Ægir

Volume

Ægir - 15.12.1974, Page 23

Ægir - 15.12.1974, Page 23
mikill þáttur i starfi félagsins — og raunar sívaxandi. Kröfur um auknar og betri upp- lýsingar fara vaxandi. Má segja, að núver- andi starfslið anni þessu vart, nema með all- mikilli aukavinnu. Fyrir þinginu liggja skýrslur hagdeildar um starfsemi Reikningastofu sjávarútvegsins og um rekstur tölvu. Þegar sá rekstur verður kominn í fullan gang, munu möguleikar fé- lagsins til skjótari úrvinnslu gagna verða meiri og betri en nokkru sinni fyrr. Eru merki þess raunar þegar farin að koma í Ijós. Skýrsla um rekstur vélbátaflotans 1972 kom út í júnímánuði s.l. Unnið er að skýrslu fyrir s. 1. ár. Kemur hún væntanlega út eftir ára- mót. Ýmsar sérunnar upplýsingar um afkomu fiskiskipaflotans hafa á hinn bóginn verið látnar í té þeim stofnunum og samtökum í sjávarútvegi, sem á þeim þurfa að halda. Stefnt er að því að flýta útgáfu skýrslna um rekstur fiskiskipastólsins. Hvort það tekst er komið undir því, að útvegsmenn skili tilskyld- um gögnum í tíma. Eins og kemur fram í skýrslu Reikningastofunnar hefur hinsvegar hér verið allmikill misbrestur á. Jafnframt því sem stefnt er að skjótri vinnslu og útgáfu þessarra skýrslna, er einnig stefnt að gerð afla- og framleiðsluspár, svo og að áætlunum um framreikninga reksturs- kostnaðar. Á 31. Fiskiþingi var samþykkt tillaga um breytingu á lögum Áhafnadeildar Aflatrygg- ingasjóðs. Tillaga þessi, sem fjallaði um rétt áhafna báta undir 12 br. rúml. og opinna vélbáta til fæðispeninga úr sjóðnum, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi á s. L ári. Á þessu ári voru enn gerðar breytingar á Iögum um áhafnadeild sjóðsins. Felast þessar breytingar í annarri stærðarflokkun skipa og hækkun grunngjalds. Var grunngjaldi breytt sem hér segir, og gildir frá 1. jan. 1974: 1. fl. skip yfir 131 br. rúml., úr 120 kr. á fæðisdag í 320 kr. 2. fl. skip 12 til 150 br. rúml., úr 100 kr. í 240 kr. 3. fl. skip undir 12 br. rúml. og opnir bát- ar, úr 85 kr. í 150 kr.. í þessu sambandi vaknar sú spurning, hvort ekki sé æskilegra að ákveða breytingar sem þessar með reglugerð fremur en að lagabreyt- ing þurfi til að koma hverju sinni. Aflatryggingasjóður. Samkvæmt endurskoðuðum reikningum Aflatryggingasjóðs hafa tekjur og greiðslur vegna aflabrests skipt þannig s. 1. þrjú ár: 1971 1972 1973 millj. millj. millj. kr. kr. kr. Útfl.gj. af sjávarafurðum 134.2 145.6 226.6 Mótframlag ríkissjóðs 33.5 36.4 56.7 Vaxtatekjur 10.7 17.3 18.0 Samtals 178.4 199.3 301.3 Greiðslur vegna afla- brests voru þessar: Almenn deild, bátafl. 87.3 219.5 189.4 Almenn deild, togarfl. 19.0 37.2 51.3 Samtals 106.3 256.7 240.7 Samkvæmt þessu hafa tekjur umfram út- gjöld vegna aflabrests ofangreind þrjú ár numið 75.3 milljónum króna og er það aðeins 29.3 millj. króna umfram vaxtatekjur þessi þrjú ár. Ef litið er sérstaklega á árið 1972, kemur í ljós að greiðslur úr sjóðnum urðu 57.4 millj. umfram tekjur það ár. Er Ijóst að krafa Fiskiþings um hækkun mótframlags ríkissjóðs hefur við full rök að styðjast. Ekki er gerlegt að segja til um það, hverjar ógreiddar bætur á þessu ári muni nema mik- illi fjárhæð. Um þessar mundir er verið að greiða bætur til síldveiðiskipa, sem veiðar stunduðu í Norðursjó á s. 1. sumri. Áætlast þær greiðslur um 30 millj. króna. Ætla má að bætur vegna aflabrests á þessu ári geti numið allt að 300—325 millj. króna. Greiðslur áhafnadeildar hafa verið sem hér segir s. 1. þrjú ár: 1971 1972 1973 millj. millj. millj. kr. kr. kr. Til báta 146.1 158.3 198.4 Endurgr. til togara 38.0 14.6 34.1 Samtals 184.1 172.9 232.5 Undanfarin ár hefur Fiskifélagið annast innheimtur iðgjalda fyrir lífeyrissjóð sjó- manna. Hafa innheimtur þessar numið eftir- greindum upphæðum. 19f2 55,6 millj. króna 1973 77.7 millj. króna 1974 (til 31/10) 97.1 millj. króna ÆGIR — 397

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.