Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Síða 19

Ægir - 01.01.1980, Síða 19
Magnús Magnússon: Selveiðar Þegar farið var að at- huga þessi selveiðimál, þá kom það í ljós að í árs- byrjun 1976 hefði verið skipuð nefnd fyrir atbeina Fiskifélagsins og í sam- vinnu við sjávarútvegs- ráðuneytið. Frá hendi Fiski- félagsins var kosinn í nefndina Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson, frá Búnaðar- félagi íslands Hjörtur E. Þórarinsson, frá Náttúru- verndaráði Arnþór Garðarson, frá Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins Björg Dagbjartsson, sem var ritari nefndarinnar og frá Afurðadeild SÍS Sigurður Markússon. Þessi nefnd vann gagnmerkt starf, og strax til upplýsingar fyrir menn, þá skal ég geta þess að skýrsla um þetta er í Ægi, 9. tbl. 1978 ogþær tölur, sem að ég nefni hér eru þaðan teknar. Auk þess hefur fiskimálastjóri nokkrar upplýsingar um sel erlendis, þ.e.a.s. frá Skotlandi og mun ég einnig segja lítillega frá því svæði. Þá er það fyrst til að taka að selastofninn hér við land er talinn vera 40 þús. dýr og er megnið af þeim stofni landselur. Það er gert ráð fyrir eftir Því sem rannsóknir hafa sýnt ytra og líkur eru til að muni einnig gilda hér, að þessi 40 þús. dýr niuni éta allt að 50 þús. tonn og þar af er talið að séu um 30-40 þús. tonn af dýrmætum fiski, þannig að þau eru keppinautar okkar um það sem er gott í sjónum. Það er talið að á verði ársins 1978 þá muni þessi fiskur, sem selurinn étur, vera að verðmæti ca. 2-4 milljarðar, en með þeirri hækkun sem orðið hefur á fiskafurðum síðan, þá er alveg óhætt að §era ráð fyrir því að þarna sé um að ræða 4-5 ntilljarða eða jafnvel meira. Þá er það einnig til taka í sambandi við frystihúsin, að þar er geysilega mikil vinna við að tína orma úr fisk- flökum. Frystihúsamenn setja upp, að með kaup- gjaldi 1978, þá muni ormatínsla kosta 100-150 jnilljónir og ef við færum það til verðlags ársins 1 ar, þá er hér um að ræða kannske 300-400 ntúljónir, sem þetta kostar. Þar til viðbótar er svo ótalið, sem er erfiðara að gera sér grein fyrir tölu- lega, að þó að ormar séu tíndir úr fiski, þá er jafnan eitthvað af fiski, sem ekki er hægt að gera orma- lausan og í gegnum það hefur oft orðið verulegt verðfall á fiski í sölu og þar að auki orðið að gefa afslátt, og þetta er í tugum og hundruðum milljóna sem þarna kemur til viðbótar. Af þessu má okkur vera það ljóst, að fjölgun sels hér við land hlýtur að verða öllum áhyggjuefni, en það sem hefur gerst hin síðari ár er það, að víðast hvar við sjávar- síðuna er um mannfæð að ræða og selveiði hefur verið stunduð miklu minna en áður var, sem gerir það að verkum að selnum fjölgar talsvert. Þar að auki bætist við að verðfall á skinnum hefur orðið mjög mikið og er nú ekki einusinni helmingur af því sem það ætti að vera með hliðsjón af þeirri verð- lagsþróun sem hér hefur verið og með hliðsjón af því sem var á selskinnum hér áður fyrr. Eftir rannsóknum skoskra vísindamanna, er talið að ef að selur er ekki veiddur, muni honum Qölga um 6-7% á ári. Það kom þannig út hjá þeim, að á svæði sem þeir höfðu athugað nákvæmlega á árinu 1968, taldist þeim til að væru um 55 þús. selir. Árið 1977 var þetta svæði rannsakað aftur nákvæmlega, en veiðar höfðu ekki verið stund- aðar þarna og þá var talið að stofninn væri kom- inn upp í 73 þús. dýr. Þeir áætla að á þessu svæði muni selurinn éta 90-150 þús. tonn af fiski, þar af er áætlað að talsverður hluti sé lax. Þessi rannsókn hefur farið fram við Skotland, England og írland og að nokkru leyti við Frakkland, en við Frakkland er að vísu lítið af sel. Ástæðan fyrir því að Sunnlendingar tóku þetta upp var sú, að þeim hefur virst að sel sé að fjölga og það fari ekki á milli mála að svo hefur verið. Þeir telja að það sé mikil nauðsyn, að í það minnsta sé haldið í horfinu þannig að um vöxt verði ekki að ræða. Með hliðsjón af því að unnið hefur verið að þessu máli hjá Fiskifélaginu, þá töldu Sunn- lendingar það helstu leiðina til að þoka þessu áfram, að flytja þetta hér inn á þingið. Selveiðar 38. Fiskiþing felur stjórn Fiskifélagsins að beita sér fyrir því við stjórnvöld, að fullkannað verði hvort selurinn sé orsakavaldur þess hve mikill orm- ur er í fiski hér við land. Að því sönnuðu, telur þingið, að finna þurfi aðferð, sem dugir, til þess að fækka verulega sel við strendur og útsker landsins. ÆGIR — 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.