Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 10

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 10
sem syðra og eystra, og mætti leiða að því mörg rök, þótt hér verði einungis fáein tínd til. Fram um 1690 er Flatey umtalsverð ver- stöð, en eftir það er þar einungis heimræði. Sama gegnir um Akureyjar í Helgafellssveit, þótt þar væri að vísu aldrei stórt útver. Vegna þess, að það leggst niður, er jarðardýrleiki Akureyja lækkaður um 6 hundruð árið 1690.3 6 Minnisverðar sagnir herma frá því, hvernig eyjabændur í Breiðafirði björguðu förumanna- flokkum móðuharðinda frá því að svelta í hel.37 En annað hafði orðið upp á teningnum fyrir 1700, þegar þar brást aflinn úr sjónum. Margt manna leitaði af landi ofan og út í Breiðafjarðareyjar árið 1698 í þeirri von, að þar væru svo mikil matföngin, að enginn þyrfti að horfalla, sem á annað borð kæmist þangað. En uppurið var úr hjöllum öllum, og á einum degi varð að flytja sex tugi bjarg- þrota fólks úr Flatey og Bjarnareyjum upp á land.38 Skömmu fyrir 1670 var komið blómlegt út- ver í Svalvogum, yzt á norðurströnd Arnar- fjarðar, og róa þaðan um skeið 15 skip. En svo var ördeyðan mikil eftir 1690, að þá lagð- ist útræði þarna alveg niður,39 og leituðu þó Svalvogamenn eftir afla á haf út. Fjallaskagi var höfuðútver Dýrfirðinga, og reru þaðan 27 bátar, þegar bezt lét, í kringuro 1680, en eftir að aflabrestsins fór að gæta, fækkaði þeim stöðugt, og munu þá fæstir hafa orðið átta.4 0 Til er skýrsla um ástandið á Vestfjörðum um aldamótin 1700, sem m. a. er samin af bændunum Snæbirni Pálssyni á Sæbóli á Ingj- aldssandi og Ásmundi Ketilssyni á Fjalla- skaga og undirrituð af þeim 11. júlí 1701. — Þeir segja þar: í ísafjarðarsýslu hefur fólk dáið úr hungri. Áttræðir menn muna ekki slík harðindi. Samfara óveðráttu hefur verið skepnufellir mikill og fiskleysi í Arnarfirði. Súgandafirði, Bolungavík og Skutulsfirði. 1 verstöðvunum hefur verið þvílík neyð, að um vorvertíðina á Fjallaskaga máttu menn sjóða hákarlsskrápognýjan háf sér til viðurværis.47 Aflaleysið bitnaði harðast á Norðlendingum, enda gætti þess lengur þar en vestan- og sunn- anlands. Átti það sinn þátt í, að fjöldi bænda í fjórðungnum varð að yfirgefa jarðir sínar og leggjast í flakk ásamt heimilisfólki. — Einn annáll getur þess, að bændur á Norðurlandi hafi gert út lestarferðir vestur undir Jökul og suður á Nes á góu og einmánuði 1697 í þeirri von að fá þar fiskfang.12 Líklegra er, að þetta hafi gerzt veturinn 1698, því að þá var nokkur veiði við Faxaflóa og Snæfellsnes, en nálega engin á vertíðinni 1697. Hólastaður átti fjölda jarða víðs vegar á Norðurlandi, en flestar í Skaga- og Eyjafjarð- arsýslum. Leiguliðar á Hólastólsjörðum, er voru við sjó, áttu að greiða afgjaldið í fiski. Á Skaga og í Fljótum voru fiskifangabúr Hóla- staðar, enda bar leiguliðum að flytja þangað allan landskuldar- og leigukúgildafisk. Al- gengasta kvöð Hólastaðar á leiguliðum í Skagafirði var hestlán, ýmist út á Skaga eða í Fljót, en á þessum hestum var sjávarfangið flutt heim til Hóla, venjulega seinast í septem- ber. Við upphaf aflaleysistímabilsins áttu skag- firzkir bændur að lána um 70 hesta í þessu skyni, en þegar því lauk, var hestlánskvöðin mikið til úr sögunni,43 a. m. k. í bili, enda var lítinn sem engan fisk að sækja í skemmur stólsins á Skaga eða í Haganes í Fljótum. Afgjöld og leigur, sem Hólastól bar að fá á þessa staði árlega, voru 60 skippund af harð- fiski eða 240 vættir. Samkvæmt reikningi ráðs- manns Hólastaðar galzt enginn fiskur árið 1700 og aðeins 4 vættir 1701.44 Árið 1698 varð að hætta skólahaldi á Hólum seint í janúar sökum fiskskorts,45 og af sömu ástæðu var skóla ekki lengur fram haldið en til miðgóu veturinn 1700-1701.4 c Þann vetur hafði þó Björn Þorleifsson Hólabiskup neyðzt til þess að senda menn til fiskkaupa vestur undir Jökul í háskammdegi. Úr þeirri ferð komu þeir aftur um jól, og hafði þá tekizt að reyta saman fisk á 16 hesta gegn því að greiða fyrir hann fjórðungi hærra verð en áskilið var í kauptaxta.47 Veturinn 1701 sendir biskupeinniglesteftir steinbít í Tálknafjörð,48 en verður eigi að síður að láta skólapilta fara heim til sín um miðjan vetur, eins og fyrr er sagt. — Þess eru engin dæmi önnur, sem ég þekki, að Norðlendingar hafi farið skreiðar- ferðir um hávetur suður að Faxaflóa, vestur undir Jökul eða á Vestfjörðu. Enn er þess að geta, að skipsáróðurskvaðir voru víða felldar niður á jörðum í einkaeign, uppsátursgjöld voru stórlega lækkuð, og ver- tollar urðu nú sums staðar 6 fiskar á mann þar sem þeir höfðu áður verið 20 fiskar.49 Loks er vert að benda á, að hlutaskiptaákvæði, er staðið höfðu óbreytt í nálega hálfa aðra öld, 438 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.