Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 25

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 25
í tillögunni er lagt til að við samningu reglu- gerðar um nánari framkvæmd laganna, verði stuðst við tillögur frá Fiskifélagi íslands. Verður það að teljast hinn eðlilegasti fram- gangsmáti með tilliti til þess að stjórn Fiski- félagsins, sem skipuð er 11 mönnum og Fiski- þing sem skipað er 35 mönnum og kemur saman árlega, eru menn úr öllum starfsgreinum sjáv- arútvegsins, en nánar tiltekið eiga aðild að stjórn félagsins og Fiskiþingi fulltrúar frá eftirtöldum samtökum: A. deild: Fjórðungssamböndum og fiskideildum, sem ná til allra landsmanna. B. deild: 1. Landssambandi íslenskra útvegs- manna (L.Í.Ú.) 2. Félagi íslenskra botnvörpuskipa- eigenda (F.Í.B.) 3. Sjómannasambandi íslands (S.S.Í.) 4. Farmanna- og fiskimannasam- bandi fslands (F.F.S.Í.) 5. Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna (S.H.) 6. Félagi Sambands fiskframleið- enda (S.Í.S.) 7. Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda (S.Í.F.) 8. Félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi. 9. Félagi síldarsaltenda á Suðvestur- landi. 10. Samlagi skreiðarframleiðenda. 11. Félagi fiskimjölsframleiðenda. Hr. forseti ég legg til að málum þessum verði vísað til sjávarútvegsnefndar. Stjórnun fiskveiða 38. Fiskiþing samþykkir að leggja til við sjávar- útvegsráðherra og ríkisstjórn að eftirfarandi að- gerðum verði beitt á árinu 1980 við stjórnun fisk- veiða: ú Samningar við erlendar þjóðir. Samningum um veiðiheimildir erlendra þjóða í fiskveiðilandhelgi íslands verði tafarlaust sagt upp og viðsemjendum gerð grein fyrir, að meðan fslend- ingar sjálfir þurfa að takmarka veiðimagn helstu fisktegunda, sé enginn möguleiki á veiðiheimildum fyrir aðrar þjóðir, nema um gagnkvæm veiðiréttindi væri að ræða. 2. Sala veiðileyfa. Við stjórnun fiskveiðanna verði áfram beitt beinum takmörkunum til þess að draga úr eða tak- marka sókn í ákveðna fiskstofna. Telur þingið að svo margir augljósir ókostir og annmarkar fylgi svonefndri verðlagsaðferð, þ.e. að selja aðgang að fiskimiðunum, hvort sem það yrði gert í formi auð- lindaskatts eða með sölu veiðileyfa, að hún komi alls ekki til greina við stjórnun veiða. 3. Þorskveiðin. Fiskiþing leggur ríka áherslu á að fiskveiðistefna og reglur um takmörkun á veiðum einstakra ftsk- tegunda liggi ætíð fyrir, áður en undirbúningur vertíða hefst. Ákvæði um nauðsynlegar veiðitak- markanir ársins verði birtar fyrir áramót, en síðan haft stöðugt samband við hagsmunaaðila um nánari útfærslu reglna, eftir reynslu sem fæst af veiðunum. Vegna efnahagsástæðna þjóðarinnar telur Fiski- þing að landsmenn verði að sætta sig við hægari uppbyggingu hrygningarstofns þorsksins, en felst í ráðgefandi tillögum Hafrannsóknastofnunar. Reglur um veiðitakmarkanir verði settar í ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur undanfarin ár. Hámarksþorskafli miðist við að hrygningarstofn haldi áfram að styrkjast og reglur um veiðitakmark- anir feli í sér að ekki verði leyfð meiri þorskveiði tímabilið 1/1 - 31/5, en 50% heildarveiði, sem áætluð er fyrir árið. a. Veiðibönn: Þorskveiði verði bönnuð í öll veiðarfæri 10 daga um páska og 20.-31. desember. Sérstök bannsvæði, s.s. Frímerkið, verði áfram. b. Reglugerð um þorskveiðar. Sett verði reglugerð um réttindi og skyldur þeirra sem þorskveiðar stunda, en útgáfu sér- stakra veiðileyfa verði hætt. c. Takmarkanir þorskveiða togveiðiskipa. Á tímabilinu 1. júlí til 10. ágúst verði þorsk- veiðar bannaðar, en þorskur má þó nema 1/5 hluta aflans í hverjum þrem samfelldum veiði- ferðum. ÆGIR — 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.