Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 50
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
Nýliðun íslenska
þorskstofnsins
Forsaga
Upphaf þessa þáttar af
hendi höfundar var að
hann keypti stóra dós af
niðursoðnum þorskhrogn-
um í matinn, enda eru þau
bæði ódýr og góður mat-
ur. Kaupmaðurinn í Fjarð-
arkaupi í Hafnarfirði sem
alltaf er forvitinn um lífs-
björg þjóðarinnar, vildi
vita hve margir þorskar
væru í dósinni ef svo má að
orði komast. Það stóð á svari en loforð vargefið um
betri upplýsingar næsta föstudag. Þá var það að rit-
stjórnarfulltrúi tímaritsins Ægis benti mér á grein
frá Hafrannsóknunum dönsku, sem á einfaldan hátt
fjallaði um fjölda þeirra hrogna einnar hrygnu,
sem að jafnaði náðu því að verða fullþroska.
Lesandinn getur reyndar staldrað hér við um
sinn og leyst gátuna. Svo einfalt er það.
Ritstjórnarfulltrúinn, vestfirskur að kyni og trú-
aður á þorskinn — það sé miklu meiri þorskur í sjón-
um en fiskifræðingarnir vilji vera láta — veitti mér,
sem af mætti reyni að halda uppi orðstír „kolleganna“
heldur betur lið.
Fyrst var litið á málið með raunsæju mati ástað-
reyndum hfsins, og síðan með tölulegum staðrevnd-
um fyrir hvatningu fiskifræðings. Tölurnar eru
fengnar að láni hjá þorskamönnum sem ég þakka
holl ráð. Sjálfur hefi ég tilhneigingu til að líta á tölur
sem stærðir og stærðarhlutföll, sem tala máli út-
skýranlegra líkinga, en ekki aðeins sem nákvæmar
tölulegar einingar, sem oft segja ekkert um eðli
málsins.
Snúum okkur nú að efninu eða nýtingu þorsk-
hrogna fyrir nýliðun íslenska þorsksins.
Sagan um þorskinn.
íslenski þorskstofninn er í lágmarki þessi missirin
og gildir það bæði um heildarstofninn og hrygningar-
stofninn. Það er ekki vitað með vissu hve afföllin
á þorskstofninum mega vera mikil án þess að af
hljótist viðkomubrestur, en það er augljóst að eftir
því sem hrygningarstofninn er minni þá er meiri
hætta á viðkomubresti. Það hlýtur að valda áhyggj-
um þegar á móti hverjum 7-8 kynþroska 7 ára
þorskum eða eldri á íslandsmiðum árið 1970 komu
1-2 slíkir árin 1975 til 1979. Einnig skal bent á að
hver kynþroska hrygna á íslandsmiðum hrygnir
aðeins einu sinni á ævinni að öllu meðaltali.
Það þýðir ekki að gera lítið úr þessu og t.d. benda
á mikla frjósemi þorsksins þegar nýliðun er það sem
máli skiptir. Það kann að koma óþægilega á óvart
að þrátt fyrir milljónir hrogna (3-8 milljónir í hverri
hrygnu) þá skila sér í raun sem fullþroska eða kyn-
þroska fiskur að öllu jöfnu aðeins tveir slíkir sinn af
hvoru kyni við eðlilegar aðstæður. Væri þessu ekki
þannig farið þá stækkaði þorskstofninn stöðugt,
sem er fjarstæða, eða hann hyrfi, sem er ekki eins
mikil fjarstæða. Nýliðun kynþroska þorsks er því í
raun ekki meiri en t.d. mannsins, heldur öllu fremur
minni þegar litið er á fólksfjölgunina í heiminum.
Þar kann þó að koma að vendipunkti einnig, en það
er önnur saga og meiri. Hverju má þá ekki búast við
þegar þorskurinn verður fyrir áföllum, sem eru
mörgum sinnum meiri en maðurinn hefur nokkurn
tímann orðið fyrir í styrjöldum eða farsóttum?
Reiknidæmið um þorskinn
Til þess að sannfæra lesandann betur um þessa
eðlilegu nýliðun náttúrulegra dýrastofna eru niður-
stöður þessu varðandi fyrir íslenska þorskinn á ár-
unum 1960-1976 sýndar í meðfylgjandi töflu. Á
þessum árum var stærð hrygningarstofnsins sam-
kvæmt niðurstöðum fiskifræðinga, lauslega talið,
700 þúsund til 200 þúsund tonn. Þungi hvers
fisks er lauslega áætlaður 5 kg að jafnaði, svo heild-
arfjöldi þeirra var 140-40 milljónir fiska. Hrogna-
fjöldi í hverri hrygnu er áætlaður 3 milljónir, en gæti
hæglega verið hærri tala (4eða 5 milljónir). Nýliðun
á 3ja ára fiski var u.þ.b. 100 til 300 milljónir fiska —
meðalþyngd þeirra er um 1,1 kg — sem skiptast jafnt
milli kynjanna. Fjöldi þeirra á hrygnu viðkomandi
árgangs reynist í þessu dæmi aðeins að vera 3-15
fiskar. Þessi 3ja ára fiskur er ekki kynþroska, heldur
verður hann það að jafnaði 7 ára. Sé gert ráð fyrir
náttúrulegum dauðsföllum eingöngu (20% milli ára),
þá standa eftir við 7 dro aldurinn I til 6 ftskar d
38 — ÆGIR