Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Síða 24

Ægir - 01.01.1980, Síða 24
Skyndilokanir togveiðisvæða vegna smáfisks í afla hafa reynst árangursríkar og ber að halda þeim áfram. Þess verði gætt, að svæðum, sem lokað er af þessum sökum verði jafnframt lokað fyrir öllum veiðarfærum. Birtar verði skýrslur um athuganir á fiskgengd og stærðardreifingu þorsks á lokaða svæðinu Rifstangi - Langanes. Athugað verði um að opna þetta svæði eða hluta þess tímabundið.“ IV. Frá fjórðungssambandi Vestfirðinga. IV. mál Fjórðungsþing fiskideildanna á Vestfjörðum haldið á Patreksfirði 20. október 1979, sam- þykkir eftirfarandi: 1. Við stjórnun fiskveiða verði áfram beitt beinum takmörkunum, til að draga úr eða tak- marka sókn í ákveðna fiskstofna. Telur þingið, að svo margir augljósir ókostir og annmarkar fylgi svonefndri verðlagsaðferð, þ.e. að selja aðgang að fiskimiðunum, hvort sem það yrði gert í formi auðlindaskatts eða með sölu veiðileyfa, að hún komi alls ekki til greina við stjórnun veiða. 2. Allar veiðitakmarkanir séu kunngerðar með góðum fyrirvara, svo að útgerð og fiskvinnsla geti skipulagt rekstur sinn þannig, að tak- markanirnar valdi sem minnstum truflunum á rekstri fyrirtækjanna og leiði ekki til atvinnuleysis á ákveðnum árstímum. 3. Kvótaskiptingu á þorskafla telur þingið óframkvæmanlega, auk þess sem hún myndi lama það framtak, sem fylgt hefir fisk- veiðum alla tíð, og er grundvöllur heil- brigðrar útgerðar. • 4. Meðan nauðsynlegt er talið að draga úr sókninni í þorskstofninn, verði aflamark fyrir þorsk ákveðið fyrir bilið frá 1. maí til 30. apríl ár hvert og sóknartakmarkanir ákveðn- ar með hliðsjón af því. 5. Frá 1. maí 1980 til 30. apríl 1981 verði þorskveiðar takmarkaðar þannig: Togarar: 1. maí til 30. sept. 1980 70 dagar 1. okt. til 31. des. 1980 10 dagar 1. jan. til 30. apr. 1981 10 dagar Alls 90 dagar Bátar: 1. maí til 30. sept. 1980 lOdagar 1. okt. til 31. des. 1980 10 dagar 1. jan. til 30. apr. 1981 10 dagar Alls 30 dagar 6. Á þeim tíma, sem fiskiskip stundar ekki þorskveiðar, megi hlutdeild þorsks í heild- arafla ekki nema meiru en 15%. Að endingu vil ég leggja fram mjög mikilvægt mál er kemur frá Fiskideild Reykjavíkur, Hafnar- ijarðar og nágrennis. V. Frá Fiskideild Reykjavíkur, Hafnaríjarðar og nágrennis. Á fundi stjórnar Fiskideildar Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og nágrennis þ. 30. október 1979 var samþykkt að beina eftirfarandi tillögu til 38. Fiskiþings: 38. Fiskiþing skorar á ríkisstjórn og Alþingi að svo fljótt, sem auðið er, verði stofnaður aflajöfnunarsjóður sjávarútvegsins, sem hafi það hlutverk að verðbæta fisktegundir, sem frá fiskifræði- og þjóðhagslegu sjónarmiði er hag- kvæmt að nýta, en gefa ekki nægilegt markaðs- og hráefnisverð, til þess að fiskvinnslufyrirtæki, sjómenn og útgerð geti við unað. í ákvæðum laga um hinn nýja sjóð, verði eftirfarandi höfuðmarkmið sett: 1. Fjármagns til sjóðsins verði aflað með ákveðnu gjaldi af útflutningsverði hverrar og einnar fisktegundar, sem á hverjum tíma er seld úr landi. 2. Verðlagsráð sjávarútvegsins ákveði hverju sinni um þær fisktegundir, sem þörf er á að verðbæta. 3. Sjávarútvegsráðherra setji reglugerð fyrir sjóðinn og við samningu reglugerðarinnar verði stuðst við tillögur frá stjórn Fiski- félags íslands. Greinargerð: Segja má að tilurð þessara tillögu sé í rökréttu framhaldi af ákvæðum í 2. gr. bráðabirgða- laga frá 11. júní 1979, um hækkun olíugjalds til fiskiskipa og verðuppbót á vannýttar fisk- tegundir. í 2. gr. laganna segir svo m.a. „þrátt fyrir ákvæði laga um útflutningsgjald nr. 5, 13. febrúar 1976 sbr. lög nr. 3, 2. marz 1979, skal heimilt að verja 500 milljónum króna af tekjum Tryggingasjóðs fiskiskipa og 700 milljónum króna af tekjum Aflatryggingasjóðs, af út- flutningsgjaldi, til þess að bæta upp verð á karfa og ufsa á tímabilinu 15. maí 1979 til 31. desember 1979.“ 12 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.