Ægir - 01.01.1980, Síða 20
Greinargerð:
Það er almennt talið, að selurinn sé orsakavaldur
þess, að ormur sá, sem oft er mikið af í fiski, sem
tekinn er til vinnslu og veldur ómældu tjóni, vegna
allskonar vinnu og vandræða, sem orðið hafa í
markaðslöndum.
Ýmsir telja þó að rannsaka þurfi málið betur
áður en ákveðið er að minnka selastofninn, því
sannanir um árangur liggi ekki fyrir. Hafa ber í
huga, að eyðing á selastofni kostar mikið fé. Stór
svæði í kringum landið eru friðuð fyrir skotum allt
árið vegna selláturs og mun því ekki fást breitt
bótalaust.
Giskað er á, að selurinn éti á hverju ári um 30-40
þús. tonn af nytjafiski, og ef hann er auk þess valdur
að þeim ormi, sem mikið er af í fiski og veldur veru-
legu tjóni á afurðum, virðist réttlætanlegt að eyða
honum að miklum hluta.
Ingólfur Arnarson:
Stjórn fískveiða
Forseti, góðir Fiskiþing-
fulltrúar.
Enn stöndum við frammi
fyrir nauðsynlegri umfjöll-
un um stjórn fiskveiða, -
og enn blasir sú stað-
reynd við, að lítt hjaðna
deilur með mönnum, um
þetta mikilsverða mál-
efni.
Misklíðin er síst minni
nú en í upphafi, - og
upphafið verður að teljast fólgið í niðurstöðum
hinnar svonefndu „Svörtu skýrslu“, - en í þeirri
skýrslu lögðu fiskifræðingar allt í einu til. vegna
alvarlegs ástands þorskstofnsins, - að einungis
yrðu veidd 230 þúsund tonn af þorski, á einu ári,
þar með talinn afli útlendinga, en þetta var jú
fyrir útfærsluna í 200 sjómílur.
í kjölfar „Svörtu skýrslunnar“ kom önnur skýrsla
- frá Rannsóknaráði ríkisins, og bar hún heitið
„Þróun sjávarútvegs".
Með skýrslum þessum má segja að þjóðin hafi
í fyrsta sinn verið vakin til meðvitundar um að
ástand mikilvægra fiskstofna, var svo alvarlegt, að
nauðsynlegt yrði að minnka veiðiskapinn. Hér
stóðu menn allt í einu frammi fyrir því, að stór-
lega yrði að hefta aðgang að fiskimiðunum um-
hverfis landið - og það eitt var út af fyrir sig
algjörlega nýtt fyrirbrigði - eða öllu heldur vanda-
mál - sem áður hafði ekki þekkst, nema að því eina
leyti, sem fólst í algjöru banni, er sett var við
veiðum úr íslenska síldarstofninum á sínum tíma.
í upphafi má segja að öll umræða um hugsan-
legar leiðir til stjórnar, sem mættu leiða til minnk-
andi sóknar í þann hinn mikilvæga fisk - þorskinn -
hafi einungis verið meðal manna, sem beinlínis
búa við fiskveiðar, þ.e. útvegsmanna, sjómanna
og fiskvinnslumanna. Síðar hafa komið inn í um-
ræðuna allskonar sérfræðingar - allt frá mikil-
virkum fataframleiðendum, til hálærðra reikni-
meistara, sem aldrei virðast hafa séð til sólar, -
nema þá blessuð sólin hafi tekið að skína um skjái
háborgar menntanna, Háskóla íslands - og mér virð-
ist að einungis útfrá slíku skini séu þessir menn að
vísa veginn. Ég trúi því einfaldlega ekki að margs-
konar fáránleiki, sem birtist í umfjöllun þessara
reiknimeistara - og raunar íjölmargra hámenntaðra
hagstjórnarmanna, sé fólginn í þeim hinum mikla
mætti, sem sagt er - á íslenska vísu - að felist í
menntunni einni saman.
Þrátt fyrir það sem ég nú hefi sagt, er það fjarri
mér að telja framlag þessara aðila til umræðunnar
hjómið eitt, því vissulega er ýmislegt athyglis-
vert í máli þeirra, en því verður ekki í móti mælt
að í umíjöllun þeirra er fjölmargt svo neikvætt
og andstætt því raunverulega, sem við, er þekkjum,
og unnið höfum að málefnum sjávarútvegsins,
hljótum að álykta, sem svo, að framgangur þessara
manna í málinu sé allt annar en sá, að stuðla að
því að allt framtak og störf í sjávarútvegi megi
í framtíðinni sem hingað til, vera helsta undir-
staða velmegunar þjóðarinnar.
Nú blasa við sjávarútveginum einhverjir mestu
erfiðleikar sem yfir hann hafa dunið. Ástæður þess-
ara erfiðleika eru margvíslegar, en í því sambandi
hnjóta menn helst um ástæður, sem fólgnar eru
í slæmu ástandi nytjastofna svo sem þorsks og
loðnu, - og því samfara margháttuðum friðunar-
aðgerðum og takmörkunum á sókninni.
Hvað sem segja má um stærðir þessara erfiðleika,
þá trúi ég því að við munum yfirvinna þá með sam-
stilltu átaki. - Hitt kann að verða torleystara
sem fólgið er í hinu gífurlega skilningsleysi
margra valdhafa og hálærðra sérfræðinga, með
8 — ÆGIR