Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1980, Page 23

Ægir - 01.01.1980, Page 23
áliti fiskifræðinga. Jafnvel þó þeir geti ekki sannað sitt mál fullkomlega frekar en aðrir er um þessi mál fjalla. Óneitanlega hafa fiski- fræðingar nokkur rök fyrir áliti sínu, sem var- hugavert er að vanmeta. Flest rök hníga að því að ráðlegast muni reynast að haga sér í samræmi við vitneskju þeirra. Vanmat fiskifræðinga á þorskastofninum þýðir ekki annað en aukinn afla í framtíðinni. Er það ekki það, sem að er stefnt? Ofmat þeirra á stofninum veldur út- gerðinni og þjóðinni ófyrirsjáanlegu tjóni. En samviska þjóðarinnar allrar getur verið rólegri, að hafa tekið þátt í þessum aðgerðum. Farsælast væri að þessar aðgerðir nytu stuðnings þeirra sem við þær búa. Hafa ber í huga að taka tillit til atvinnu og skiptingu tekna og eigna, enn- fremur byggðasjónarmiða. Þá ber að hafa í huga að skerða sem minnst athafnafrelsi manna í þessum aðgerðum. IV. mál Fjórðungsþing Sunnlendinga mælir með því að farið verði eftir tillögum fiskifræðinga um nýt- ingu kolastofnsins. VI. mál Fjórðungsþing Sunnlendinga ítrekar fyrri sam- þykktir sínar varðandi: 1. Friðunarsvæði á Selvogsbanka „Frímerkið" verði ekki stækkað, en togveiðar verði bann- aðar með öllu sunnan þess allt út á fisk- veiðilandhelgismörk. 2. Að togveiðar verði bannaðar frá áramótum til 15. maí á svæði frá 22. lengdarbaug að Þjórsárósum, 10 mílur frá landi, enda er slíkt bann forsenda þess að línuveiðar megi stunda með árangri á þessu svæði. 3. Leitað verði rækjumiða á djúpslóð fyrir Suðurlandi. 4. Mótmæli við því að þorskanetaveiðar séu háðar leyfum, frekar en aðrar þorskveiðar. 5. Að eftirlit með aflasamsetningu báta á spærlingsveiðum verði hert og tekið til athugunar hvort ekki ætti að banna slíkar veiðar á grynnra vatni en 80-100 föðmum. VIII. mál Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til Fiskiþings að veiðisvæði vestan við svonefnt í,Frimerki“ taki gildi 1. janúar 1980 og verði lokað fyrir öllum togveiðum til 31. maí 1980, sama gildir um línu- og netasvæði vestur og norður af Eldey. Greinargerð: Telja má með þó nokkrum rökum að togveiðar sem voru b.annaðar frá 20. marz til 30. apríl í ár á þessu svæði hafi komið Suðurnesjabátum til góða og átt mikinn þátt í þeirri aflaaukningu sem varð á vertíðinni. All mikill fiskur var á þessu svæði og afli góður þegar því var lokað 30. apríl með reglugerð. X. mál Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til Fiskiþings: 1. hvort ekki sé æskilegt að breyta síldveiði- tímabili með tilliti til markaða og breyttra vinnsluhátta, 2. ennfremur hvað varðar reknetaveiði, að heildarkvótanum verði skipt niður á báta, svo sem gert er með hringnótakvótann, 3. að gæðamat verði tekið upp á ferskri síld svo sem á öðrum fiski. III. Frá Qórðungssambandi fiskideOda á Norðuriandi. IV. mál Stjórnun fiskveiða og nýting fiskstofna. „Þingið lítur svo á, að halda beri áfram takmörkunum á þorskveiðum. Leitast verði við að jafna sem mest hráefnisframboð yfir árið og samræma veiðar og vinnslu. Þingið telur ekki þörf að ganga lengra í veiðitakmörkunum en gert hefur verið í ár og bendir á að breyta þurfi reglum um hámark þorsks í afla togara (togveiðiskipa), sem eru í þorskveiðibanni, þannig að kostur verði á að jafna leyfðu þorskmagni yfir allan tímann, sem takmarkanir standa. Þingið ályktar um takmarkanir þorskveiða í net: Á svæðinu Horn - Langanes hefjist veiðar í þorsknet ekki fyrir 1. febrúar 1980. Helmingur leyfðra neta verði tekinn úr sjó um helgar í maímánuði. Engar netaveiðar verði leyfðar á hrygningar- svæðum sunnan og vestanlands í maímánuði og helmingur leyfðra neta verði tekinn úr sjó um helgar í aprílmánuði á þessu svæði. Skipum, sem leyfi hafa fengið til loðnuveiða verði ekki veitt leyfi til veiða í þorskfiskanet. ÆGIR — 11

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.