Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 15

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 15
Midn«s$jór n n n D 1 LnJ 1 n Kolluóll n „ [ n n n== Holi „ n n n ' n n n Víkuróll „ n n n 0 n n n Lótrogrunn n n fl n n n Selvogsbonki n í n n n n Eldeyjarbanki n n fl n Aldur 2 3 d 5 6 7 8 9 10 II 12 2. mynd. Aldursdreifing þorsks í marz 1973. er þorskur á Eldeyjar- og Selvogsbanka bland- aður. Það ber mest á 1963 og 1964 árganginum, en þó er 1963 árgangurinn langsterkastur í veiðinni, en stór hluti hans er kominn frá Grænlandi. Þorskur var helzt merktur á Selvogsbanka, alls 102 stk. Aðeins tókst að merkja 76 ýsur. Merktir voru 377 steinbítar, flestir úti af Vest- fjörðum. 1000 skarkolar voru merktir í Mið- nessjó. Alls voru merkt 108 hrognkelsi í þess- um leiðangri. Sem áður var hugað að fæðu þorsksins. Við Vesturland og Vestfirði bar mest á loðnu í þorskmögum en við Suðurland voru þorskarnir ýmist tómir eða spærlingur í mögum. Síðasti leiðangur til vertíðarrannsókna á þessari vertíð hófst 22. marz og stóð til 18. apríl. Farið var á r/s Bjarna Sæmundssyni og var Jón Jónsson leiðangursstjóri fyrri hlut- ann en dr. Gunnar Jónsson seinni hlutann. Fyrst var leitað að þorski í Miðnessjó og á Eld- eyjarbanka. Ekki fékkst mikill þorskur, en langmestur hluti hans var þó kynþroska, en þó ekki alveg kominn að hrygningu. Síðan var leitað í Selvogsdýpi og var afli frekar lítill nema grynnst, þar fékkst um hálft annað tonn af þorski. Þorskurinn þarna var enn ekki far- inn að hrygna. Þarna voru margir íslenzkir togarar að veiðum, en afli þeirra var mjög misjafn eins og okkar. Á Tánni fékkst hvað beztur afli og virtist nokkuð magn af þorski vera þar. Haldið var nú vestur í Breiðafjörð og þar leitað eftir mjög þéttu neti á sunnanverð- um firðinum. Togað var í Bjarneyjarál en afli sáralítill enda botnhiti ekki nema 3°C. Vegna neta var hvergi hægt að toga syðst í firðin- um, en sjómenn sögðu afla sáratregan í netin. Togað var víða í Kolluál en afli lítill. Þá var víða togað á Látragrunni, úti af Jökli og víða úti af Faxaflóa. Alls staðar var afli sáratregur. Síðan var leitað þétt á sunnan- og vestanverðum Eldeyjarbanka, Skerjadýpi og í Miðnessjó, en ekki fundust neinar umtalsverð- ar lóðningar. Þá var haldið aftur á Selvogsbanka og togað vestur og suður af Surtsey. Á Selvogsbanka fékkst afbragðsafli allt að 3 tonnum á togtíma. Næst var haldið í Grindavíkurdýpi og leitað þar, en afli var lítill, og því haldið aftur á Sel- vogsbankann og leitað þar að lóðningum. Tog- að var bæði austan og vestan við friðaða svæð- ið, en aflinn var rýr. Bátum og togurum voru veittar upplýsingar um aflabrögðin. Á Sel- vogsbanka safnaði Eyjólfur Friðgeirsson fiski- fræðingur sýnum af fiskeggjum. Haldið var nú til Reykjavíkur en á leiðinni þangað var togað á Reykjanesgrunni og á Eldeyjarbanka, en þorskaflinn rýr. í þessum leiðangri voru merktir 870 þorsk- ar flestir á Eldeyjar- og Selvogsbanka. Það var ekki fyrr en um miðjan marz, sem fyrst varð vart við hrygnandi þorsk. Var það á sunnanverðum Eldeyjarbanka, en nokkrum dögum síðar hófst hrygning á Reykjanes- grunni og á Selvogsbanka. Samkvæmt sýnum, sem tekin voru af þorskaflanum á vetrarvertíð var hrygningin í hámarki um páskana en var að mestu lokið fyrir sunnan land í lok apríl. Söfnun fiskeggja leiddi í ljós, að talsverð hrygning hefði átt sér stað á friðaða svæðinu á Selvogsbanka. Nokkur hrygning var og í Faxaflóa (3. mynd), en vegná lægra hitastigs hófst hún þar síðar og var henni ekki lokið fyrr en um miðjan maí. Þegar litið er á vetrarvertíðina í heild ein- Æ GI R — 443

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.