Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 16
3. mynd. Aöalhrygningarsvæði þorsksins á
vetrarvertíð 1973.
kennist þorskveiðin fyrst og fremst af því, að
margir frekar veikir árgangar standa að henni,
eins og búizt hafði verið við. Enginn einn ár-
gangur er verulega áberandi í aflanum. Þeir
árgangar, sem mest kveður að, eru árgang-
arnir frá 1963 og 1966 (4. mynd). Vitað var,
að 1966 árgangur myndi verða sá árgangur,
sem yrði mest áberandi á þessari vetrarvertíð,
en hvað snertir stærð var hann af svipuðum
styrkleika og árgangurinn frá 1964. Hins veg-
ar kom 1963 árgangurinn nokkuð á óvart.
Hans hafði að vísu gætt nokkuð vertíðina á
undan, en ekki var reiknað með að hans gætti
í svo ríkum mæli, sem raun bar vitni.
Hér framar var þess getið, að árgangurinn
I u □ D ELÍ n n í L=
Aldur 3 4 5 6 7 8 9 10 II 12
U. mynd. Aldursdreifing þorsks á vetrarvertíð
1973 eftir að tekið hefur verið tillit til lilutdeildar
hvers veiðarfæris í heildaraflanum.
frá 1963 væri að stórum hluta kominn frá
Grænlandi, en þar hefur þessi árgangur verið
allsterkur undanfarin ár. Til að kanna nú,
hvort 1963 árgangurinn, sem veiddist hér á
vetrarvertíð, hafi að hluta komið frá Græn-
landi má fara nokkuð eftir meðallengdinni. Á
tímabilinu 1928-1964 var meðallengd 10 ára
þorsks á íslandsmiðum 90,0 cm. í þessu meðal-
tali eru bæði íslenzkir og grænlenzkir þorskar,
enda verða þessir tveir stofnar ekki greindir
að til fullnustu. Ef tekin er meðallengd 10 ára
þorsks á vetrarvertíð í ár, þá reyndist hún
vera 89,6 cm í janúar, 88,7 cm í marz og 86,9
cm í apríl. Um leið og meðallengd 10 ára
þorsks á íslandsmiðum fer minnkandi, vex
hiutur 10 ára þorsks í aflanum (sbr. 1. og 2.
mynd) og verður þetta vart túlkað á annan
veg, en að aukning hægvaxta þorsks í aflanum,
þegar leið á vertíðina, hafi stafað af öðru en
göngum frá Grænlandi. Frekari rannsóknir á
þessu fyrirbrigði eru í gangi.
Ályktanir
32. Fiskiþings
Mengun.
Fiskiþing fagnar þeim áhuga sem komið
hefur fram um umhverfisvernd og um ráð-
stafanir til að koma í veg fyrir mengun sjávar.
Þingið telur árangursríkast til að koma í veg
fyrir mengun sjávar að leitað verði samstarfs
við aðrar þjóðir, sem eiga land að sjó, um að
komið verði í veg fyrir að úrgangsefnum verði
varpað í hafið.
Þingið telur nauðsyn á að fylgst sé vel með
olíutönkum og leiðslum og á því sviði sé alls
öryggis gætt.
Þingið bendir á þá hættu, sem því er sam-
fara að skolp frá byggðalögum sé veitt í ár
og hafnir.
Þingið beinir því til Hafrannsóknastofnun-
arinnar, að hún hlutist til um að rannsakað
verði og vel fylgst með, hvort Golfstraumur-
inn beri með sér eiturefni á leiðinni umhverfis
landið.
Sjómannastofur.
32. Fiskiþing beinir þeim eindregnu tilmæl-
um til nefndar þeirrar er sjávarútvegsráðu-
neytið skipaði til þess að gera tillögur um
sjómannastofur, að hún flýti störfum eftir því,
sem við verður komið.
444 — Æ GIR