Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 15
Orkumál 38. Fiskiþing felur stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir eftirfarandi: •• Að fiskmjölsverksmiðjum og öðrum fiskiðju- verum verði gert kleift með viðráðanlegri lána- fyrirgreiðslu að ráðast í nauðsynlegar fram- kvæmdir til þess að bæta nýtingu, spara orku og vinna að mengunarmálum. 2- Að rafmagnsgjöld til fiskvinnslufyrirtækja verði tekin til endurskoðunar, þar sem séð er að raf- orkugjaldskrár þær sem fiskvinnslan býr við eru óeðlilegar miðað við aðra gjaldtaxta. 3. Að starfsmenn tæknideildar haldi áfram aðstoð- ar- og upplýsingastörfum í sambandi við olíu- sparnað í fiskiskipum og að aðstaða þeirra verði bætt í því skyni. Tæknideildin kanni hvaða ástæður hafi valdið verulegum tjónum á vélum skipa, sem breytt hefur verið til vinnslu á svart- olíu, og kynni niðurstöður þessara athugana fyrir eigendum skipa með sömu vélagerð. 4. Þingið þakkar starfsmönnum tæknideildar vel og samviskusamlega unnin störf og lýsir sérstakri ánægju með þann árangur og áhrif sem deildin hefur haft í orkusparnaði fiskiskipa. Ingólfur Falsson: • • Oryggismál Þingforseti, góðir þing- fulltrúar. Það hefur fallið í minn hlut að ræða um örygg- ismál. Fiskiþing hafa á liðnum árum og áratug- um látið öryggismál sem innlegg í frekari umræður mjög til sín taka, til að skapa sem mest öryggi sjómanna okkar og ann- arra við strendur landsins. sem Fjórðungsþingin hafa ályktað um ör- yggismál fyrir þetta Fiskiþing er eftirfarandi: yFjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi beinir PVl til Fiskiþings að beita sér fyrir því við Vita- °g hafnarmálastofnun að séð verði til þess að ljós logi að jafnaði á Hlöðu og Ketilflesjarvita, en sjómenn þurfi ekki að búa við það að hafa þá tímum saman ljóslausa vegna bilana. Jafnframt verði ljós- magn þessara vita, svo og Hvalsnes- og Papeyjarvita, aukið eins fljótt og auðið er. Einnig verði vegua síendurtekinna óhappa í innsiglingu til Vopna- fjarðar athugað að setja bauju á Mikkaelsen- boða. Þá verði settur upp margumbeðinn hljóð- viti á Kambanes til að auðvelda smábátum land- töku. Jafnframt er því beint til Vita- og hafnar- málastofnunar að hún láti teikna inn á sjókort grunnleið við Papey og Kambanes til að auðvelda ókunnugum siglingu á þessari leið“. ,,Fjórðungsþing fiskideildanna í Norðlendinga- fjórðungi skorar á stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fyrir fræðslu útgerðarmanna á bátum undir 12 smálestum um líf- og örorkutryggingu áhafna báta sinna til samræmis við samnings- bundnar tryggingar á skráningarskyldum skipum. Jafnframt skorar þingið á stjórn Fiskifélagsins að beina því til stjórnvalda að lögskráð verði á alla fiskibáta. Fjórðungsþing fiskideilda í Norðlendingafjórð- ungi, beinir þeim tilmælum til stjórnar Fiski- félags íslands að fá Vita- og hafnarmálastofnun til þess að bæta úr og auka ljósmagn vitanna við Skagafjörð. Ljósmagn þeirra vita að undanskildum vitanum á Hrauni er að mati sjófarenda allt of lítið. Einnig verði sett upp ljósbauja og radarmerki við Innstalandssker". „Fjórðungsþing Sunnlendinga ítrekar fyrri sam- þykktir í öryggismálum og beinir því jafnframt til 38. fiskiþings að kannað verði notagildi sjálf- virks slökkvibúnaðar fyrir fiskiskip sem nú er kominn á markað. Ennfremur hvort tryggingar- félögin væru ekki tilbúin til að veita afslátt af iðgjöldum, ef slíkur útbúnaður væri settur í skip. Ennfremur væri eðlilegt að tryggingarfélögin lánuðu til kaupa á slíkum búnaði". Fjórðungsþing fiskideilda í Vestfirðingafjórðungi hefur ekkert ályktað um öryggismál á þessu hausti og tel ég það miður. Þótt ég sé að mörgu leyti ókunnugur á Vestíjörðum, er ýmislegt sem ég tel að betur mætti fara en nú er, sérstaklega er varðar vitamál. Á Svalvogum var rafmagnsljósviti og radióviti. Þegar vitavörðurinn þar hætti störfum var auglýst laus staða vitavarðar og bárust þó nokkrar umsóknir, þá skeður það að vitamálastjóri ákveður að því er ég best veit að leggja vitann niður í þeirri mynd sem áður var, þ.e.a.s. sem ÆGIR — 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.