Ægir - 01.01.1980, Síða 18
Þar sem ég taldi rétt að gefa ykkur nokkra
yfirsýn varðandi metrabylgjukerfið og hvernig því
er háttað í dag frá okkar sjónarhóli séð með tilliti
til hinna ýmsu hafsvæða og þá jafnframt álits
sérfróðra manna um ágæti þess bæði með tilliti
til öryggis sjómanna og þjónustu við þá tel ég
mér skyllt að dæma mjög harðlega, hvað svo-
kallaðar CB eða FR talstöðvar tíðkast nú um borð í
skipum og bátum í dag. Það er fyllsta ástæða til að
ætla, að með tilkomu þessara talstöðva hafi hlust-
vörslu stórhrakað á hinum viðurkenndum tíðnum
strandarstöðvar Landssíma íslands.
Það hlýtur því fyrr en seinna að því að koma,
að þessar stöðvar verði ekki leyfðar um borð í
talstöðvarskyldum skipum.
Það fer ekki fram hjá neinum, hve oft skip-
stjórnarmenn eru hvattir til að sinna tilkynninga-
skyldunni og svara næstu strandarstöð Lands-
símans. Þetta má heyra í síendurteknum orðsend-
ingum í útvarpi á morgnana, um miðjan dag og á
kvöldin. Eftirgrennslanir frá einni höfn til annarrar
stórseinka allri úrvinnslu og rýra það öryggis-
gildi sem tilkynningaskyldan er fyrir alla sjófar-
endur. Það er með öllu óafsakanlegt það kæruleysi
og tómlæti, sem því miður allt of margir skip-
stjórnarmenn hafa sýnt í þessum efnum. í lok
skyldutímans er gerð úttekt á því hvaða skip hafa
ekki tilkynnt sig. Þeim er þá skipt í köllun hjá
strandarstöðvunum og á vaktaskiptum eru þau, sem
enn eru ókomin lesin með veðurfréttum. Fyllsta
ástæða er til að ætla, að þeir sem sjóinn sækja
fylgist vel með öllu því er lýtur að veðurspám og
veðurlýsingu. Og fullviss er ég um, að háværar
raddir mundu hefjast, ef þessi öryggisþjónusta, sem
veðurfréttir og veðurspá eru, yrði skyndilega aflögð.
Skip vantar með skyldu, strandarstöð kallar, það er
áminnt með skyldu í veðurfréttatíma, en samt er
þagað. Og hvað veldur? Það læðist að manni sú
hvimleiða hugsun, að hlustvörslu sé mjög svo ábóta-
vant, eða kæruleysi nema þá að hvorttveggja sé.
Ef skipstjórnarmenn sinntu hlustvörslu sem skyldi
þyrfti heldur aldrei að kyrja þennan leiðinda
skipalista í veðurfréttatímum útvarpsins.
Eins og tilkynningaskyldan er starfrækt í dag
mótast hún af þrem meginþáttum:
A. til öryggis fyrir sjómenn.
B. upplýsingaþjónusta fyrir útvegsmenn og að-
standendur sjómanna.
C. miðstöð, sem varðveitir óyggjandi heimildir
um úthaldsdaga skipanna og sem slík hefur hún
oft komið að góðu gagni fyrir sjómenn svo og
útvegsmenn.
Þessi sérstæða öryggisþjónusta hefur vakið verð-
skuldaða athygli víð um lönd og má með réttu segja
að við íslendingar séum brautryðjendur á þessu
sviði. Fer líka vel á því, þar sem fáar þjóðir eru
eins háðarsjósókn ogsiglingumogviðogfáarverða
að sækja á eins viðsjál mið og víðfemt úthaf á
öllum tíma árs.
Tilkynningaskyldan er staðreynd, lögboðin
öryggisþjónusta. Það stoðar lítið að starfandi séu
stofnanir, félög og nefndir, ef ráð þeirra eru ekki
virt. Lög og reglugerðir ná skammt og hafa á sama
hátt lítinn eða engan tilgang sé þeim ekki hlýtt.
Aukin og vaxandi samvinna á þessu sviði er að-
kallandi nauðsyn.
Þar geta sjómenn og útvegsmenn átt drýgstan
og farsælastan þáttinn í því að vel sé að verki
staðið. Það er ekki aðeins, að með lögum skuli
land byggja heldur einnig líf trvggja.
Öryggismál
38. Fiskiþing gerir eftirtaldar ályktanir um ör-
yggismál:
1. Vitastjórn tilnefnd af hagsmunasamtökum verði
gerð að virkri stjórn vitamála.
2. Hvatt er til þess að átak verði gert í hafnarmálum
þeirra staða, sem búa við erfið hafnarskilyrði.
3. Komið verði á lögskráningarskyldu á alla báta,
sem nýttir eru til veiða 1 atvinnuskyni.
4. Talið er brýnt, að veðurfréttir í útvarpi verði
jafnan byggðar á nýjustu upplýsingum Veður-
stofunnar og útvörpun þeirra verði með jöfnu
millibili á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn.
Ennfremur verði það kannað, hvort ekki
mætti bæta verðurþjónustuna með því að fá skip
til að gefa upp vindstyrk og vindátt jafnhliða
tillkynningaskyldu.
5. Fiskifélag íslands sjái til þess að Leiðabók fyrir
sjófarendur verði endurprentuð.
6. Með tilliti til þess að margir skipstjórnarmenn
hafa sýnt ótvíræðan trassaskap, hvað snertir
tilkynningarskyldu þeirra, þá ber brýna nauðsyn
til að nú þegar verði fundin leið til að tryggja að
hér verði gerð bragarbót á.
7. Siglingamálastjóri er hvattur til að endurskoða
öryggismál skipa í samráði við ályktanir Fiski-
þings.
6 — ÆGIR