Ægir - 01.01.1980, Side 25
í tillögunni er lagt til að við samningu reglu-
gerðar um nánari framkvæmd laganna, verði
stuðst við tillögur frá Fiskifélagi íslands.
Verður það að teljast hinn eðlilegasti fram-
gangsmáti með tilliti til þess að stjórn Fiski-
félagsins, sem skipuð er 11 mönnum og Fiski-
þing sem skipað er 35 mönnum og kemur saman
árlega, eru menn úr öllum starfsgreinum sjáv-
arútvegsins, en nánar tiltekið eiga aðild að stjórn
félagsins og Fiskiþingi fulltrúar frá eftirtöldum
samtökum:
A. deild: Fjórðungssamböndum og fiskideildum,
sem ná til allra landsmanna.
B. deild: 1. Landssambandi íslenskra útvegs-
manna (L.Í.Ú.)
2. Félagi íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda (F.Í.B.)
3. Sjómannasambandi íslands
(S.S.Í.)
4. Farmanna- og fiskimannasam-
bandi fslands (F.F.S.Í.)
5. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna
(S.H.)
6. Félagi Sambands fiskframleið-
enda (S.Í.S.)
7. Sölusamband íslenskra fiskfram-
leiðenda (S.Í.F.)
8. Félagi síldarsaltenda á Norður-
og Austurlandi.
9. Félagi síldarsaltenda á Suðvestur-
landi.
10. Samlagi skreiðarframleiðenda.
11. Félagi fiskimjölsframleiðenda.
Hr. forseti ég legg til að málum þessum
verði vísað til sjávarútvegsnefndar.
Stjórnun fiskveiða
38. Fiskiþing samþykkir að leggja til við sjávar-
útvegsráðherra og ríkisstjórn að eftirfarandi að-
gerðum verði beitt á árinu 1980 við stjórnun fisk-
veiða:
ú Samningar við erlendar þjóðir.
Samningum um veiðiheimildir erlendra þjóða í
fiskveiðilandhelgi íslands verði tafarlaust sagt upp
og viðsemjendum gerð grein fyrir, að meðan fslend-
ingar sjálfir þurfa að takmarka veiðimagn helstu
fisktegunda, sé enginn möguleiki á veiðiheimildum
fyrir aðrar þjóðir, nema um gagnkvæm veiðiréttindi
væri að ræða.
2. Sala veiðileyfa.
Við stjórnun fiskveiðanna verði áfram beitt
beinum takmörkunum til þess að draga úr eða tak-
marka sókn í ákveðna fiskstofna. Telur þingið að
svo margir augljósir ókostir og annmarkar fylgi
svonefndri verðlagsaðferð, þ.e. að selja aðgang að
fiskimiðunum, hvort sem það yrði gert í formi auð-
lindaskatts eða með sölu veiðileyfa, að hún komi
alls ekki til greina við stjórnun veiða.
3. Þorskveiðin.
Fiskiþing leggur ríka áherslu á að fiskveiðistefna
og reglur um takmörkun á veiðum einstakra ftsk-
tegunda liggi ætíð fyrir, áður en undirbúningur
vertíða hefst. Ákvæði um nauðsynlegar veiðitak-
markanir ársins verði birtar fyrir áramót, en síðan
haft stöðugt samband við hagsmunaaðila um nánari
útfærslu reglna, eftir reynslu sem fæst af veiðunum.
Vegna efnahagsástæðna þjóðarinnar telur Fiski-
þing að landsmenn verði að sætta sig við hægari
uppbyggingu hrygningarstofns þorsksins, en felst
í ráðgefandi tillögum Hafrannsóknastofnunar.
Reglur um veiðitakmarkanir verði settar í ljósi
þeirrar reynslu, sem fengist hefur undanfarin ár.
Hámarksþorskafli miðist við að hrygningarstofn
haldi áfram að styrkjast og reglur um veiðitakmark-
anir feli í sér að ekki verði leyfð meiri þorskveiði
tímabilið 1/1 - 31/5, en 50% heildarveiði, sem
áætluð er fyrir árið.
a. Veiðibönn:
Þorskveiði verði bönnuð í öll veiðarfæri 10
daga um páska og 20.-31. desember. Sérstök
bannsvæði, s.s. Frímerkið, verði áfram.
b. Reglugerð um þorskveiðar.
Sett verði reglugerð um réttindi og skyldur
þeirra sem þorskveiðar stunda, en útgáfu sér-
stakra veiðileyfa verði hætt.
c. Takmarkanir þorskveiða togveiðiskipa.
Á tímabilinu 1. júlí til 10. ágúst verði þorsk-
veiðar bannaðar, en þorskur má þó nema 1/5
hluta aflans í hverjum þrem samfelldum veiði-
ferðum.
ÆGIR — 13