Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.12.1974, Qupperneq 8

Ægir - 15.12.1974, Qupperneq 8
Lúðvík Kristjánsson: Sjóslysaárin miklu / lokahefti Ægis 1973 birtist önnur grein- in af tveim, sem Lúðvík Kristjánsson rit- aði í Sögu 1971, tímarit Sögufélags, og fjallaði hún um aflabrögð á sautjándu og átjándu öld. Greinin sem hér birtist með góðfúslegu leyfi Lúðvíks, er i tengslum við þessa grein og fjallar um sjóslys á sama tíma. Við rannsókn á þeim tíðindum, sem nú verð- ur fjallað um, er stuðzt við 10 annála, sem rit- aðir voru af mönnum, er voru uppi allt tíma- bilið 1685—1704 að tveim undanskildum. Ann- ar dó fyrir miðju þess, 1691, en hinn fæddist ekki fyrr en það ár. Annálarnir eru líka ein meginheimildin að ritgerð minni hér að framan, en hrykkju þar skammt einir, og engin tök væru á, nema í of löngu máli, að Ijúka þar af gagngeru gild- ismati heimildanna allra. Til uppbótar því skal nú minnzt á, hver skilyrði annálsritarar þessir höfðu til að geta farið rétt með fregnir af skiptöpunum. Þótt suma þeirra kunni að greina þar á um ýmis atriði, má oft komast nærri hinu rétta við samanburð, líkt og við samanburð blaðafrétta nú. Einn bætir upp það, sem á kann að vanta hjá öðrum. Verið getur, að hvergi sé frá atburðinum greint nema í annálum, þótt hann gerðist ekki fyrr en á 17. eða 18. öld, og samt megi enn fá af honum trúverðuga mynd, þegar kannaðar hafa verið frásagnir í heild. Heimildargildi annála er því oft ærið mikilvægt. Sumir af annálariturunum virðast hafa skráð frásagnir af atburðum sama árið og þeir áttu sér stað. Sjö af þessum annálum ná yfir allt þetta 20 ára skeið, einn endar 1703, einn tekur aðeins yfir þrjú ár þess, 1685—1687, og sá þriðji yfir árin 1700—1706. Af höfundum þessara annála eru 4 búsettir á Norðurlandi, og er einn þeirra í Eyjafirði, tveir í Skaga- firði og hinn fjórði í Húnaþingi. Aðrir fjórir eru á Vesturlandi, eða nánar tilgreint einn við ísafjarðardjúp, tveir í Borgarfirði, en einn á heima á Breiðafirði og á Snæfellsnesi. Loks eiga tveir heima í Gullbringu- og Kjósar- sýslu. Eins og upptalningin sýnir, er enginn ann- álsritaranna búsettur á austurhelmingi Norð- urlands, Austurlandi né suðurströnd landsins. Á Kjósarannál og Setbergsannál er nokkuð að græða um sjóslysin, þótt lítið sé úr þeim ao hafa varðandi aflabrestinn. Það mundi auka traust okkar á gildi hvers annáls, ef upplýsing- ar um aflabrögð 1685—1704 væru þar miklar og réttar. Þar virðist Eyrarannáll skara fram úr, sem Magnús sýslumaður Magnússon á Eyri í Seyðisfirði vestra reit og endar 1703.1 Ennþá nær mestu útgerðarstöðvum var Breið- firðingurinn Jón Ólafsson, sem fluttist á Snæ- fellsnes og reit Grímsstaðaannál. En hann fæddist ekki fyrr en 1691, og því er minni stoð í honum en Magnúsi á Eyri. Hér skal ekki fjölyrt um þann mun, sem eðlilega var á kunnugleik hinna annálsrit- aranna um aflabrögð víðs vegar við land, en meira kannað, hvernig þeim ber saman í frá- sögnum sínum af sjóslysunum miklu. — En áður en að því er horfið, vil ég víkja að ein- ungis einu dæmi allglöggu um, hvernig annáls- ritarar geta leitt í ógöngur, en aðrar sam- tímaheimildir komið manni úr þeim. Séra Ari Guðmundsson á Mælifelli í Skaga- firði hefur skráð í annál sinn við árið 1700: „Fjórum dögum eftir Maríumessu fyrri, sem var 20. og 21. Augusti, gerði ofsaveður með veltubrimi, regni og miklu fjúki, að (sic) á sjávarsíðu í Hegranessýslu lömuðust og brotn- uðu yfir 30 skip, stór og smá. Skemmdust og 382 — Æ GI R

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.