Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1974, Side 25

Ægir - 15.12.1974, Side 25
semi sem fyrst, auk annarrar tækniþjónustu og leiðbeininga. Markmið þau, sem stjórnir Fiskifélagsins og Fiskveiðasjóðs urðu sammála um, að stefnt yrði að í þessu efni eru enn í gildi, en þau eru: 1. Ráðunautastarf fyrir útveginn, þ. m. tal- in söfnun og dreifing upplýsinga, prófun á tækjum, svo og sjálfstæðum rann- sóknum, eins og aðstæður leyfa. 2. Störf fyrir Fiskveiðasjóð, m. a. með því að meta nýsmíðar til verðs og gæða — bæði tæknilega og hagfræðilega. 3. Námskeið og fundir með starfandi sjó- mönnum, að svo miklu leyti, sem skóla- kerfið getur ekki annað slíkri starfsemi, þar sem þeir geta bætt við þekkingu sína og kynnzt nýjungum i tækni og veiði- aðferðum, sem sifellt eru að koma fram. Þrátt fyrir miklar annir hefur starfsmönn- um deildarinnar þó tekizt að safna og miðla miklum upplýsingum tæknilegs eðlis — bæði í Ægi og beint til þeirra aðila, er þess hafa leitað. Fiskifélagið á fulltrúa í stjórn og ráðgjafa- nefndum Hafrannsóknastofnunarinnar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hefur þar jafnan verið komið á framfæri ályktunum Fiskiþings og stjómar félagsins. Eru þessar samþykktir jafnan teknar til greina, eftir því sem fjármagn og starfsaðstaða leyfir. Má nefna fiskileit og rannsóknir og fiskiðnrann- sóknir ýmiskonar. Þá má nefna, að nú er ver- ið að gera prófanir á tækjum fyrir fiskiðn- aðinn að föstum lið í störfum Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Störf Fiskifélagsins fyrir opinberar stofn- anir, ráðuneyti og samtök sjávarútvegsins hafa verið með liku sniði og undaníarin ár og hirði ég ekki um að tíunda þau sérstak- lega. Einnig má minna á, að allar upplýsing- ar um fiskveiðar Islendinga, sem birtast í ritum ýmissa alþjóðlegra stofnana, svo sem Alþjóðahafrannsóknaráðsins, F. A. O., O. E. C. D. o. fl., eru samdar af starfsmönnum Fiskifélagsins. Fiskveiðilögsagan. Eins og kunnugt er náðist samkomulag við Breta um veiðiheimildir brezkra togara innan 50 mílna fiskveiðilögsögunnar á s. 1. ári. Ég rek ekki efnisþætti samkomulagsins. Þeir eru flestum enn i fersku minni. Samkomulagið gildir til 13. nóv. 1975. Er þá enn ósamið við V.Þjóðverja af þeim þjóðum, er telja sig hafa verulegra fiskveiði- hagsmuna að gæta við ísland. Ríkisstjórn Sambandslýðveldisins Þýzkalands hefur ný- lega sent ríkisstjórn íslands tilboð að sam- komulagi. Meðfylgjandi tafla sýnir afla þorskfisks og skyldra tegunda á íslandsmiðum á árunum 1970—1973. Tölur ársins 1973 eru bráða- birgðatclur Alþj óðahafrannsóknaráðsins. 1970 1971 1972 1973 þús. þús. þús. þús. lestir lestir lestir lestir Belgía 14.7 14.3 10.5 7.7 Bretland 164.7 210.0 184.5 154.7 Vestur Þýskaland 112.8 124.7 94.1 91.7 Sovétríkin 2.4 7.3 1.2 1.1 Holland — — — — Noregur 3.9 3.6 2.6 1.6 Pólland 3.8 1.3 0.4 — Færeyjar 12.2 15.1 16.2 21.5 Frakkland 4.1 7.3 X 0.6 Austur-Þýzkaland 26.2 7.0 — — Önnur lönd 4.0 X X — Alls erl. þjóðir 348.0 383.6 309.5 278.8 Island 471.8 417.4 377.2 399.4 Þá vil ég vekja athygli á grein, er birtist í 15. tbl. Ægis þessa árs um fiskveiðar og fisk- afla í N.Atlantshafi. Ofangreind tafla ber með sér, að þarskafli á íslandsmiðum hefir farið minnkandi á þessu tímabili. Ekki er að svo stöddu unnt að upplýsa, að hve miklu leyti er um afleiðingar sóknarbreytinga að ræða. Mikil likindi eru til, að sókn Breta og V,- Þjóðverja hafi minnkað töluvert við útfærsl- una. Enn eru ekki fyrirliggjandi tölur um sóknarbreytingar hjá okkur sjálfum fyrir ár- ið 1973. Ugglaust er um nokkra sóknaraukn- ingu að ræða, enda þótt hún sé líklega ekki eins mikil og fjölgun skuttogara gefur til kynna. Ef gengið er útfrá, að heildarsóknin á ís- landsmið sé áþekk öll árin, verður niðurstaðan heldur uggvænleg, þar sem afli á sóknarein- ingu hefur minnkað verulega á þessum fjórum árum. Á þessu ári og s. 1. ári hafa verið gerðar Æ G I R — 399

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.