Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 21

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 21
Minningarorð: Marteinn Þorsteinsson Fáskrúðsfirði Á fyrstu áratugum þessarar aldar varð mik- il aukning í útgerð á Austfjörðum. Á meðan togaraútgerð var að taka við af skútuút- gerðinni á Suðvesturlandi óx upp vélbátaút- gerð á Austurlandi, sem hentaði vel þar um slóðir, þar sem miðin voru skammtu undan. Þessi útgerð stóð með mestum blóma fram undir lok þriðja áratugsins, þegar heims- kreppan tók að sverfa að. Einn þeirra manna, sem áttu þátt í þróun þessarar útgerðar, var Marteinn Þorsteinsson, kaupmaður á Búðum í Fáskrúðsfirði. Marteinn var fæddur 23. apríl 1977, að Stafafelli í Lóni og ólst upp þar og á Beru- fjarðarströnd. Marteinn leitaði sér menntunar í bændaskóla Torfa í Ólafsdal og hefir sjálf- sagt ætlað sér að feta í fótspor forferða sinna. Það fór samt á annan veg, því skömmu síðar réðst hann til verzlunar Örum & Wulf á Fá- skrúðsfirði. Árið 1920 stofnaði hann svo, ásamt mági sínum Björgvin Þorsteinssyni, eigið fyrirtæki er stundaði bæði verzlun og út- gerð, eins og þá var títt, og keypti einnig fisk til verkunar og flutti út. Rak hann það fyrir- tæki í um þrjá áratugi. Mér er í barnsminni er ég kom í heimsókn til frændfólks míns á Búðum, og kynntist þá Marteini í fyrsta sinni. Ég var þá enn of ungur til að hafa áhuga á því, sem var að ger- ast í útgerðarmálum, en glaðlyndi Marteins man ég vel. Síðar, er ég hafði tekið við starfi hjá Fiskifélaginu, hitti ég hann á ferðum mín- um og ræddi við hann um útgerðarmál. Sagði Marteinn mér þá margt af reynslu sinni, bæði frá þeim árum þegar vélbátaútgerðin var í bernsku og ekki sízt frá hinum miklu erfið- leikum kreppuáranna, sem þá voru liðin og höfðu leikið útgerð á Austfjörðum mjög illa. Hafði ég bæði gagn og gaman af þeim viðræð- um. Þegar ég kynntist Marteini á þessum ár- um, eftir 1940, var hann hættur að hafa af- skipti af málefnum Fiskifélagsins, en hann hafði áður verið mjög virkur í þeim félagsskap og verið fulltrúi á fjórðungsþingum og á Fiski- þingi átti hann sæti. Einnig tók hann virkan þátt í ýmiss konar annarri félagsstarfsemi á vettvangi sjávarút- vegsins. Marteinn andaðist 6. október og er með hon- um genginn einn af hinum beztu fulltrúum þeirrar sveitar brautryðjenda, sem á fyrstu áratugum þessarar aldar áttu sinn mikla þátt í að byggja upp nýtízku vélvæddan sjávarút- veg, sem átti eftir að l.yfta íslenzku þjóðinni úr fátækt til velmegunar. Davíð Ólafsson. TOGARMR í nóvember. Togararnir voru dreifðir á heimamiðum í mánuðinum allt frá Halamiðum austur fyrir land. Reynt var við Austur-Grænland, en ekki hafðist erindi sem erfiði. Landanir erlendis voru 10 talsins, afli 1591,9 lestir og heimalandanir 17, afli 1619,6 lestir. Samtals eru þetta 27 landanir og aflinn 3211,5 lestir. En veiðiferðir geta vart talizt fleiri en 25, þar sem tvisvar var komið inn vegna bilana eftir nokkurra daga útivist og landað smá- slatta. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 10 landanir erlendis, 1257,9 lestir og heimaland- anir 17, þar af einu sinni smáslatti, 1364,6 lestir — samtals 27 landanir, 2622,5 lestir. Af þessu má sjá, að mánaðaraflinn er heldur skárri í ár, og er það að vonum sökum aukins hlutar skuttogaranna nýju. Hlutdeild þeirra í mánaðaraflanum nú er 54,6%, en var í fyrra 14,9%. Æ GI R — 449

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.