Ægir - 15.12.1974, Qupperneq 31
7. Að vinna að því að reykköfunartæki séu
í öllum skipum, sem eru stærri en 150
tonn og jafnframt kennd meðferð
þeirra.
8. Að athugað verði af stjórn Fiskifélags-
ins hvort ekki beri að lögskipa sérstakan
klæðnað fyrir þá sem vinna við töku
trollsins á skuttogurum, jafnframt því
sem öryggisbelti og hjálmar séu notaðir.
9. Að komið verði fyrir skiltum með vam-
aðarorðum svo sem: „Aldrei skal hífa á
spili nema maður sé til taks við stopp-
arann“, og fleiri aðvaranir má hugsa
sér, t. d.: „Farið ekki yfir togvírana",
„Reykið ekki í kojunni,“ o. s. frv.
10. Að brýnt verði fyrir smáskipamönnum
að þeir ætli sér af við útbúnað á netum,
að teinar og uppistöður séu ekki úr svo
sterku efni að hægt sé að draga bátinn
niður án þess að uppistaða eða teinar
slitni.
11. Að hefja áróður fyrir því að menn noti
sjóferðabækur.
12. Að hlustvarsla verði bætt við Suðurland
og annarsstaðar á landinu, þar sem úr-
bóta er þörf, að næturvörslu verði komið
á við símstöðvar í þéttbýliskjörnum og
samtenging símstöðva verði miðuð við
að tilkynningar geti örugglega borist all-
an sólarhringinn.
13. Að skipshöfnum verði kennd meðferð
fluglínutækja, svo ekki komi til svo al-
varleg mistök á örlaga stund, að rang-
lega sé gengið frá festingum um borð í
skipi, sem gæti útilokað björgun úr bráð-
um sjávarháska.
14. Að komið verði upp á Austurlandi skýli
fyrir þyrlu Landhelgisgæslunnar og
Slysavarnafélagsins vegna öryggis við
leit í neyðartilfellum.
15. Að veðurathugunarstöð sú, sem nú er
staðsett í Vopnafjarðarkauptúni verði
flutt út að Strandhöfða.
16. Að stjóm Fiskifélagsins hefji allsherjar
áróður fyrir þeim málum sem hér hafa
verið nefnd. Að hún komist að samkomu-
lagi við sjónvarp um að það taki upp
kynningartíma vikulega um notkun
b j örgunartæk j a.
Þingið ítrekar samþykkt sína frá 32. Fiski-
þingi um nauðsyn þess að hafa aðstoðar- og
eftirlitsskip á öllum hefðbundnum veiðisvæð-
um hins íslenska fiskiskipaflota.
Ennfremur bendir 33. Fiskiþing á, í því
sambandi, aukna sjósókn allt umhverfis land-
ið, á stærri og smærri skipum, er leggja fyrir
sig æ stærri hafsvæði til nytja, sérstaklega
með stækkandi fiskveiðilögsögu.
Þau skip er áður voru í eigu Slysavarnar-
félags íslalnds og til öryggis- og eftirlits not-
uð, eru of smá og úr sér gengin. Er því nú
brýn þörf mikils átaks til úrbóta. Koma þurfa
til ný aðstoðar- og eftirlitsskip, ekki færri að
tölu en þegar þau voru flest, en miklu stærri
og betur búin en áður.
Þingið beinir því þeim eindregnu tilmælum
til íslenskra stjómvalda, að þegar verði hafist
handa til úrbóta með smíði eða útvegun slíkra
skipa og bendir á að haft sé samband við
Slysavarnafélag íslands og aðra er þekkingu
geta látið í té varðandi framkvæmd þessa
máls.
Verðbólguöngþveitið og skortur
á vinnuafli við sjávarútveg.
í ályktun Fiskiþings í fyrra sagði svo m. a.
um verðbólguöngþveitið:
„Fiskiþing skorar á Alþingi og ríkisstjórn
að taka verðbólguöngþveitið, mesta vandamál
sj ávarútvegsins, til rækilegrar athugunar
vegna þess háska, sem nú blasir við.
Verðbólga á íslandi allt frá upphafi síðari
heimstyrjaldarinnar mun hafa verið meiri en
í nokkru öðru landi í Evrópu. Haustið 1971
og til ársloka 1972 og það sem af er þessu
ári (þ. e. 1973) hefur verðbólgan magnast svo
mjög, að nú horfir til algjörs öngþveitis og
stöðvunar höfuðatvinnuvega þjóðarinnar,
sjávarútvegs og iðnaðar, á næstu mánuðum,
ef svo heldur áfram sem horfir.
Óðaverðbólgunni fylgir að einstaklingar og
félög leitast við af fremsta megni að koma
eigin fé og lánsfé í nýjar byggingar eða eitt-
hvað annað en peninga, sem verða verðminni
með hverjhm deginum sem líður. Við þetta
bætist, að framkvæmdir ríkisins, borgarinn-
ar, bæjar- og sveitarfélaga, eru í hámarki.
Notað er til framkvæmda að verulegu leyti
erlent lánsfé, sem greiða verður af 8—11%
ársvexti í erlendum gjaldeyri.
Sjávarútvegurinn hefur þá sérstöðu meðal
atvinnuvega landsmanna, að hann verður að
langmestu leyti að sæta því verðlagi fyrir
framleiðslu sína, sem er á erlendum mörkuð-
Æ GIR — 405