leyna því, að þegar til eindæmanna kemur,
virðist yfirleitt mega treysta upplýsingum
annála, og er það reyndar mjög að vonum.
Að svo miklu leyti sem ráðið verður af heim-
ildum, virðast aflabrögð hafa verið góð hér
við land mestan hluta 17. aldar. Á vertíðinni
1655 barst t. d. meiri afli á land en til verður
vitnað í nálega heila öld á eftir, að árunum
1738 og 1739 undanskildum.2
Á tímabilinu 1670—1685 fiskaðist mjög vel,
en þó langbezt árið 1684, enda var þá frábær-
lega gott tíðarfar, jafnvel svo blítt, að róið
var norðanlands allan þorrann. Á Suðurlandi
var þessi vetur kallaður hlutaveturinn mikli."
En með árinu 1686 bregður mjög til hins verra,
og má heita, að næstu 17 árin sé meiri og
minni aflabrestur kringum allt land. Ég hef
reynt að draga saman upplýsingar samtíma
annálaritara um aflabrögðin á þessu tímabili.
En þær eru engan veginn samhljóða og reyn-
ast því einar sér langt í frá nægar til rök-
stuðnings þeirri skoðun, að íslendingar hafi
orðið að reyna óvenjulegt fáfiski á árunum
1686—1704. I eftirfarandi yfirliti er Austur-
land ekki talið með. Þaðan eru engar sam-
tíma annálsfregnir um þetta efni, en ráða má
af frásögnum um afkomu fólks þar, að ekki
muni þá hafa verið fiskisælt í þeim fjórðungi. '
í fjórðungunum þrem: Sunnlendinga- Vest-
firðinga- og Norðlendingafjórðungi er eitt gott
aflaár á fyrrgreindu tímabili, í 2 ár er afli í
meðallagi í Sunnlendingafjórðungi og 7 ár í
Vestfirðingafjórðungi, í 7 ár er afli lítill eða
mjög lítill í Sunnlendingafjórðungi. En afla-
leysi er þá í 4 ár í Sunnlendinga- og Vestfirð-
ingafjórðungi og 6 ár í Norðlendingafjórðungi.
Gloppur um þetta í annálunum valda því, að
misræmis gætir í samanlögðum árafjöldanum,
að því er snertir hvern fjórðung.
Áður en lengra er haldið með skilgreiningu
á aflabrögðum þessa tímabils, er vert að geta
þess, að þá voru hafísár mikil og fádæma
kuldaskeið. Með stuðningi rannsókna, sem ver-
ið er að gera á ískjörnunum, sem teknir eru úr
Grænlandsjökli, er farið að kalla tímabil um
þessar mundir litlu ísöldina. Aðstæður lands-
manna til sjósóknar hlutu að verulegu leyti
að ráðast af veðurfari þessa kuldaskeiðs. Hins
vegar leiði ég hjá mér getgátur um, hvort
skýringar á aflabrestinum séu allar tengdar
því.
Verður nú vikið nánar að aflabrögðum eftir
landshlutum með hliðsjón af frásögn annála
og þó öllu fremur öðrum samtímaheimildum.
Árið 1695 hindruðust mjög róðrar í öllum
434
ÆGIR