Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 9

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 9
fari voru í róðri þar í Flóanum, gerði annar þeirra þessa vísu: Fjórir í barka og fimm í skut, fallegt er á þeim roðið, þá eru komnir þrír í hlut og það er nóg í soðið.20 Lárus Gottrup lögmaður á Þingeyrum átti ekki því að fagna, að hásetar hans á Suður- nesjum veturinn 1701 gætu nokkumtíma á vertíðinni tekið svo til orða. Hann átti þá þar i veri sjö vinnumenn, en þeir stóðu allir uppi í vertíðarlok með beran öngulinn í rassinum, eða með öðrum orðum, höfðu ekki fengið einr fisk til hlutar. — Þessi fregn styðst við heim- ild, sem erfitt er að véfengja.30 Þótt ekki væri svona bölvað hjá öllum, mátti heita, að nálgaðist það. Stórbóndinn og lög- réttumaðurinn Þorkell Jónsson í Innri-Njarð- vík hafði þá til sjávar 30 hluti og fékk í þá alla 306 fiska. Frá biskupsstólnum á Hólum voru þá gerðir út suður til róðra 12 menn, og aflafengur þeirra allra var í vertíðarlok 300 fiskar.31 Þegar árið 1694 hefur erfitt árferði og afla- leysi víða leikið landsmenn svo grátt, að marg- ir bændur hafa orðið að losa sig við vinnu- fólk sitt til þess að létta á fóðrum, en sumir neyðzt til þesss að leysa upp heimilin og leita þangað, sem helzt var bjargar að vænta. Eins og oftast fyrr og síðar kom fiskleysið harðast niður á tómthúsfólki, og verður brátt vikið að dæmum því til sanninda. Vorið 1695 eða 4. maí skrifar Kristján kon- ungur V. Kristjáni Muller amtmanni bréf og getur þess, að sér sé tjáð, að á íslandi sé nokk- uð af flakkaralýð, er ei sé fær um að sjá sér farborða, m. a. vegna iðjuleysis, en sé öðrum íbúum landsins til byrði, og þess vegna fyrir- skipi hann, að þeir, sem hafi á leigu konungs- jarðir og eigi að standa skil á eftirgjaldi fyrir þær, megi frá 1. jan. 1695 til 1. jan. 1706 kveðja þessa flækinga til þess að róa á bátum sínum, svo og konungsbátunum, jafnt í Vest- mannaeyjum sem annars staðar, og það íyrir svo lítinn hlut, að þeir, sem útgerðina eigi, skaðist ekki. Þessari tilskipan er amtmanni boðið að framfylgja stranglega eða láta aðra, sem hlut eiga að máli, gera það.32 Ókunnugt er, í hve ríkum mæli leiguliðar konungs hafa notað sér ákvæði tilskipunar- innar, en hitt er víst, að hún gagnaði ekki til þess, að þeir gætu staðið í skilum með leigur eftir ábýlisjarðir sínar. I glöggri og skilmerki- legri samtímaheimild má sjá, að konungsland- setar í Gullbringusýslu skulda fyrir leigur frá 1698 og til ársloka 1700 351 vætt í fiski,33 og vafalaust hafa þessar skuldir aukizt til muna árið 1701. — Þegar haft er í huga, hve fast umboðsmenn konungs gengu jafnan eftir land- skuldargjöldum og leigum eftir fylgipening, mætti áðumefnd heimild styðja sanngildi ann- arra frásagna um aflaleysið í Faxaflóa. Um þessar mundir voru stærstu verstöðv- arnar á Snæfellsnesi og í Breiðafirði. Á þeim slóðum var eitt minnsta verzlunarumdæmi á landinu, en það náði frá Skarðsvík, sem er rétt fyrir utan Gufuskála, og inn að Búlands- höfða. Eigi að síður var aldrei, meðan um- dæmaverzlunin ríkti, greidd jafnhá leiga fyrir nokkurt kaupsvæði. Þegar hæst var boðið í Rifshöfn, nam gjaldið eftir hana drjúgum hærri upphæð en samanlagt fyrir verzlunar- staðina þrjá: Grindavík, Básenda og Kefla- vík.34 Einungis fiskurinn réð kappi kaupmanna um að fá umráðarétt yfir Rifshafnarkaupsvæð- inu. Þar var þá eina þurrabúðarhverfið hér á landi, Hjallasandur, er svo var mannmargt, að með sanni mætti nefna þorp. Auk þess voru þar tvö býsna fjölmenn pláss, Rif og Brimilsvellir. Á Gufuskálum var einnig talsverð útgerð, þó ekki í sama mæli og áður. Talandi vottur um afleiðingar aflaskortsins á Snæfellsnesi er sú staðreynd, að á tímabilinu 1680—1701 leggjast þar í auðn 98 tómthús, og voru 84 þeirra í Neshreppi, en hann einn var kaupsvæði Rifs- hafnar og fjölmennasti hreppur landsins við upphaf þessa harðæris- og aflaleysistímabils. A Gufuskálum urðu 7 fjölskyldur að yfirgefa heimili sín, 36 á Hjallasandi, 23 á Rifi og 18 á Brimilsvöllum.35 Þessi fjölmenni hópur, sem varlega áætlað hefur verið um 360 manns, varð nú að skilja við býli og búslóð og leggja upp í þrautagöngu með beiningastafinn einan að styðjast við. Um ferðalokin segir fátt, en líklegt er, að margt af þessu fólki og forfeður þess hafi áður komið úr stríðu volki nauðleit- armanna víðs vegar úr sveitum landsins og einmitt sett sig niður á þessum slóðum í von um, að björgin úr sjónum þyrmdi því fyrir hungurdauða. í verstöðvum í Breiðafjarðareyjum og á Vestfjörðum gegndi svipuðu um aflabrestinn Æ G IR — 437

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.