Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Síða 9

Ægir - 15.12.1974, Síða 9
brotnuðu skip á Eyjafirði og víðar“. -— Mein- legt er, að frumtexti séra Ara er glataður og hin eina afskrift, sem kunn er (eftir G. K.), þykir ótraust.2 Víst virðist sem hér sé um annálsverðan at- burð að ræða, og vegna hans gat afkoma fjölda manna verið í húfi. En séra Eyjólfur Jónsson á Völlum í Svarfaðardal, sem var lær- dómsmaður mikill og í hópi hinna skilbeztu annálsritara, víkur ekki að þessu fárviðri né skipatjóni einu orði, og samá er að segja um Pál Vídalín í Víðidalstungu. — Hvort er lík- legra, að annálshöfundur (eða Gísli Konráðs- son, eftirritari) sé þarna að skálda eða Páll Vídalín og séra Eyjólfur á Völlum hafi ekki haft spurnir af þessum atburði eða þeim hafi ekki þótt hann annálsverður? Miðað við ann- að efni, sem varðveitt er í annálum Páls og séra Eyjólfs, má það teljast með ólíkindum að þeir segðu ekki frá þessum atburði, þar sem hann gerist að telja má á bæjarhlaðinu hjá þeim. Ef ekki kæmi annað til, mundi ég eigi treysta mér til að skera úr, hvort meta ætti meir til heimildagildis, þögn þeirra tví- menninganna eða frásögn og lýsingu séra Ara. Þann 4. júli 1701 þingaði sýslumaður Skag- firðinga, Þorsteinn Þorleifsson á Víðivöllum, við Vallnalaug, en þar var þriggja hreppa þingstaður, og var tilgangurinn að taka þing- vitni um ástandið í sýslunni. Um það var síðan samin skýrsla, sem er á dönsku, en í henni segir m. a. þetta í íslenzkri þýðingu: „Dagana 20.—21. ágúst árið 1700 gerði mik- ið ofsaveður á Norðurlandi. Brotnaði þá mikill fjöldi báta eða mestur hluti bátanna í sýsl- unni og víðar í Norðuramtinu. Þó að guð vildi gefa björg úr sjónum, getur fólk ekki borið sig eftir henni vegna bátaleysis. Það hefur ekki efni á að kaupa við til viðgerðar, enda er timbur ekki heldur fáanlegt". Undir þessa skýrslu ritar sýslumaður, 6 bændur og 5 prestar ásamt prófasti, sem er séra Ari Guðmundsson, höfundurinn að þess- ari frásögn Mælifellsannáls.3 — Með þessum hætti reynist stundum unnt að sannprófa heimildagildi annála. í Kjósarannál, sem Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður telur að Einar Einarsson prófastur í Görðum á Álftanesi hafi skrifað, segir þannig við árið 1685: „Meintist síðan ísland var byggt, að ei mundu fleiri menn af fiskibátum drukknað hafa hér við land á einum vetri“.4 Vitanlega fæst aldrei úr þvi skorið, hvort þessi ágizkun Einars prófasts í Görðum kunni að vera rétt. Aftur á móti þekki ég ekki varð- veittar heimildir, sem geta um jafnmikil sjó- slys á íslandi fram að þessum tíma og urðu á árinu 1685 og þá sér í lagi um veturinn, en Jón Espólín greinir frá því, að í sögunni hafi þessi vetur hlotið nafnið mannskaiðavetur.3 Oddur Einarsson á Fitjum í Skorradal, en hann er höfundur Fitjaannáls, kveður þannig á um mannskaðana árið 1685: „Samantaldist, að á því ári hefðu í sjó drukknað 191 og orðið 19 skiptapar“.fl Oddur er einn annálsritara um þessar tölur, og verður síðar reynt að athuga, hvort þær muni vera trúverðugar. Hann segir einnig að á einum og sama degi hafi drukknað 136 menn. Höfundur Hestsannáls, séra Benedikt Péturs- son á Hesti í Borgarfirði, getur þess og einn- ig,7 en hins vegar nefnir séra Eyjólfur á Völl- um töluna 132.8 Þessi óhappadagur var góu- þrællinn, sem þetta ár bar upp á 9. marz. Allir samtíma annálsritarar, sem vitnað er til, geta þessara slysfara að einum undan- skildum, Gísla Þorkelssyni á Setbergi við Hafnarfjörð. Hann var að vísu ekki nema 9 ára, þegar þær urðu, en ærið oft hefur Gísli verið fjær kominn tíðindum í annál sínum en í þetta skipti. Sýnir þessi gloppa í annál Gísla, ásamt mörgu öðru, hversu valt er að treysta annálsritun hans. Auðsætt virðist, að frásagnir Kjósarannáls og Mælifellsannáls af þessum slysförum munu fara næst því, sem rétt verður að telja. Er það einnig mjög að vonum. Einar prófastur í Görð- um er heita má á næsta leiti við atburðina, en sökum þess, hve margt Skagfirðinga var á skipum þeim sem fórust, er eðlilegt, að í Skagafirði hafi orðið tíðrætt um slysfarirnar og menn norður þar hafi viljað hafa af þeim sem greinilegastar spurnir og þeirra á meðal hefur að sjálfsögðu verið annálsritarinn Ari prófastur á Mælifelli. Kjósarannáll einn getur þess, hvernig veðri háttaði á góuþrælinn, en það var „stórkost- legt áhlaupsveður af útsuðri". Af Stafnesi fórust 7 skip, 3 teinæringar og 4 áttæringar, og af þeim komust einungis 2 menn lífs. Um þessi atriði ber Kjósar- og Mælifellsannálum11 alveg saman, en höfundur Kjósarannáls kann nánari skil á björgun mannanna tveggja, því að hann segir, að þeir Æ G I R — 383

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.