Ægir - 01.04.1980, Side 10
HUMARINN
Humar nefnist skepna fremur óásjáleg, sem lifir
m.a. á landgrunni íslands. Þó skepnan sé ljót
bragðast hún þeim mun betur og er hún þar af leið-
andi dýr og eftirsótt matvara. En hvað vitum við
meira um þessa kynlegu skepnu?
í þessu blaði er að finna margvíslegan fróð-
leik um humar, humarveiðar ásamt því hvað af
honum verður, þegar hann hverfur héðan af landi
brott pakkaður í litskreyttar pakkningar.
Humarveiðar hafa verið stundaðar hér við land í
mörg ár. Verulegar sveiflur hafa verið í aflamagni.
Árið 1971 veiddust hér 4.657 tonn, en aðeins
1.440 tonn 1979.
Aflamagn fra 1970-1979, tonn upp úr sjó:
tonn tonn
1970 .... .. . 4029 1975 .... ... 2357
1971 .... ... 4657 1976 .... .. . 2780
1972 ... 4322 1977 ... 2723
1973 ... 2791 1978 ... 2059
1974 ... 1983 1979 1440
Það gilda sömu lögmál um humarstofninn og
aðra fiskstofna, að aðgát verður að hafa við veiðar,
svo ekki komi til ofveiði. Humarveiðar eru því
undir eftirliti og háðar leyfisveitingum.
Sá hluti humarsins sem er hirtur, þ.e. humar-
halinn er aðeins um 30% af heildarþunga skepn-
flettur. Fer það eftir gæðum og ástandi humarsihs
hverju sinni.
Meginhluti humarsins er seldur á Bandaríkjð'
markað. Kemur þar tvennt til. Humarinn er mun-
aðarvara í háum verðflokki, og er ekki á allra f*r|
að veita sér slíkt. Einnig þykir humarinn ómissandi
á veisluborðum þróaðra þjóða.
Hér eru sýndar tölur um útflutning á skel'
flettum humri annarsvegar og óskelflettum hins'
vegar.
-H.K.
Skelflett
Óskelflett
Samtals
magn verð magn verð magn verð
1974 8.7 tonn 7.241 þús. 662.8 tonn 461.745 þús. 67Í.5tonn 468.986 þús
1975 4.2 ” 5.121 ” 592.8 ” 670.383 ” 597.0 " 675.504 ”
1976 12.1 ” 11.577 ” 658.4 ” 1.079.437 " 670.5 ” 1.091.014 ”
1977 104.6 ” 244.261 ” 688.6 " 1.035.462 ” 793.2 ” 1.279.723 ”
1978 0.2 ” 468 ” 652.9 ” 1.703.461 ” 653.1 ” 1.703.929 ”
Tilkynning
FRÁ AFLATRYGGINGASJÓÐI
Fæðisgreiðslur Áhafnadeildar Aflatryggingasjóðs verða
fyrir tímabilið 1. marz til 31. maí 1980:
Á skipum 131 rúml. og stærri kr. 2497
12—130 rúml. — 1871
undir 12 rúml. — 1169