Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.1980, Side 22

Ægir - 01.04.1980, Side 22
uð og jafnvel notað tvöfalda grandara til að ná í meiri fisk. Sjálfsagt mun þettaeinkumeigavið, þeg- ar humarveiði er treg. Lágmarksmöskvastærð í íslenskum humartroll- um er 80 mm. Þessi möskvastærð tryggir eftir atvik- um, að smáhumar veiðist ekki í miklum mæli. Þessi varfærnislega fullyrðing kann að koma eilítið á óvart, þar sem oft fara sögur af smáhumri í afla okkar. Þetta er þó afstætt eins og margt annað og myndu Stórbretar og Frakkar telja þann humar vænan vel, sem við flokkum í smátt. Þessar þjóðir veiða nefnilega leturhumar í 50-70 mm riðil og ná aumingja dýrin aldrei fullri stærð eftir okkar mæli- kvarða. Þessir stofnar hafa þá brugðist við þessum ófögnuði með því að gerast kynþroska á unga aldri til þess að viðgangi stofnanna sé ekki stefnt í hættu. Troll þau sem þessar þjóðir nota við veiðarnar, minna okkur meira á rækjutroll og fiskitroll en a humartroll eftir okkar kokkabókum. Oft veiðist líka fiskur með humrinum og kemur það okkur varla á óvart. Hitt kunna að þykja tíðindi, að Skotar og Englendingar veiða stundum rækju og humar 1 sömu troll. Þegar svo er, verður að deila í möskva- stærðina með ca. tveimur og þá verður humarinn að sæta því að veiðast í allt niður í 25 mm möskva, sem er lítið stærri en loðnuriðill. Eftir þessi válegu tíðindi má svo læða því pent i landsmenn, að við íslendingar erum víðfrægir fynr að veiða með stórum möskvum og veitir víst ekki af til þess að tryggja eftir atvikum hámarksafrakstur af auðæfum okkar í hafinu. Eru þó áhöld um það. hversu til hefur tekist en þó má slá því föstu, að af útlendingum lærum við ekki hót. íslensk humarvarpa. Nánari skýringar í texla. 198 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.