Ægir - 15.12.1974, Page 24
Þá hefur félagið haft með að gera ýmsar
greiðslur til sjávarútvegsins fyrir hönd ríkis-
sjóðs, einkum í samráði við sjávarútvegsráðu-
neytið. í þessu sambandi er aðallega um að
ræða uppbætur á línuveiddan fisk og reksturs-
styrki til togara.
1972 1973
millj. kr. millj. kr.
Uppbætur á línufisk 17.5 18.4
Framlag til togara 65.0 65.0
Búið er að greiða um 12 millj. kr. það sem
af er þessu ári til línubáta.
Endurgreiðsla á launum og launakostnaði
togarasjómanna samkvæmt lögum nr. 6/1973,
sem Fiskifélagið annaðist, námu samtals 21.2
millj. króna.
Að síðustu má geta þess, að Fiskifélagið sá
um greiðslur á framlagi til skuttogara vegna
tapreksturs þeirra og hafa verið greiddar í
samræmi við úthald 1974 102 millj. kr. Einnig
sá félagið um greiðslur á olíustyrk til skipa,
sem stunduðu síldveiðar i Norðursjó s. 1. sum-
ar að upphæð 19.5 millj. króna.
Fiskræktardeild.
Félagið hefur haldið áfram tilraunum sín-
um með eldi fisks í söltu vatni, þó að af mikl-
um vanefnum hafi verið.
Aðstaða sú sem félagið hefur í Höfnum
lofar mjög góðu og virðist hin hagstæðasta.
Skýrsla um starfsemi deildarinnar liggur fyrir
þinginu og mun ég því ekki fjölyrða þar um.
Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra
hefur beitt sér fyrir því, að fiskeldisfræðingur
verði fastráðinn sem ráðunautur félagsins í
fiskræktarmálum, þannig að telja verður að
vænkast hafi verulega hagur okkar í þessu
efni.
Ég tel að tilraunir félagsins, svo og athug-
anir sem innlendir og erlendir sérfræðingar
hafa gert á aðstöðu hérlendis til fiskeldis í
sjó, sýni, svio að ekki verður um villst, að
góðir möguleikar eru víða fyrir hendi. Fyrir
lax virðist einkum S. V. land koma til greina,
svo og þeir staðir aðrir þar sem jarðvarmi er
fyrir hendi. Fyrir bleikju, sem er harðgerari
fisktegund koma fleiri staðir til greina.
Næstu skrefin í þessu efni hljóta að vera að
kanna aðstöðu til fiskræktar sem víðast, m. a.
með sumareldi í huga.
Sérfræðingur frá FAO dvaldist hér á landi
á vegum Fiskifélagsins um eins mánaðar skeið
fyrr á þessu hausti. Liggur útdráttur úr
skýrslu hans um aðstæður hér á landi til
fiskræktar í sjó fyrir þinginu. Von er bráð-
lega á tveimur öðrum erlendum sérfræðingum.
Er sérgrein annars fisksjúkdómar, en hins
fóður- og næringarfræði. Dveljast þeir hér á
vegum Fiskifélagsins, og munu starfa með ís-
lenzkum sérfræðingum.
Því miður hafa deilur vaknað um það, hver
eigi að sinna tilraunum á fiskeldi í sjó. Hafa
þessar deilur m. a. valdið því, að hingað til
hefur reynzt erfitt að afla styrks til fram-
gangs þessa máls. Hefur það aftur á móti
tafið tilraunirnar verulega og valdið okkur
tjóni. Hér er um að ræða deilur um keisarans
skegg, sem ekki eru þeim til sóma, sem hafa
vakið þær.
Fiskifélagið gerðist brautryðjandi á þessu
sviði, sem mörgum öðrum, og er eðlilegt að
það hafi veg og vanda af að koma málunum
farsællega í höfn.
Óumdeilanlegt er samt, að hér þarf að koma
til samvinna margra aðila, ef vel á að vera.
Kanna þarf og fylgjast með umhverfisþátt-
unum. Getur Hafrannsóknastofnunin veitt að-
stoð í þeim efnum. Góð samvinna hefur þegar
tekizt við Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins
um ýmis næringarfræðileg efni, svo og við
ýmsa einstaklinga og félög sem starfa að fisk-
rækt. Æskilegt er að samvinna takizt við
Veiðimálastofnunina.
Þá er nauðsynlegt að hafa náið samstarf
og samráð við þá aðila, sem sinna þessum til-
raunum erlendis. Má raunar segja, að slík
samvinna sé þegar komin á við ýmsa slíka
aðila.
Tæknideild.
Ég þarf heldur ekki að rekja ítarlega störf
Tæknideildar, þar sem skýrsla starfsmanna
liggur fyrir þinginu.
Aðalverksvið deildarinnar hefur verið að
vera einstökum útvegsmönnum og Fiskveiða-
sjóði íslands til ráðgjafar. Er þetta mikið
starf og meira en svo, að þeir tveir verk-
fræðingar, sem hjá deildinni starfa, geti ann-
að líka öðrum aðkallandi störfum, svo sem
tækjaprófunum fyrir útveginn og úttekt á ný-
smíðum og endursmíðum skipa. Er mjög
brýnt, að unnt verði að taka upp þessa starf-
398 — Æ GI R