Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 25

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 25
á síðasta Fiskiþingi, þegar ég sagði frá þessari bók, minni persónulegu reynslu sem á fjög- urra mánaða úthaldi, bjargaði aflaverðmæti fyrir milljónir, vegna þess að við þurftum ekki að sigla langar leiðir til hafnar til að leita við- gerðar á hlutum, sem hefði verið útilokað að okkur hefði tekist að gera við úti á sjó, án þess að hafa bókina við höndina. Okkar tak- mark er að fá á íslenzku slíkar leiðbeininga- bækur um öll helztu fiskleitar- og siglingatæki, sem eru í notkun. Þá kemur, að auka möguleikana á viðgerð- arþjónustu siglinga- og fiskleitartækja á sem flestum stöðum. Það er staðreynd, að viðgerð- armönnum úti á landi hefur gengið ákaflega illa að halda uppi varahlutalager. Því hefur valdið aðallega skortur á rekstrarfé. Ég álít að samtök útvegsmanna, ásamt ríkiskassanum jafnvel, ættu að geta hlaupið þarna að nokkru leyti undir bagga. Vitað er, að mörg ný tæki hafa komið núna til landsins og þarna vantar mikið af leiðbeiningum, sérstaklega í með- ferðinni og ekki hvað síður þegar viðhaldið byrjar á þessum tækjum og þarna þarf að byrgja brunninn í tíma áður en við dettum ofan í þann brunn, sem getur myndast þegar menn eiga að fara að gera við og halda við tækjum, sem þeir lítið þekkja og hafa enga varahluti til. í 5. lið er talað um að halda áfram athug- unum á stöðlun fiskikassa. Fiskikassar eru nú mjög að ryðja sér braut hér. Þeir hafa reynst misjafnlega, það fer ekkert á milli mála. Það vill þannig til að síðustu 6 árin, hef ég verið með að flytja að sumarlagi afla á markað í fiskikössum til nokkurra erlendra hafna. Ég hef rætt þar við marga, bæði kaupendur og eins sjómenn um þeirra reynslu af kössum og það er svo skrítið, að það er eins og að víð- ast hvar ljúki allir upp einum munni um það, að þar sem þarf eitthvað að geyma fiskinn að ráði, og þó að þeir hafi prófað nýjustu gerðir, þ. e. a. s. plast- og álkassa, þá er eins og þeir snúi alltaf aftur til gömlu kassanna, trékass- anna. Þeir hafa bent á ýmislegt í þessu, sér- staklega er það að það er eins og ísinn bráðni betur í gegnum fiskinn í trékössunum, íssvatn- ið síast með tímanum út í viðinn og jafnvel óhreinindi af fiskinum setjast á hliðar kass- anna. Þeir segja að fiskurinn komi hreinni úr trékösssunum, þurfi að geyma fiskinn að ráði í kössunum, og ef hann er geymdur í plast- og álkössum þá vilji með tímanum vatnið fúlna frekar. Þarna álít ég að sé verðugt rann- sóknarefni og reynist svo, að þeir hafi á réttu að standa, þá álít ég að það sé fyllilega til at- hugunar, að koma hér upp kasssaverksmiðju. Síðan er hér að lokum talað um að haldið verði áfram kynningar- og fræðslufundum með vél- og skipstjórnarmönnum, eins og haldnir hafa verið hér hjá Fiskifélaginu á s. 1. 2 árum. Ég álít, að fyrir þá menn, sem hafa haft að- stæður til að koma á þessa fundi og þeir þar tjáð sig, að þetta hafi borið góðan árangur sérstaklega i sambandi við nýju skipin, sem þeir hafa verið að fara um borð í, bæði sem vélstjórnar- og skipstjórnarmenn. Ég álít að reynsla þessara funda sýni að þeim beri að halda áfram. Að lokum þetta; Við vitum og viðurkenn- um allir, að mennt er máttur. Það er stað- reynd, að hér á landi hafa, því miður, mennt- unarleiðirnar lagst í alranga stefnu. Því að menntuðustu mennirnir eru ekki alltaf þeir langskólagengnu. Og hér á landi nægir bók- vitið ekki eitt til að fylla tóma aska. Verk- mennt hefur verið skipaður of lágur sess og menn gleyma gjarnan, að fremur öðru þá göfg- ar vinnan manninn. Mennt verður aldrei mátt- ur á íslandi án verkmenningar. í lok þessa Fiskiþings er það einlæg ósk okkar, að Fiski- félagið megi eiga sinn þátt í að kveikja ljós hjá þeim mönnum, sem leggja og lagt hafa menntaleiðir þjóðarinnar á undanförnum ár- um. Leiðir þeirra manna, sem eiga að erfa landið. Svo að hver fræðari geti að námi loknu brautskráð nemanda sinn með einkunnarorð- unum: „Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning haga hönd, hjartað sanna og góða“. Æ GI R — 453

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.