Ægir - 15.12.1974, Síða 28
Segja má, að þær ráðstafanir, er hingað til
hefur verið gripið til í þeim tilgangi að rétta
hlut sjávarútvegsins hafi að mestu — ásamt
gengisbreytingunni — verið fólgnar í milli-
færslum innan fiskiðnaðarins sjálfs.
Að þetta sé ekki nægilegt er í raun viður-
kennt af stjórnvöldum, sem boðað hafa aukn-
ar aðgerðir.
Allmikil tilhneiging hefur ríkt hjá ýmsum
þeim ráðgjöfum ríkisstjórnanna, sem um þessi
mál fjalla, að líta á afkomu sjávarútvegsins í
heild og draga ályktanir af því, sem felast í
millifærslum frá þeim þáttum hans, sem betri
afkomu hafa til þeirra þátta hans, sem verr
eru settir. Hér verður hinsvegar að fara með
mikilli gát, þar sem um marga mismunandi
aðila — einstaklinga og félög — er að ræða.
Má segja, að slíkar millifærslur, ef beitt er til
hins ítrasta, geti haft alvarlegar afleiðingar í
för með sér, sem ekki þarf að orðlengja um,
svo augljósar sem þær eru.
Árið 1973 var talið sjávarútvegnum hag-
stætt. Má þó segja, að varlegt sé að draga
slíka ályktun, ef á allt er litið. Bent hefur ver-
ið á, þessu til sönnunar, af aðilum, sem þó eiga
að vita betur, að afskriftir fyrirtækja, hafi
nokkurn veginn samsvarað afborgunum lána.
Ég hélt satt að segja, að löngu væri úrelt að
ræða um afskriftir og hagnað í sama orðinu.
Minna má á, að sæmilegir möguleikar til af-
skrifta, er greiðslu vaxta og afborgana er
lokið, bæta hag fyrirtækja og aðstöðu þeirra
gagnvart bönkum og lánastofnunum, að ekki
sé minnzt á möguleika þeirra til að fjármagna
endurbætur og viðbætur til hagræðingar í
rekstri.
1 þessu sambandi má varpa fram þeirri
spurningu, hvernig hag sjávarútvegsins sé
komið þegar hvorki er hægt að afskrifa né
standa undir greiðslu vaxta og afborgana.
Ef leitað er svara við þessari spurningu, er
ég viss um, að það árferði, er afborganir lána
og afskriftir standast nokkurn veginn á, geti
ekki talizt nokkrum atvinnuvegi hagstætt.
Nægilega góðar skýrslur eru til hér á landi
til að geta gert sér grein fyrir framboði fjár-
magns og vinnuafls a. m. k. nokkur ár fram í
tímann, sérstaklega þó framboði vinnuafls.
Eftir slíkum áætlunum verður að reyna ao
haga framkvæmdum. Það er gamall sannleik-
ur og nýr, að hvert uppgangstímabil hjá
sjávarútveginum, hefur í för með sér aukn-
ingu eftirspurnar og framkvæmda á öllum
sviðum með tilheyrandi þennslu á vinnu- og
fjármagnsmarkaði.
Áður en varir er sjávarútvegurinn venjulega
kominn í þá aðstöðu að geta ekki keppt við
aðrar atvinnugreinar, að ekki sé minnst á
framkvæmdir opinberra aðila um fjármagn og
vinnuafl.
Þessir atburðir hafa endurtekið sig æ ofan í
æ, þrátt fyrir stóraukna starfskrafta, sem gera
eiga skynsamlega hagstjórn mögulega.
Kostnaður við framkvæmdir opinberra að-
ila, svo og svonefnd þjónusta þeirra hefur
stóraukizt — ekki sízt það kerfi, er sjá á um
eftirlit og stjórnun og sem draga á úr eyðslu
opinberra stofnana og fyrirtækja. Ekki sjást
merki þess, að þetta aukna eftirlit, með til-
heyrandi fjölgun starfsmanna, hafi borið
ávöxt fram að þessu.
Að mínu viti er stjórnsýsla í þessu landi
orðin óhófleg. í stað þess að beinast að nauð-
synlegustu þjónustustörfum, og því að auð-
velda ríkisstjórnum glímuna við að mynda þá
umgerð, sem einstaklingar og félög geta starf-
að sem frjálslegast innan, er um aukningu
embættismannavalds að ræða, sem beinlínis
hindrar einstaklinga og félög þeirra í viðleitn-
inni við að skapa sjálfum sér og þjóðinni betra
og fegurra líf. Opinber stjórnsýsla er m. ö. o.
komin út fyrir ramma þjónustuhlutverksins
og inn á svið valdsins.
Góðir þingfulltrúar. Ég vil ljúka máli mínu
með því að þakka samstjórnarmönnum min-
um ánægjulegt samstarf, starfsfólki Fiskifé-
lagsins vel unnin störf í þágu sjávarútvegs-
ins og Fiskifélagsmönnum um allt land þakka
ég óeigingjörn störf.
Helstu ályktanir
Fiskiþings
Fræðslu- og tæknimál.
33. Fiskiþing fagnar þeim áfanga, sem
náðst hefur frá seinasta Fiskiþingi, með því
að tekin hefur verið upp sjóvinnukennsla í
allmörgum unglinga- og gagnfræðaskólum
landsins. Að sjóvinnunámskeið var haldið s. 1.
haust fyrir kennara. Og að nú hefur verið
tekinn upp fræðsluþáttur í ríkisútvarpinu á
vegum Fiskifélagsins.
402 — Æ GI R