Ægir - 15.12.1974, Page 34
lands fái sæti í veiðimálanefnd samkvæmt
tilnefningu félagsins.
Fiskiþing harmar, að breytingatillögur þær,
sem síðasta Fiskiþing samþykkti einróma við
frumvarp til laga um fiskeldi í sjó, hafa
ekki verið teknar til greina við afgreiðslu
frumvarpsins á Alþingi enn sem kiomið er.
Tillögur Fiskiþings 1972 í þessu efni voru
svohljóðandi:
„Til meðferðar var tekið bréf sjávarútvegs-
nefndar neðri deildar Alþingis, dags 15/2 s.
1., þar sem óskað er umsagnar Fiskifélags ís-
lands um frumvarp til laga um fiskeldi í sjó,
sem lagt hefur verið fyrir Alþingi á 92. lög-
gjafarþingi 1971—1972.
Stjórn FiFskifélagsins lagði þetta bréf fyrir
31. Fiskiþing, sem nú situr. Laga- og félags-
málanefnd, sem fengið hefur málið til með-
ferðar, hefur yfirfarið frumvarpið grein fyrir
grein.
Er það álit nefndarinnar, eftir vandlega at-
hugun, að frumvarp þetta sé þannig úr garði
gert, að það muni hindra, ef að lögum verð-
ur, að einstaklingar eða félagssamtök hefji
fjárfrekar aðgerðir til þess að reisa fiskeldis-
og klakstöðvar við eða í sjó.
Hinsvegar er brýn nauðsyn á, að einstakl-
ingar og félög sjái sér fært að leggja út í
slíkar framkvæmdir, en vegna margvíslegra
takmarkana, sem fram koma í frumvarpinu,
virðist þessi starfsemi vera útilokuð nema á
vegum ríkisins.
Leggur nefndin því til, að áðurnefndu frum-
varpi verði gjörbreytt með tilliti til þess, sem
að framan er sagt.“
Þar sem Fiskiþing telur brýna nauðsyn bera
til þess að einstaklingar og félög hefji að-
gerðir til þess að reisa fiskeldis- og klak-
stöðvar við eða í sjó, skorar Fiskiþing á Fiski-
félagið að gera það sem því er unnt til þess að
tillögur Fiskiþings 1972 um fiskeldi í sjó nái
fram að ganga við afgreiðslu málsins á Al-
þingi.
Fiskiþing lýsir ánægju sinni með tilraunir
þær, sem Ingimar Jóhannsson, vatnalíffræð-
ingur, hefur gert um laxeldi í sjó með atbeina
Fiskifélagsins. Telur þingið, að Fiskifélagið
eigi að gera það sem því er unnt til þess að
tryggja, að Ingimar geti haldið áfram þessum
stórmerku tilraunum og hindra að þær stöðv-
ist vegna fjárskorts."
Fiskifélagsins. Telur þingið, að Fiskifélagið
núverandi sjávarútvegsráðherra Matthías
408 — Æ GIR
Bjarnason hefur beitt sér fyrir því að auka
fjárveitinguna til Fiskifélagsins í því skyni,
að sérfræðingur verði fastráðin, sem ráðu-
nautur félagsins í fiskiræktarmálum.
Fiskileit og hafrannsóknir.
33. Fiskiþing telur, að hraða beri sem mest
leit og rannsóknum á hinum ýmsu tegundum
skeldýra og smáfiska, svo nokkur vissa fáist
um magn þeirra og vaxtarhraða.
Einnig telur þingið, að athuga þurfi hvort
hægt sé og hagkvæmt að veiða aðrar ónýtt-
ar fisktegundir á djúpmiðum til vinnslu. Vill
þingið fela stjórn Fiskifélagsins og fiskimála-
stjóra, að fylgjast vel með þessum athugun-
um, og ýta á eftir framkvæmdum.
Greinargerð.
Nefndarmenn áttu tal við Hrafnkel Ei-
ríksson fiskifræðing, og upplýsti hann, að stöð-
ugt væri unnið að leit og athugunum á skel og
fisktegundum, með hagnýtingu fyrir augum,
en of hægt gengi vegna skorts á fjármagni.
Taldi hann, að áfram yrði haldið leit að rækju
og fljótlega yrði aukin athugun á magni kú-
fisks. Þá sagði hann, að unnið hefði verið að
undirbúningi á athugun kræklings í Hvalfirði.
Vegna þess, að leit og athugun á hinum
ýmsu tegundum geta ekki farið fram nema
stuttan tíma í senn, geti verið hyggilegra
að taka báta og minni tæki, ef hægt er, á
leigu fremur en kaupa.
Samgöngur milli Vestmannaeyja
og Þorláksliafnar.
Með tilliti til þeirra miklu hafnarfram-
kvæmda, sem fyrir dyrum standa í Þorláks-
höfn, svo og þess að nú er ákveðið um kaup
á skipi, sem halda á uppi reglubundnum áætl-
unarferðum milli Vestmannaeyja og Þorláks-
hafnar, vill 33. Fiskiþing skora á Hafnarmála-
stjórn, að sjá svo um að við komu skipsins
verði til staðar viðhlítandi aðstaða, fyrir það,
bæði í Vestmannaeyjum og í Þorlákshöfn.
Þingið lítur svo á að hér sé um mjög brýnt
mál að ræða varðandi uppbyggingu Vest-
mannaeyja.
flmlsbókasafnid
á /ikureyri