Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 29
gildrur líka. Og Cabo Verde menn skyldu semsagt
halda skipinu eftir eftir þetta 18 mánaða tímabil.
Jafnframt yrði athugað um það að senda eitthvað
af fiskvinnslutækjum. I fyrra var lokað nokkuð
mörgum frystihúsum á Suðurnesjum og lagt var
fram fjármagn sem átti að gegna því hlutverki að
kaupa upp slík fyrirtæki, sem ekki hefðu lengur
rekstrargrundvöll og þau gætu í mörgum tilfellum
verið með sæmilegustu tæki m.a. frystitæki sem
gætu komið að fullum notum þarna.
Síðan var tillaga um það, að þar sem við þurfum
að nota mikið af aðfengnu vinnuafli hér í fiskiðnað-
inum og þar sem þarna er greinilega um að ræða
duglegt fólk sem hefur þó að vísu ekki þjálfun í fisk-
verkun, að til þess að flýta fyrir þjálfun í fiskverkun
þá yrði fengið kvenfólk til þess að starfa í frysti-
húsi hér heima. Það fólk bæri síðan þekkinguna
sem það öðlaðist hér suðureftir, sem gæti komið
þeim að góðu gagni í að koma sér upp alvöru fisk-
iðnaði.
Síðan var einnig tillaga um það að sölusamtökin
hér réðu til sín menn sunnanað í starfsþjálfun, í
gæðaeftirliti, sölumennsku og slíku.
Það hefur verið markmið þróaðra þjóða hér á
Vesturlöndum nú íallmörgáraðverja l%af þjóðar-
tekjum í aðstoð við þróunarríkin. Það eru aðeins
þrjú ríki í heiminum sem hafa staðið við þetta mark-
mið og það eru Svíþjóð, Noregur og Danmörk.
Svíþjóð er búin að leggja fram 1% af þjóðartekjum
í þetta núna í nokkuð mörg ár, Danmörk ogNoreg-
ur hafa náð þessu marki á síðustu árum. 1% af
þjóðartekjum á þessu ári væri hér á íslandi rétt
um 6 milljarðar króna. Við erum það langt frá
þessu marki að við leggjum fram í þessu skyni á
þessu ári 320 milljónir kr. eða rétt um 5% af einu
Prósenti. Ég held að við séum þarna nokkuð langt
frá því sem eðlilegt er og ég held að ef við eigum
að auka þetta og auka það þannig að við gerum
eitthvert gagn þá getum við ekki gert betur en að
bæta við þessa fjárhæð þeim 160 milljónum króna
sem talið er að það myndi kosta að framkvæma
°fannefndar tillögur. 160 milljónir á ári í eitt og
hálft ár, eða samtals 240 milljónir. Væntanlega
væri svo að því loknu hægt að gera eitthvað meira
°g veitti sjálfsagt ekki af því.
Eg held að það sé okkur í raun og veru til nokkurs
vansa hvað við höfum gert lítið í þessu og ég held
að við getum á þessum stað gert miklu meira gagn
heldur en nokkursstaðar annarsstaðar. Þarna er
um að ræða að gera það nákvæmlega sama og við
kunnum hér heima, ef til vill við nokkuð aðrar
aðstæður en ég held að það séu engir færari um
það heldur en við. Þetta er þjóð sem er tiltölulega lítið
fjölmennari en við, þeir eru eitthvað á milli 350
til 400 þúsund. Þetta er ein af örfáum þjóðum þar
sem það raunverulega sæist sem við gerðum.
Ég vil af þessum sökum bera fram eftirfarandi
tillögu:
Þróunaraðstoð
38. Fiskiþing lítur svo á, að aðstoð íslendinga
við þróunarþjóðir hafi verið í algjöru lágmarki.
Nú vill svo til að Cabo Verde-búar hafa sérstak-
lega beðið um aðstoð okkar við að koma upp fisk-
veiðum og fiskvinnslu. íslendingar ættu að vera
allra manna færastir um að gera gagn á þessu sviði.
Fiskiþing skorar því á stjórnvöld að verða á
myndarlegan hátt við þessari beiðni Cabo Verde-
manna. Og að þarna sé gott tækifæri fyrir íslend-
inga til að sýna kunnáttu sína og getu í þessum
efnum.
Aðrar ályktanir
Fiskmat
Ferskfiskmat.
38. Fiskiþing telur að ferskfiskmat hafi stuðl-
að að bættri meðferð á þeim tegundum, sem fersk-
fiskmatið tekur til. Samkvæmt þeirri reynslu
leggur þingið til að allur fiskur, sem til manneldis
fer verði metinn af ferskfiskmatinu svo og beitusíld.
Aftur á móti telur þingið að umfang og kostnaður
við ferskfiskmatið hafi orðið óeðlilega stórt hlut-
fall af heildarkostnaði Framleiðslueftirlits sjávar-
afurða. Þingið telur að þennan þátt Framleiðslu-
eftirlitsins beri að taka til gagngerðrar endurskoð-
unar.
Ríkisskipuð nefnd vinnur um þessar mundir að
endurskoðun reglugerðar um Framleiðslueftirlit
sjávarafurða í heild og hefur að hluta kynnt þinginu
tillögur sínar og virðast þær stefna að einföldun
starfsins og færa það nær framleiðslugreinun-
um þ.e. veiðum og vinnslu, sem þingið telur. eðli-
legt, og gerir þingið ekki aðrar tillögur viðvíkjandi
málinu að svo komnu.
ÆGIR — 17