Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT:
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
6 6. ÁRG. 22. TBL. 15. DES. 1973
Úr heimildahandraða seytjándu
og átjándu aldar.
Þá eru komnir
þrír í hlut
Lúðvík Kristjánsson:
Þá eru komnir þrír í
hlut 433
•
Jón Jónsson og
Sigfús Schopka:
Vertíðarrannsóknir 1973 441
•
Ályktanir Fiskiþings:
Mengun 444
Sjómannastofur 444
•
Útgerð og aflabrögð 445
•
Minningarorð:
Marteinn Þorsteinsson 449
•
Þorsteinn Gíslason:
Um fræðslu- og tæknimál 450
•
Fiskaflinn í maí 1973 og
1972 454
•
Rekstraryfirlit báta-
flotans eftir bátastærð-
um og veiðiaðferðum
1971 456
•
Rekstraryfirlit báta-
flotans eftir bátastærð-
um og veiðiaðferðum
1972 457
ÚTGEFANDI:
FISKIFÉLAG ISLANDS
HÖFN. INGÓLFSSTRÆTI
SlMI 10500
RITSTJÚRN:
MÁR ELlSSON (ábm.)
JÓNASBLÖNDAL
AUGLÝSINGAR:
GUÐMUNDUR
INGIMARSSON
UMBROT:
GlSLI ÓLAFSSON
PRENTUN:
ÍSAFOLD
ÁSKRIFTARVERÐ
600. KR
ÁRGANGURINN'
KEMUR ÚT
HÁLFSMÁNAÐARLEGA
Lúðvík Kristjánsson, sem um
árabil var ritstjóri Ægis, birti í
Sögu, tímariti Sögufélagsins,
1971, grein, sem hann nefnir
„Úr heimildahandraða seytjándu
og átjándu aldar. Þá eru komnir
þrír í hlut.“ Lúðvík hefur góð-
fúslega leyft Ægi að birta þessa
fróðlegu grein.
Heimildir íslenzkra fornrita
um fiskveiðar landsmanna eru
ekki ýkja miklar, en þegar
þær eru í eitt saman komnar,
má þó fá allsæmilega hugmynd
um, hvernig þeim háttaði. —
í 12. kafla Grettis sögu er
þessi frásögn: „Þann tíma
kom hallæri svo mikið á ís-
landi, að ekki hefur jafnmikið
komið; þá tók af nálega allan
sjávarafla og reka; stóð svo
yfir mörg ár“. — Almennt er
ætlað, að sagan eigi við hall-
æri það, sem menn töldu hafa
orðið laust fyrir 980 og getið
er um í fleiri fornritum.
Litlu mun skipta fyrir efni
það, sem stefnt er að rann-
sókn á í þessum þætti, hvort
frásögn Grettis sögu á hér við
atburði frá ofanverðri 10. öld
eða ritunartíma sögunnar. —
Á þessum öldum, sem og síðar,
skipti sjávarfengur miklu máli
fyrir afkomu landsmanna. Ef
hann brást, ekki sízt til lang-
frama, hlaut af því að leiða
hallæri og mannfelli.
Athyglisverðust við frásögn
Grettis sögu er sú fullyrðing,
að sjávarafla hafi nálega tekið
af í mörg ár. Það var talið
geta gerzt. En þá vaknar sú
spurn, hvort kunnugt sé um
einhver önnur dæmi úr sögu
þjóðarinnar varðandi afla-
brest, er hafi staðið yfir í
mörg ár.
Frásögn Grettis sögu og
skyldra heimilda um hallærið
er takmörkuð og erfitt að
kveða á um, hvaða dæmi megi
meta hliðstæð því. Helzt kem-
ur til greina að athuga tíma-
bilið 1685—1704, því að um
það höfum við miklar heim-