Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 13

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 13
Jón Jónsson og Sigfús Scliopka: V ertíðarrannsóknir 1973 Þær rannsóknir, sem hér .verður gerð nán- ari grein fyrir á eftir og nefndar eru vertíðar- rannsóknir, eru nýr liður í starfi Hafrann- sóknastofnunarinnar, og hafa það að mark- miði að varpa frekara ljósi á útbreiðslu, magn, göngur og hrygningu þorsks á vetrarvertíð. Fyrsti leiðangurinn í þessu skyni var farinn á r/s Bjarna Sæmundssyni og hófst hann 11. janúar og stóð í 24 daga. Leiðangursstjóri var dr. Sigfús A. Schopka. Svæði það, sem rannsakað var í þessum fyrsta leiðangri spannaði SV-, V- og NV-land. Fyrst var haldið suður fyrir land í SA- og S- brælu og byrjað á sjórannsóknum austur af Vestmannaeyjum. Vegna þrálátrar brælu var lítið togað S- og SV-lands, en þó voru nokkur höl tekin á Selvogsbankasvæðinu. Reyndist sú slóð nær þurr. Haldið var vestur með landi og togað víða á Látragrunni en afli rýr. Þá var haldið á Dohrnbanka og þar tekin ein 7 höl. Aflaðist vel á Dohrnbanka alveg niður á 500 m dýpi. Úti af Vestfjörðum var víða togað, stundum innan um íslenzka togaraflotann, t. d. í Víkurál og á Halanum. Haft var samband við togarana og þeim gefnar upplýsingar um aflabrögð okkar. Ekki var farið austar en á Strandagrunn í þessari ferð. Síðan var haldið aftur suður á bóginn og tekin nokkur höl á þeirri leið til samanburðar við togin á norður- leiðinni. Heildarbreytingar á svæðinu reynd- ust mjög litlar enda ekki svo langt á milli yfirferða. Komið var til Reykjavíkur þann 3. febrúar. í þessum leiðangri fékkst mest af þorski á mörkum hlýja- og kalda sjávarins úti af NV- landi (Hali - Þveráll) um 2 tonn/klst. Megin- hluti þorsksins á þessu svæði var ókynþroska sérstaklega á Þverálssvæðinu, þar sem aðeins 1% þorsksins var kynþroska; aðaluppistaða aflans var 3ja ára óvinnsluhæfur smáþorskur (1. mynd). Þorskurinn á Halanum var vænni og nær þriðjungur hans kynþroska. Kynþroska þorsk (vertíðaiiþorsk) var helzt að finna, þar sem botnhiti sjávar var 5°C eða meira, þ. e. á svæði, sem liggur frá Djúpál suður um Vík- urál, Látragrunn og úti af Faxaflóa, en ókyn- þroska fiskur var svo aftur á móti áberandi á grunnslóðum, enda hitastig þar lægra. Magn kynþroska þorsks var þó víðast hvar Þveróll 0 n S of Lótrabjorgi Bjarney n oráll J i i— □ □ a* 1 c nn Holi n□ í Víkuróll ‘ n [ n n n n Dohrnbanki [ dJLI ]_= _JL. n Aldur 2 3 4 5 6 7 8 9 10 II.. '12 1. mynd. Aldursdreifing þorsks í jcmúar 1973. Æ GI R — 441

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.