Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 14

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 14
mjög lítið, mest við Víkurál um 700 kg/tog- tíma, en yfirleitt aðeins nokkrir fiskar á tog- tíma. Á Dohrnbanka aflaðist dável, 1,0-1,5 tonn/klst. mestmegnis þorskur og var meiri- hluti hans kynþroska. Ef litið er á 1. mynd, sem sýnir aldursdreifingu þorsksins á nokkr- um svæðum, sést að 10 ára þorskur er lang- mest áberandi á Dohrnbanka. Kemur það og heim við aðrar athuganir við A-Grænland á undanförnum árum, en þar hafa árgangarnir frá árunum 1961 og 1963 verið aðaluppistaða aflans. 1961 árgangurinn gekk í stórum stil á Islandsmið vertíðarnar 1969-1971. Þá bar talsvert á 1963 árganginum í vertíðaraflanum 1972 og aftur nú í ár eins og nánar verður vik- ið að á eftir. Aldursdreifingin í Nesdýpi og í Víkurál var líkust aldursdreifingunni á Dohrn- banka, en þó bar miklu meira á 1964 árgang- inum á þessum stöðum en 1963 árganginum. Á Halanum var þorskurinn talsvert yngri. Af yngri árgöngum er 1970 árgangurinn lang- vænlegastur; nær 96% þorskanna í Þverál voru af þessum árgangi og á Breiðafirði skammt undan Látrabjargi, voru um 75% þorskanna 3ja ára. Hitastig sjávar fyrir SV- og V-landi reynd- ist tiltölulega hátt eins og um sama leyti í fyrra. Fyrir sunnan land reyndist 0,5°C hærra en í fyrra. 6°C heitur botnsjór náði norður að Djúpál, en við ströndina var kaldara eins og venja er á þessum árstíma. Fylgst var með fæðuvali þorsksins og ann- aðist Sólmundur Einarsson sjávarlíffræðing- ur þær athuganir. Á Selvogsbanka bar mest á humri í magasýnum en úti af Faxaflóa og Breiðafirði var mest af rækju, en dýpra úti á Látragrunni var spærlingur aðalfæðutegund- in. Á Dohrnbanka var aðalfæða þorsksins lax- síldar (Myctophidae), en í Víkurál, á Halan- uni og í Þverál bar mest á loðnu í þorskmög- um. Nær landi var lítið af fæðu í þorskmögum. Vegna þess hve hitaskilin stóðu djúpt á Dohrnbanka tókst að merkja færri þorska en til stóð. Alls voru merktir 175 þorskar, en þeir voru veiddir á 400-500 m dýpi. Enginn þeirra hefur skilað sér enn og er ekki ósennilegt að þrýstingsbreytingin hafi átt þar stóran hlut að máli. Hins vegar voru merktir 634 þorskar víða á djúpslóðum úti af Vestfjörðum. Þá var merktur 781 steinbítur aðallega á Kópanes- grunni og 134 hrognkelsi flest í Þverál; voru það nær allt hrygnur. Næsti leiðangur til vertíðarrannsókna hófst 7. febrúar og stóð í 16 daga. Farið var á r/s Hafþór og var dr. Gunnar Jónsson leiðangurs- stjóri. Veður var mjög óhagstætt nær allan tímann og varð því minna úr þessum leiðangri en til stóð. Haldið var á Selvogsbanka og þar víða togað en lítið aflaðist. Helzt var þar ýsa á ferðinni, bæði kynþroska og ókynþroska. I innanverðum Faxaflóa reyndust fiskislóðir þurrar, enda sjávarkuldi mikill; botnhiti í Garðssjó var 2,9°C. Þá var togað í Jökuldýpi og í Kolluál. í Kolluál og sunnanverðum Breiðafirði var talsvert um kynþroska þorsk og ýsu, en erfitt var að athafna sig með botn- vörpu vegna netagirðinga og línulagna. í þess- um leiðangri, sem lauk 23. febrúar eftir miklar frátökur vegna veðurs tókst að merkja 132 ýsur á Selvogsbanka. Þriðji leiðangurinn til vertíðarrannsókna var farinn á r/s Bjarna Sæmundssyni og hófst hann 27. febrúar og lauk 17. marz. Leiðangurs- stjóri var dr. Sigfús A. Schopka. Fyrst var haldið norður í Þverál og síðan leitað á Hal- anum. í Þverál fékkst nær eingöngu smáþorsk- ur um 1,5 tonn/togtíma. Aðeins 2% hans voru kynþroska. Síðan var haldið á Halann og þar tekin nokkur höl. Þar var þorskurinn miklu vænni. Þar aflaðist mest 1,5 tonn/togtíma og reyndist annar hver fiskur hrygningarþorsk- ur. Því næst var leitað í Djúpál og aflaðist þar allvel af ýsu. Þá var togað í Nesdýpi á Barða- grunni og víða á Víkurálssvæðinu. Víðast var þorskaflinn rýr, sérstaklega á Látragrunni og úti af Faxaflóa. Grunnt úti af Malarrifi fengust þó 1,5 tonn af þorski/klst., en aðeins 40% hans voru kynþroska, enda sjávarhiti uppi við ströndina ennþá lágur. Þá fékkst ágætur afli suður við Tána á Selvogsbanka nær 2 tonn/ togtíma og voru 96% þessa þorsks kynþroska. Þótt lítið væri um þorsk á Eldeyjarbanka fékkst þar mjög góður ufsi 2,5 og 5,0 tonn í tveimur klukkustunda hölum. Var það allí hrygnandi fiskur. Ef litið er á 2 .mynd, sem sýnir aldursdreif- ingu þorsksins á nokkrum stöðum í marz, þá eru árgangarnir frá 1963 og 1966 mest áber- andi í veiðinni. Næstir koma svo árgangarnir frá 1964 og 1967. Á Halanum eru það íslenzku árgangarnir frá 1966 og 1967 sem bera uppi veiðina, en hins vegar ber mest á 1963 árgang- inum í Víkurál. Undan Malarrifi og í Miðnes- sjó ber mest á íslenzkum þorski. Hins vegar 442 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.