Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 23

Ægir - 15.12.1973, Blaðsíða 23
meðan þeir voru haldnir um árabil og láta einskis ófreistað til að kynna ungmennum þá möguleika, sem þessi undirstöðuatvinnu- vegur okkar hefur upp á að bjóða. 6. Að áfram verði haldið samskonar endur- hæfingarnámskeiðum fyrir skipstjórnar- menn og vélstjóra, sem Stýrimanna- og Vél- skólinn héldu s. 1. vor og að haldin verði úti á landi námskeið til leiðbeiningar og kennslu í notkun hinna ýmsu fiskleitar- og siglingartækja. 7. Að handbókaútgáfu Fiskifélagsins verði haldið áfram, hún aukin og tekin fyrir hið fyrsta útgáfa handbókar um fiskeldi með tilliti til reynslu annarra þjóða. Niðurstöð- ur tilrauna og athugana sem hér eru með fiskeldi birtar í Ægi, ásamt öllum nýjung- um, sem til bóta virðast horfa við fiskveið- ar og fiskeldi annarra þjóða. 8. Að í sambandi við undanþáguöngþveiti fiskiskipaflotans kanni stjórnin hvort ekki sé hægt að koma upp öldungadeildum við Stýrimannaskólana og úti á landi. Einnig hvort ekki sé hægt að koma upp úti á landi stuttum sérhæfingarnámskeiðum fyrir vél- gæslumenn. Tæknimálin: 1. Fiskiþing lýsir ánægju sinni yfir störfum tæknideildar Fiskifélagsins og telur að nú hafi rækilega sannast, að tilvera tækni- deildar sjávarútvegsins á hvergi betur heima en á vegum Fiskifélags fslands. Þing- ið hvetur því stjórnina til að vinna ötullega að frekari uppbyggingu og framgangi þess- arar þörfu deildar. 2. Að fylgst verði gaumgæfilega með tækni- nýjungum sjávarútvegs, notagildi þeirra at- hugað við okkar aðstæður og upplýsingum síðan dreift svo fljótt sem auðið er. 3. Að hraðað verði útgáfu á II. hefti leiðbein- ingabókar um gerð, viðgerðir og viðhald fiskleitar- og siglingatækja, sem Stýri- mannaskólinn hóf útgáfu á fyrir tveimur árum. 4. Að hlutast verði til um að auka möguleika á viðgerðarþjónustu siglinga- og fiskleitar- tækja á sem flestum stöðum. Sérstaklega með að gera viðgerðarmönnum kleift að hafa varahluti til tækjanna, en vitað er að tO þess skortir marga rekstrarfé. Einnig verði komið á fót námskeiðum fyrir við- gerðarmenn, þar sem kennt verði viðhald og meðferð sem flestra af þeim mörgu nýju tækjum, sem flæða til landsins með nýju skipunum. 5. Haldið verði áfram athugunum á stöðlun fiskikassa, sem nú eru að ryðja sér braut, sérstaklega í nýju skipunum. Kostir og gall- ar athugaðir, svo og reynsla annarra þjóða, sem hafa margra ára notkunarreynslu. 6. Haldið verði áfram kynningar- og fræðslu- fundum með vél- og skipstjórnarmönnum, eins og haldnir hafa verið af og til s. 1. tvö ár, þar sem teknar hafa verið fyrir helstu nýjungar í vélbúnaði, veiðarfærum, gerð skipa og fyrirkomulagi öllu, menn þar sagt frá persónulegri reynslu sinni og annarra og skipst á skoðunum. 7. Fiskiþing felur tæknideild félagsins að hefja nú þegar athugun á möguleikum á notkun plastkassa í stað trékassa á síldveiðum i Norðursjó. Svo mörg voru þau orð, sem að þessi nefnd gerir sínar tillögur um og þarf ekki að fjöl- yrða, um fyrstu tvo liðina, þar fylgja greinar- gerðir. Ef við lítum á 3ja liðinn, í fræðslu- málum, þá kom það fram hér fljótlega á Fiski- þingi, að nú er komið myndarlega af stað sjó- vinnunámskeiðum á nokkrum stöðum. Fiski- félagið hefur komið því til vegar, með því að senda út dugmikla kennara, til þess að leið- beina og koma þessum námskeiðum af stað. Með að koma á sambandi og tengslum milli sjávarútvegssfræðslu og væntanlegra útibúa Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Haf- rannsóknastofnunarinnar úti um land, þá ætti að geta myndast æskilegt samband á milli þessara tveggja aðila, þannig að fræðarar kæmu frá stofnununum til skólanna. Það er minnst hér á að efla störf erindreka félagsins. Við þekkjum allir, sem munum nokkra áratugi aftur í tímann, það mikla starf og þarfa, sem erindrekar Fiskifélagsins unnu á sínum tíma. Það er verið að byrja að endur- vekja þetta starf og það hefur sýnt sig að þetta á fullan rétt á sér enn þann dag í dag. Mér er kunnugt um að, því miður, hefur ekki verið hægt að launa starfið sem skyldi, og við það eigum við, þegar við bendum á þetta, þ. e. að launin verði aukin svo, að þessum mönnum verði gert kleift að ferðast um og að þetta verði þeirra aðalstarf. Æ G I R — 451

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.