Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 11

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 11
en virðast í sumum atriðum hafa verið miklu eldri, breyttust nú hásetum í hag. T. d. var skipleigan svonefnda, en hún nam mest sjötta hluta af aflanum, auk skipshlutar, víðast hvar niður felld og ekki aftur upp tekin.50 Það eru ekki fáir menn, sem í Jarðabók Árna og Páls vitna um aflabrestinn í lok 17. aldar. En þeir vitnisburðir eru allir á eina lund og sérlega athyglisverðir. Enginn af þessum mönnum skýrir aflabrestinn eða aflaleysið með frátökum vegna lagnaðarísa eða hafíss, held- ur ætíð með þessum orðum: „síðan fiskur lagðist frá“ eða „síðan fiskur hætti að ganga í fjörðinn“, og er þá miðað við tímabilið í kringum 1690. Á þetta jafnt við firði sunnan- og vestanlands sem norðan og einnig þá staði, þar sem ekki var um annað að ræða en róa til fiskjar á haf út. Erlendar þjóðir stunduðu talsvert fiskveið- ar hér við land á þessum árum, og kvað þar mest að Hollendingum. Víst væri fróðlegt að vita, hvort sama aflaleysis hefði gætt hér á djúpslóð sem á grunnmiðum og innfjarða. Hol- lendingurinn dr. Marie Simon Thomas hefur samið doktorsritgerð, sem hún nefnir: Islands- farar okkar á 17. og 18. öld.51 Þótt hún hafi grafið upp mikinn fróðleik um ferðir Hollend- inga á íslandsmið, dvöl þeirra þar og viðskipti við landsmenn og útlendinga, hefur ekki lán- azt að finna gögn, sem veiti henni vitneskju um fiskafla landa sinna hér á þessu tímabili. Að svo miklu leyti sem ráðið verður af samtímaheimildum, virðist háfs- og hákarls- gengd hafa verið með meira móti á þessum árum.52 Síldar er aldrei getið í annálum fyrr en kem- ur fram á 19. öld, nema því aðeins að hana reki á land. Hins vegar er við aðrar samtíma- heimildir að styðjast, sem vitna um, að síld óð hér víða í fjörðum inni, stundum á hverju sumri, t. d. var mikil síldargengd sumarið 1697. Sérstök ástæða veldur því, að um það er vitað. Þá var í fyrsta skipti, svo mér sé kunnugt, veidd síld til söltunar hér á landi og seld til útlanda. Svo virðist sem um dálítið magn hafi verið að ræða, því að kaupmaður- inn, sem fyrir þessu stóð, Peder Andersen, er sagður hafa sloppið við stórtap á verzlun sinni þetta ár einmitt vegna síldarútflutnings- ins. Iíann hafði átt von á talsverðum land- búnaðarafurðum, sérstaklega kjöti, en það brást honum sökum peningsfellis. Jóni Aðils hefur sézt yfir þessa heimild, þegar hann samdi rit sitt um einokunarverzlunina; þar er Peder Andersens aldrei getið og eigi heldur, að síld hafi nokkru sinni verið veidd hér og söltuð til útflutnings á öldum einokunar. Mér er ekki kunnugt um, hvaða kaupsvæði Peder Andersen hefur haft, en ljóst er af heimild þeirri, sem greinir frá síldarútgerð hans og útflutningi, en hana tel ég mjög trausta,55 að hann hefur haft sláturhöfn á leigu. Engin skil kann ég á þessum manni, en get mér þess til, að hér sé um að ræða Peder Andersen, sem um nokkurn tíma var fulltrúi Gyldenlöve stiftamtmanns og síðar Lárusar Gottrups lög- manns.54 Margt bendir til þess, að vöðuselsgengd hafi verið mikil fyrir Norðurlandi á fyrri hluta 17. aldar og fram um 1660, en úr því virðist vöðu- selurinn hverfa alveg hér við land. Hans verð- ur ekki aftur vart fyrr en um 1700 og er þá tekið að veiða hann á nýjan leik.55 Vöðusels- afli var Norðlendingum lengi mikil búbót, en nú bregzt hann á sama tíma og fiskur leggst frá og búpeningur þeirra hríðfellur vegna grasbrests. Þótt hér hafi áður einungis verið getið um þurrabúðafjöldann, sem lagðist í auðn á Snæ- fellsnesi á árunum 1680-1701, svo og hús- mannahúsin í Vestmannaeyjum, gætti hins sama víðasthvar annars staðar, þar sem þurra- búðir voru. Jafnframt féll þá niður bólseta á fjölda grasbýla víðs vegar um land, en mest á Norðurlandi. Ef til vill eiga rannsóknir eftir að leiða í Ijós nákvæmari vitneskju um þetta kuldaskeið hér á landi, en fremur er ósenni- legt, að enn leynist margt heimilda sem veita gleggri hugmynd um aflabrestinn á þessu tímabili en þær, sem þegar eru kunnar. Ég kann ekki skil á öðrum meiri og langfelldari aflabresti úr ellefu alda sögu þjóðarinnar. Ekki er ólíklegt, að mörgum manni við sjáv- arsíðu á Islandi hafi verið svipað í hug og Bjarna Sigurðssyni í Heynesi, samsveitung Jóns Hreggviðssonar á Rein, þegar Bjarni leit yfir auðu tómthúsin á Akranesi í júlímánuði 1706 og sagði: „Því eins mega þessi tómthús upp aftur reisast, að Guð láti fiskirí lukkast, svo bjargvæni sé þeim, er búa vildu. Engin er hér byggðar né lífvæni önnur af jarðar- magni.“5° Æ G I R — 439

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.