Ægir

Årgang

Ægir - 15.12.1974, Side 33

Ægir - 15.12.1974, Side 33
stundað hjá sumum menningarþjóðum frá ómunatíð. Fiskeldi og klak á laxi, bleikju, urriða og regnbogasilungi hefur þróast hægar en efni stóðu til. Þær framfarir, sem orðið hafa má þakka framtakssemi nokkurra áhugamanna, svo sem Snorra heitins Hallgrímssonar, Krist- ins Guðbrandssonar, Skúla Pálssonar og fleiri. Sú skoðun, sbr. 16. tbl. Ægis 1971, sem Ingi- mar Jóhannsson, vatnalíffræðingur setti fram sumarið 1971 fyrstur manna hér á landi að silungur í ýmsum íslenzkum vötnum þrifist iila og næði ekki eðlilegum þroska vegna fæðuskorts er nú viðurkennd að vera rétt. Áður var því haldið fram, að það væri hin mesta nauðsyn að setja sem mest af klak- seiðum í veiðivötn, en þess ekki gáð að aukn- ing á tölu fisks í vatni, var skaðsamleg, þegar fæðuskorturinn jókst við aukninguna. í Japan eru um 150 rannsóknarstofur með um 1500 sérfræðingum, sem eru félögum og einstaklingum sem reka fiskeldistöðvar til að- stoðar. A. m. k. 7% af heildarframleiðslu Japans á fiski kemur frá fiskeldisstöðvum. í Danmörku eru um 700 fiskeldisstöðvar þrátt fyrir erfiðar aðstæður að ýmsu leyti. Á þessu ári (1974) er áætlað, að framleiðsla þessara eldisstöðva muni nema að verðmæti um 2.5 milljörðum ísl. króna. í Svíþjóð og Noregi er fiskeldi í hröðum vexti. 1 Rússlandi er verið að framkvæma víð- feðma aukningu á fiskeldi og klaki í vötnum og stór-fljótum. Einnig eru sjávarfiskar fluttir á milli innhafa og úthafa í stórum stíl í því skyni að auka fiskveiðar og gera þær fjölbreyttari. Bæði Rússar og Norðmenn hafa fært sér i nyt uppgötvun Svía á hagnýtingu vatnarækj- unnar til aukningar á fæðu fiska í djúpum vötnum á norðurslóðum. Fiskiþingið samþykkir að ítreka tillögur sín- ar um fiskirækt, sem samþykktar voru í einu hljóði á Fiskiþingi 1973 svohljóðandi: „Á Fiskiþingi 1972 var samþykkt samhljóða tillaga um innflutning á svonefndri vatna- eða pokarækju til þess að bæta úr fæðuskorti í djúpum, köldum fjallvötnum. Tillagan var svohljóðandi: „Fiskiþing lýsir ánægju sinni með greinar þær, sem Ingimar Jóhannsson, vatnalíffræð- ingur, hefur ritað um uppgötvun Svía á rækt- un pokarækju, til að auka fæðu silungs í köld- um og djúpum fjjallavötnum og búa silungnum þannig betri lífsskilyrði og stórauka með því arðsemi hans. Árangur af ræktun pokarækjunnar í Noregi og Svíþjóð og flutningi hennar á milli vatna hefur orðið svo góður, að talið er, að þessi uppgötvun muni gjörbreyta arðsemi silungs- veiða, þar sem henni verður við komið. Er hér um svo mikilvægt mál að ræða, að sjálfsagt virðist að flytja inn frá Svíþjóð pokarækju til hagnýtingar sem fæðu silungs í íslenskum vötnum, hliðstætt því, sem Norð- menn og Rússar hafa þegar gert. Fyrstu til- raunir verði gerðar í einangruðum fjallavötn- um, til þess að forðast hugsanlega kvilla eða sjúkdóma." Þar sem veiðimálastofnunin hefur lagst ein- dregið á móti því að leyft yrði að framan- greind vatnarækja yrði flutt til landsins, enda þótt Norðmenn og Sovétmenn hafa veitt slik leyfi í allstórum stíl með góðum árangri, og einnig milli vatna í Svíþjóð, þá skorar Fiski- þing á Fiskifélagið að fylgja þessu máli fast eftir, þar sem allar líkur benda til þess að stórauka megi nytjar margra veiðivatna hér á landi, þar sem aðstæður eru svipaðar og í þeim löndum, sem náð hafa ágætum árangri með þessari uppgötvun Svía. Fiskiþing telur, að ekki megi lengur dragast að hefja hér við land fiskklak og fiskeldi ým- issa fisktegunda, sem lifa í sjó. Aðrar fisk- veiðiþjóðir hafa vaxandi áhuga og skilning á þessum málum og sumar þeirra hafa náð miklum árangri, enda lagt fram mikið fé í þessu skyni. Er sjálfsagt fyrir íslendinga að styðjast við þá reynslu, sem fengist hefur hjá öðrum þjóðum í þessu efni. Fiskiþing telur, að klak og fiskrækt í ám og vötnum, sé allt of skammt á veg komin hér á landi, þótt skilyrði til ræktunar séu hér ein- hver hin ákjósanlegustu, sem nokkurs stað- ar sé völ á og megi þó bæta þau enn frekar. Fiskiþing telur, að Fiskifélag Islands ætti að hafa forystu um fiskklak, fiskeldi og fisk- rækt sjávarfiska, svo og á laxi í sjó og sjáv- arlónum, og njóta til þeirra framkvæmda ríf- legs styrks úr ríkissjóði. Þá felur Fiskiþingið stjóm Fiskifélagsins að fara þess á leit við Alþingi, að lögum um Veiðimálastofnunina verði breytt þannig, að tryggt verði, að fulltrúar frá Fiskifélagi ís- Æ GI R — 407

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.