Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 22

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 22
Þorsteinn Gíslason: Um fræðslu- og tæknimál Framsöguerindi flutt á 32. Fiskiþingi I erindi því, sem liér fer á eftir, drepur Þorsteinn Gíslason á ýmis mikilsverð atriði, sem hafa raun- hæfa þýðingu til úrbóta í fræðslumálum sjó- mannastéttarinnar og er nú vonandi að skriður fari að komast á þau mál. Ritstj. Einn stærsti þátturinn í störfum Fiskifél- agsins frá upphafi stofnunar þess, eru fræðslu- málin. Fiskiðnaðra- og tækninefnd hefur orðið sammála um eftirfarandi tillögur í fræðslu- og tæknimálum. Fræðshunálin: 32. Fiskiþing telur nauðsynlegt að stjórn Fiskifélags Islands beiti sér fyrir: 1. Að yfirvöld fræðslumála taki hið allra fyrsta inn i fræðslulöggjöf, að unglingar á skyldu- og gagnfræðastigum fái verklega kennslu í hagnýtum greinum fiskiðnaðar og sjómennsku. Greinargerð um livað helst skal kenna: a) Kennd verði almenn sjóvinna, þ. e. neta- gerð, uppsetning línu, neta, nóta og varpa, beiting, splæsingar o. fl., þ. e. handverkið svo ogundirstöðuatriði í siglinga-og mótor- fræði. b) Kennd verði undirstöðuatriði í fiskiðnaði, svo sem meðferð og nýting sjávarafla og hinnar fjölmörgu verkunaraðferðir, kynn- ing á tæknibúnaði og vélum vinnslustöðv- anna er og nauðsynleg. c) Fræðsla um hafið sjálft og auðlindir þess og þýðing þeirra fyrir afkomu ísslensku þjóðarinnar. d) Fyrir unglingana verði haldið úti að sum- arlagi skóla- eða æfingarskipum, sem henta mjög sem kennslutæki, eins og fyrri reynsla hefur sýnt. 2. Að aukin verði fræðsla um hinar ýmsu greinar sjávarútvegs í fjölmiðlum. Sérstak- lega í útvarpi og sjónvarpi. Greinargerð: Hér er um að ræða stærsta atvinnuveg þjóð- arinnar og ef gerður er samanburður á þeim tíma, sem bændasamtökin hafa til kynningar- starfsemi sinnar í útvarpi, þá vantar mikið á að sjávarútvegurinn standi jafnfætis á þessu sviði. Þingið telur, að það þurfi að vera stór þáttur í upplýsingaþjónustu Fiskifélagsins að útvega starfskrafta til kynningarstarfsemi um hina ýmsu þætti sjávarútvegsins handa þess- um miklu áróðurstækjum, sem útvarp og sjón- varp eru. 3. Að halda áfram aðstoð við að koma af stað námskeiðum í verklegri sjóvinnu og útvega leiðbeinendur. Vinna að því að koma á sam- bandi og tengslum milli sjávarútvegsfræðslu og væntanlegra útibúa Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar og Hafrannsóknastofnunarinn- ar. Efla störf erindreka félagsins með því að gera erindrekastarfið að aðalstarfi. Að Fiskifélagið komi af stað námskeiðum næsta sumar fyrir kennara í sjóvinnu. 4. Að yfirvöld fræðslumála beiti sér fyrir því, að Kennaraháskólinn undirbúi kennaraefni sín til að veita fræðslu í helstu þáttum sjávarútvegsins og sjómennsku. 5. Að yfirvöld fræðslumála endurveki starfs- fræðsludaga, sem reyndust með ágætum 450 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.