Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 30
þessari stofnun verði sett stjórn eða ráð-
gjafanefnd.
2. 33. Fiskiþing ályktar, að í stað heimildar
í núgildandi hafnarlögum verði ríkis-
sjóði gert skylt að greiða 90% af þeim
kostnaði, sem leiðir af hafnarfram-
kvæmdum í hinum einstöku byggðar-
lögum landsins, og telur mikla nauðsyn
á, að aukið verði að mun frá því sem nú
er, það fjármagn sem ætlað er til hafn-
arframkvæmda á fjárlögum ríkisins.
3. 33. Fiskiþing beinir því til stjórnar Fiski-
félagsins, að hún hlutist til um það við
Hafnarmálastofnunina, að svo fljótt sem
auðið er, verði hafist handa um rann-
sóknir í straumstöð Orkustofnunar-
innar varðandi hugsanlegar úrbætur við
innsiglinguna að Hornafjarðarós, og ann-
arra staða er búa við svipaðar aðstæður.
4. 33. Fiskiþing telur brýna nauðsyn bera
til þess, að úrbætur verði gerðar, svo
fljótt sem verða má í þeim höfnum, þar
sem skip falla úr tryggingu ef stöðva
þarf aðalvél skipsins, og bendir í því
sambandi á Landshöfnina í Njarðvík.
5. 33. Fiskiþing telur eðlilegt að hafnar-
stjórn á hverjum stað, sem kunnari er
öllum staðháttum, fái meiri umráð yfir
hafnarframkvæmdum, svo sem að bjóða
út verk og ráða verkfræðing til þeirra
starfa.
Lánamál.
1. 33. Fiskiþing vill vekja athygli á hve
lánakjör Fiskveiðasjóðs til báta- og
skipakaupa, svo og fiskvinnslustöðva
stefna að því að verða lántakendum
óbærileg.
Fiskiþing telur, að eins og rekstur-
staða Fiskveiða og fiskvinnslu er, þá
muni frekari uppbyggingu fiskveiðiflot-
ans og fiskvinnslufyrirtækja stöðvast,
ef lánakjör aðalfjárfestingarsjóðs þess-
ara greina verði ekki bætt.
Hraði verðbólgu í þjóðfélaginu er með
þeim hætti, að Fiskiþing telur með öllu
óeðlilegt að Fiskveiðasjóður sé fjár-
magnaður með fé, sem bætt sé verðbót-
um samkvæmt vísitölu byggingakostn-
aðar og jafnframt séu vextir lána háir.
Fiskiþing ályktar ennfremur að unnið
verði með víðtækari hætti að fjáröflun
fyrir Fiskveiðasjóð en verið hefir, og á
þann veg að lánakjör séu fiskveiðum og
fiskvinnslu viðráðanleg.
2. Fiskiþing telur nauðsyn á að Fiskveiða-
sjóður láni allt að 60% af vátryggingar-
mati eldri skipa, ef um endurbyggingu
eða sölu skipanna er að ræða, enda standi
1. veðréttur í skipinu láninu til trygg-
ingar.
Augljóst er að á meðan lánamöguleik-
ar til minni skipa eru það rúmir eins og
nú er, er frekar ráðist í nýbyggingar
minni skipa. Þetta leiðir af sér að eldri
bátar falla úr notkun fyrr en eðlilegt
er.
3. Fiskiþing vill benda á, að þar sem til
stendur að auka mjög fjármagn Byggða-
sjóðs, með því að verja til hans upphæð
er nemi 2% af útgjöldum ríkissjóðs, tel-
ur þingið, að allir landshlutar eigi að
hafa sama rétt til lána úr sjóðnum.
Öryggismál.
33. Fiskiþing ítrekar samþykktir síðasta
Fiskiþings um öryggismál, jafnframt því sem
það lýsir yfir fullum stuðningi við framkomnar
tillögur Sjómannasambands íslands í öryggis-
málum, en þær tillögur hafa verið kynntar
þingfulltrúum. Til viðbótar því sem nú hefur
verið rakið, vill 33. Fiskiþing leggja til eftir-
farandi:
1. Að aukin verði fræðsla á meðferð og
notkun gúmbáta.
2. Að tekin verði upp kennsla í notkun
slökkvitækja.
3. Að hefja áróður fyrir því að björgunar-
og brunaæfingar séu haldnar.
4. Að látin verði fara fram athugun á því
hvort koma megi fyrir stoppara á spil
í rækjubátum af svipaðri gerð og notað
er við neta- og línuspil.
5. Að hefja áróður fyrir notkun björgun-
arvesta, sem eru þannig útbúin að þau
blásist upp með skjótum hætti, eða einu
handtaki, og lögskipa notkun slíkra vesta
á smábátum.
6. Að kanna hvort ekki sé eðlilegt að koma
á og fá lögskipaða notkun sjálfvirkra
neyðarsenda.
404 — Æ GIR