Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 22
deilur um stjórn fiskveiða með sjávarútvegs- mönnum sjálfum, - þá er sú hætta fyrir hendi að sjónarmið og óskir allra annarra en þeirra munu verða ofan á - til ófyrirsjáanlegs tjóns, þeim mönn- um, sem eiga allt sitt undir velgengni útvegsins. Að svo mæltu vil ég gera grein fyrir málum er hin ýmsu fjórðungsþing og fiskideildir hafa sam- þykkt til 38. Fiskiþings, og leggja þau fram til fyrri umræðu, en þau varða öll stjórn fiskveiða. I. Frá fjórðungsþingi fiskideilda á Austurlandi. IV. mál Fjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi hald- ið í Neskaupstað 14. og 15. sept. 1979 beinir þvi til Fiskiþings að reynt verði til hins ítrasta að ná samstöðu um kvótafyrirkomulag hvað varðar stjórnun þorskveiða. Greinargerð: Þar sem tilburðir þeir, sem reyndir hafa verið undanfarin ár hafa ekki reynst nægjanlegir til þess að halda þorskveiðum innan þeirra marka, sem talið hefir verið æskilegt og auk þess skapað ýmsa erfiðleika í sambandi við veið- arnar sem til koma vegna þeirra aðferða sem beitt hefir verið, viljum við að reynt verði að breyta til með þeim hætti að setja ákveðið afla- hámark á hvert skip, hvað varðar þorsk. Reynt verði að finna þá sanngjörnustu leið sem fær telst til þess að koma þessu á. Verði í því sam- bandi tekið tillit til sem flestra þátta gagnvart veiðunum. Við álítum að með því að útgerðaraðilar og sjómenn viti í upphafi árs hvað þeim er ætlað að veiða mikið yfir árið, geti þeir skipu- lagt veiðar sínar miklu betur og á hagkvæmari hátt en nú er unnt, því að fyrirkomulag það sem viðgengist hefir, æsir til þess kapphlaups, sem skaðar alla, bæði sjómenn og útgerð og ekki hvað sist fiskvinnslu. Með þessari tillögu okkar viljum við reyna nýja leið og gera tilraun í eitt ár með þessa hugmynd, þar sem mikið er í húfi, þ.e. að þorskstofninn verði ekki ofveiddur. V. mál Fjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi haldið í Neskaupstað 14. og 15. sept. 1979 beinir því til Fiskiþings að þorskveiðar opinna báta og þeirra smábáta sem stunda einungis veiðar yfir sumarið, verði ekki takmarkaðar umfram það, sem veður og straumar hamla veiðum þeirra. VIII. mál Fjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi haldið í Neskaupstað 14. og 15. sept. 1979, beinir því til Fiskiþings hvort hugsanlegt sé, að fá tog- veiðiheimildir fyrir minni báta á steinbítsmiðum fyrir sunnan Papey og einnig því að unnið verði að auknum veiðum á skarkola. Greinargerð: Þar sem óhjákvæmilegt virðist að stjórnun fiskveiða verði framkvæmd í vaxandi mæli á næstunni telur Fjórðungsþing að á meðan þorsk- veiðar eru bannaðar þurfi að beina veiðunum að þeim fiskstofnum sem taldir eru vannýttir. IX. mál Fjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi haldið í Neskaupstað 14. og 15. sept. 1979, beinir því til Fiskiþings að fylgst verði betur með sam- setningu afla í ýmis togveiðarfæri, svo komist verði hjá því að veiða smáýsu ogannan ungfisk. Þá telur Fjórðungsþingið að hætta eigi til- raunum með sandsílisvörpu, þar sem alltof mikið veiðist í vörpuna af seiðum ýmissa annarra nytjafiska. X. mál Fjórðungsþing fiskideilda á Austurlandi haldið í Neskaupstað 14. og 15. september 1979, beinir því til Fiskiþings að við úthlutun síldveiðileyfa með hringnót verði hlutur einstakra landsfjórð- unga ekki fyrir borð borinn. II. Frá fjórðungssambandi Sunnlendinga. II. mál Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til Fiski- þings að stefnt verði að samstöðu um að þorsk- afla verði deilt niður milli togaranna og báta- flotans á næsta ári og hafður verði til viðmið- unar þorskafli síðustu 10 ára. Allar ákvarðanir um stjórnun fiskveiða liggi fyrir í byrjun árs. Greinargerð: Það er nú ljóst, að þær reglur er settar hafa verið, og eftir átti að fara á undanförnum árum, til viðhalds þorskstofninum duga ekki til. Sýnilegt er að þorskaflinn fer nokkuð fram úr því marki er sett hefur verið með hliðsjón af 10 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.