Ægir - 01.01.1980, Side 17
En á þessum vettvangi hefur orðið mikil breyting,
tæknibylting, þegar öldur ljósvakans voru virkj-
aðar, fyrst á sviði loftskeyta og síðan talstöðva.
Menn átta sig fljótt á því, að komið er til sögunnar
mikið og gott öryggistæki, sem nýta beri í sem
flestra þágu. í dag blandast engum heilvita manni
hugur um, að íjarskiptasamband skipa á milli og
frá þeim til hinna fjölmörgu strandarstöðva er
einn stærsti öryggisstuðullinn í starfi sjómannsins,
bæði far- og fiskimanna. Og þegar einhver hlekkur
þeirrar miklu keðju brestur þá er líka voðinn vís.
A það erum við þráfaldlega minntir eins og dæmin
sanna og enn gerast þau atvik, sem við stöndum
ráðþrota gegn. Því er það enn sígild krafa til
þeirra, sem á þessum vettvangi vinna, að þeir
slaki ekki á klónni, haldi vöku sinni og séu ávallt
vel á verði gagnvart öllu því, er að öryggismálum
lýtur. En það eitt er ekki nægjanlegt. Enn meiri
kröfur verður þó að gera til hinna, sem þessa
öryggis njóta, að þeir fari að settum lögum og
reglum, virði og meti það sem áunnist hefur hverju
sinni og skilji að slíkt er gert í þágu þeirra
sjálfra og engra annarra.
Svo sem kunnugt er voru fyrst sett bráðabirgða-
*ög um Tilkynningaskyldu ísl. skipa í maí 1968
°g gefin út reglugerð um framkvæmd hennar. Hinn
2- maí 1969 voru lögin staðfest og ný reglu-
gerð gefin út í júní sama ár. Nú gilda um tilkynn-
'ngaskylduna lög nr. 40 frá 13. maí 1977 og reglu-
gerð staðfest varðandi þau á sl. vori. Að lögboðinni
úlkynningaskyldu varð komið á má tvímælalaust
rekja til tveggja sjóslysa, hið fyrra er v.s. Stuðla-
herg frá Seyðisfirði fórst úti af Stafnesi 17. febrúar
1962 með allri áhöfn, 11 mönnum, og hið síðara er
v;s- Stígandi frá Ólafsfirði fórst á síldarmiðunum
v'ð Jan Mayen 26. júlí 1967. Áhöfn skipsins, 12
menn, komst í gúmmíbjörgunarbáta og var bjargað
eftir 4 sólarhringa og 17 tíma.
Frá því fyrsta hefur tilkynningaskyldan verið í
umsjón og á ábyrgð Slysavarnarfélags íslands og
tekið miklum breytingum eftir því sem reynslan
hefur sýnt og sannað hverju sinni. Veturinn 1973
Þótti nauðsynlegt að koma á 24 tíma varðstöðu
yegna hinna tíðu slysfara sem þá urðu og þá voru
1 g'ldi tveir skyldutímar að deginum og á kvöldin.
ar sá háttur á hafður mánuðina okt. til aprílloka,
en 16 tíma varðstaða frá maíbyrjun til loka sept-
ember. Hélst sú tilhögun óbreytt þar til nú í ár að 24
Oma varðstaða hjá tilkynningaskyldunni var
a veðið allt árið. í þessu sambandi er skylt að
gda þess, að miðstöð tilkynningaskyldunnar er
jafnframt stjórnstöð hinna margháttuðu umsvifa
SVFÍ við leitar- og björgunarstörf, hjálp ogaðstoð.
Þegar beiðnir berast geta starfsmenn tilkynninga-
skyldunnar þegar hafið aðgerðir en ávallt er maður
á bakvakt til að sinna slíkum útköllum, sem oftast
eru þess eðlis, að einn maður annar þeim ekki ásamt
með öðrum tímafrekum umsvifum. Hjá tilkynn-
ingaskyldunni er staðsettur neyðarsími félagsins,
bein lína við lögregluna í Reykjavík, auk þess sem
starfsmenn hennar eru í stöðugu sambandi við
strandstöðvar L.í. og hin ýmsu verstöðvaradíó.
Nú er í undirbúningi að tengja fjarrita tilkynn-
ingaskyldunnar beint við hinar ýmsu strandar-
stöðvar, sem flýta ætti allri afgreiðslu í stað
þess að senda öll skeyti um ritsímastöðina í Reykja-
vík eins og verið hefur til þessa.
Þegar SVFÍ var falin framkvæmd tilkynninga-
skyldunnar 1968 var þegar haft samráð við L.í.
um bætt móttökuskilyrði strandarstöðvar. Vissu-
lega hafa miklar breytingar á orðið til hins betra
á þessu sviði þótt hinu sé heldur ekki að neita að
enn skortir talsvert á að viðunandi sé. Er þar fyrst
og fremst um að kenna, að uppbygging og endur-
bætur á tæknibúnaði strandarstöðva hefur verið í
svelti hjá fjárveitingavaldinu og að skortur hefur
verið á línum til fjarstýringar. Hér á ég við VHF
eða metrabylgjukerfið og eru enn nokkur hafsvæði
algjörlega út undan í þessu tilliti. Um leið og fagna
ber stöðinni á Viðarfjalli með tillit til hafsvæði-
sins frá Sléttu að Digranesi verður að þrýsta á
nauðsyn þess að Héraðsflóa séu viðunandi skil gerð
og einnig svæðinu á milli TFT (Hornafj.) og TFM
(Nesradíó). Nú er í augnmáli að farsæl lausn
fáist við Ingólfshöfða með uppsetningu metra-
bylgjustöðvar í öræfum. Þá er enn eftir að sinna
vestanverðu Norðurlandi frá Almenningum að
Horni um Skagafjörð og Húnaflóa, á sunnan-
verðum Vestfjörðum og djúpmiðum Breiðafjarðar.
Með tilkomu metrabylgjustöðvanna hafa radíó-
viðskipti gjörbreyst hér við land. Sífellt fleiri
bátar hafa tekið upp viðskipti á metrabylgju í stað
millibylgju. það er jákvæð og skynsamleg þróun.
Þessa sjónarmiðs hefur gætt í viðræðum við for-
ráðamenn þessara mála og þá jafnframt að stefna
beri að því, að bátar, sem sækja miðin við landið
eingöngu, ættu að nota metrabylgjusviðið í stað
millibylgju. Hafandi þessar staðreyndir í huga þá
verða allir, bæði einstaklingar og félagasamtök,
að vinna að farsælum úrlausnum þessara mála og að
mínu mati eiga þau hiklaust að hafa forgang fyrir
öðrum framkvæmdum í náinni framtíð.
ÆGIR — 5