Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 17

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 17
Útgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í nóvember. Gæftir voru sæmilegar víðast hvar á svæð- inu en svæðið er stórt og veður því misjafnt. Smærri bátar hafa hætt og sumir eru að búa sig undir vetrarvertíðina og nokkrir hinna stærstu báta bæði frá Vestmannaeyjum, Hornafirði og víðar hafa fiskað fyrir erlendan markað. Afli bátaflotans í mánuðinum miðað við óslægðan fisk varð bolfiskur 6383 lestir, rækja, 5 lestir, hörpudiskur 496 lestir, spærlingur og annar bræðslufiskur 711 lestir og reknetasíld 61 lest. Aflinn í einstökum verstöðvum: Hornafjörður: Þaðan stunduðu 10 bátar veiðar, þar af 7 með botnvörpu, 1 með línu og 2 með reknet. Aflinn var 291 lest bolfiskur og 51 lest síld. Vestmannaeyjar: Þaðan stunduðu 17 bátar veiðar. 14 með botnvörpu og 3 með net. Aflinn var 306 lestir bolfiskur og 654 lestir spærling- ur og annar bræðslufiskur. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með botnvörpu. Aflinn var 24 lestir bolfiskur. EjTarbakki: Þaðan stunduðu 3 bátar veiðar með botnvörpu, aflinn var 5 lestir bolfiskur. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 19 bátar veið- ar, 15 með botnvörpu og 4 með net. Aflinn var 429 lestir bolfiskur. Grindavík: Þaðan stunduðu 33 bátar veiðar. 16 með botnvörpu, 6 með net, 11 með línu og 1 með reknet. Aflinn var 886 lestir bolfiskur, 57 lestir spærlingur og annar bræðslufiskur og 10 lestir síld. Sandgerði: Þaðan stundaði 21 bátur veiðar, 6 með botnvörpu, 10 með línu, 1 með handfæri, 4 með net og öfluðu 663 lestir bolfisk. Keflavík: Þaðan stundaði 51 bátur veiðar, 9 með botnvörpu, 10 með net og 32 með línu og öfluðu 1233 lestir bolfisk og 5 lestir rækju. Vogar: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar með net. Aflinn var 106 1. bolfiskur. Hafnarfjörður: Þaðan stunduðu 5 bátar veiðar með botnvörpu og línu. Aflinn var 142 lestir bolfiskur. Rej7kjavík: Þaðan stunduðu 12 bátar veiðar auk nokkurra trillubáta og öfluðu 362 lestir bolfisk, 2 með net, 2 með línu og 8 með botn- vörpu. Akranes: Þaðan stunduðu 8 bátar veiðar auk nokkurra trillubáta, 6 stunduðu línu, 1 net og 1 botnvörpu. Aflinn var alls 683 lestir bolfiskur. Rif: Þaðan stunduðu 11 bátar veiðar og öfl- uðu 299 lestir af bolfiski. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 24 bátar veiðar, 9 með botnvörpu, 8 með línu og 7 með net. Aflinn varð 813 lestir bolfiskur. Grundarfjörður: Þaðan stunduðu 7 bátar veiðar, 2 með botnvörpu, 3 með net og 2 með skelplóg. Aflinn varð 141 lest bolfiskur og 36 lestir hörpudiskur. Stykkishólmur: Þar stunduðu 9 bátar hörpu- diskveiðar og öfluðu 460 lestir. VESTFntÐIN G AF JÓRÐUN GUR í nóvember. Gæftir voru sæmilegar í nóvembermánuði, en afli var sáratregur allan mánuðinn, bæði á línu og í botnvörpu. Hafa bátarnir leitað fyrir sér á öllu svæðinu frá Vikurál og austur á Hornbanka, en hvergi hefir orðið vart við fisk. Er greinilegt, að enginn fiskur hefir gengið á miðin úti af Vestfjörðum enn sem komið er. Heildaraflinn í mánuðinum varð 3.717 lestir, en var 3.128 lestir á sama tíma í fyrra. Aflinn ÆGIR — 445

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.