Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 8
Umráð mannslána höfðu mest fyrst í stað
biskupsstólarnir, sérstaklega Skálholtsstóll,
klaustur og kirkjur, síðar meir stóreignamenn
margir, en eftir siðaskipti einkum umboðs-
menn konungs. En til þess að unnt sé að gera
sér grein fyrir, hvaða áhrif aflabrestur hafði
fyrir Skálholtsstól, verður að huga að því,
hver tekjulind skipsáróðurskvöðin var biskups-
stólnum. Um það leyti, sem byrjar að taka
fyrir afla sunnanlands, eða laust fyrir 1690,
telst mér til, að Skálholtsstóll ráði yfir um
350 skipsáróðurskvöðum á svæðinu austan frá
Jökulsá á Sólheimasandi og vestur að Hvítá
í Borgarfirði, i« en á sama tíma eru skipsáróð-
urskvaðir konungs eða umboðsmanna nans
sennilega um 590 á öllu landinu, að Austfirð-
ingafjórðungi undanskildum,17 þar sem ætla
má, að þær hafi verið fáar. En hvað gilti þessi
mikli fjöldi skipsáróðurskvaða sem tekjustofn
fyrir Skálholtsstöl, ef Iiann kom fram sem
lausnargjald? Hann jafngilti leigu eftir 350
kýr, eða ef miðað er við fisk, 14 smálestum
af harðfiski, því að ef leiguliði vildi kaupa
sig frían frá skipsáróðri, þá varð hann að
gjalda stólnum vætt af fiski18 eða sem svaraði
andvirði hennar í öðrum varningi eða pen-
ingum. Þess var hins vegar miklu sjaldnar
kostur, því að stóllinn þurfti á flestum manns-
lánum að halda í þau skiprúm, sem hann ann-
aðhvort átti sjálfur eða útvegaði menn í. Og
það var síður en svo, að biskupsstóllinn sýndi
meiri linkind við þessa kvöð en konungsvald-
ið. Þess finnast dæmi, að Skálholtsbiskupar
litu á það sem útbyggingarsök, ef leiguliðar
sinntu ekki skipsáróðurskvöðinni, en kusu
heldur að fríast frá henni með vættargjaldi.19
Þessa vitneskju um skipsáróðurskvöðina
fyrir Skálholtsstól er vert að hafa í huga, þeg-
ar reynt er að gera sér grein fyrir aflabrest-
inum.
Sunnanlands var svo aflarýrt á vertíðinni
1690, að Þórður biskup Þorláksson taldi sig
sjá fram á það þrátt fyrir mikinn útveg Skál-
holtsstóls, að hann mundi með engu móti geta
tekið svo marga pilta í skólann næsta vetur
sem vant væri sökum kostleysis. Falaði hann
þá fisk vestur undir Jökli og alls staðar ann-
ars staðar, þar sem honum þótti líklegt að
leita eftir honum.20 Sennilegt er, að Jöklarar
hafi orðið við beiðni biskups, því að svo virðist
sem skólahald í Skálholti hafi verið með eðli-
legum hætti veturinn 1690—1691, en það var
fyrsta árið, sem Páll Vídalín stjómaði skól-
anum.21
Veturinn 1698 varð að hætta skólahaldi í
marzmánuði og senda pilta heim sökum fisk-
skorts,22 og bendir það til þess, að vertíðina
áður hafi verið mikill aflabrestur, eins og
reyndar sumir annálar herma.
Á vertíðinni 1701 aflaðist svo lítið sunnan-
lands, að Jón biskup Vídalín neyddist til þess
um sumarið að gera lest úr Skálholti allar göt-
ur vestur í Tálknafjörð eftir fiskmeti, en þar
vestra hafði þá orðið bjargleg veiði, einkum af
steinbít.28 Á fyrstu biskupsárum sínum virðist
Jón einnig hafa sent menn úr Skálholti til fisk-
kaupa vestur á Snæfellsnes.24 — Geta má í
þessu sambandi, að um miðja 18. öld var árleg
neyzla á Skálholtsstað 9—10 smálestir af
harðfiski.25 Engin ástæða er til að ætla hana
minni i iok 17. aldar.
Á þessu tímabili gerist því þrennt í sögu
Skálholtsstóls, sem ekki finnast dæmi til áður,
svo að mér sé kunnugt. Skólahaldi verður að
hætta í miðjum klíðum eitt árið sökum fisk-
skorts. 1 annan tíma verður að sækja fisk
vestur undir Jökul, og loks verður að senda
lest í sama skyni alla leið á Vestfirði. Til sam-
anburðar má geta þess, að á minnisblöðum
Odds biskups Einarssonar sést, að til tíðinda
var talið, að senda þurfti úr Skálholti eftir
fiski á Seltjarnarnes.27 Enn gerist það í sögu
Skálholts á þessum árum og telst til eindæma,
að um 30 leiguliðar á jörðum stólsins í Ár-
nessýslu losna fyrir fullt og allt gjaldlaust við
skipsáróðurskvöð. Virðist stappa nærri vissu,
að aflabresturinn hafi þar mestu um ráðið.
Loks skal vikið að einni heimild í viðbót til
rökstuðnings þeirri ályktun, að aflabrestur
hafi verið mikill og langær austan Reykja-
ness á þessum tíma. — Umdæmi Eyrarbakka-
verzlunar, þ. e. fiskihafnar þar, náði þá frá
Skeiðará og vestur fyrir Selvog, enda voru
sjávarafurðir langtum mestar af útflutningi
þaðan á 17. öld, eins og væntanlega má ráða
af því, sem áður hefur verið getið. í bréfi, sem
íslandskaupmenn skrifa 29. nóvember 1701,
segja þeir, að fyrir 15—16 árum hafi Eyrar-
bakki verið með beztu fiskihöfnum á landinu,
en síðan hafi þar mikil breyting á orðið sökum
aflaskorts.28
Langmest var aflaleysið í verstöðvum við
Faxaflóa vertíðarnar 1700 og 1701. Einhverju
sinni á 19. öld, þá er sjómenn á tveggja manna
436 — Æ GI R