Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1980, Qupperneq 24

Ægir - 01.04.1980, Qupperneq 24
Hin alþjóðlega fiskveiðasýning Norðmanna „Nor-Fishing“, verð- ur haldin að þessu sinni í Þránd- heimi í ágúst n.k. Er þetta áttunda fiskveiðisýningin sem Norðmenn standa fyrir undir þessu merki, en sú síðasta var haldin í Oslo 1978. í gegnum tíðina hafa flestar þessar sýningar verið haldnar í Þrándheimi og fagna því nú margir og þó sérstaklega norskir fiskimenn, en flestir þeirra eru frá Norður Noregi. Frá því að ákveðið var endan- lega í september sl., að sýningin færi fram í Nidaro- hallen, Þrándheimi, hefur allt sýningarpláss verið upppantað, en um 150 fyrirtæki munu verða með sýningarbása á svæðinu sem er um 4.700 m2. Þegar Nor-Fishing sýningin var síðast haldin í Þrándheimi árið 1976, sóttu hana um 27.000 manns, en sýninguna í Oslo 1978 sóttu aðeins 10.000 manns. Því miður er Þrándheimur þekktari fyrir annað en að hafa of mörgum hótelherbergjum á að skipa og er því þeim sem áhuga hafa fyrir að sækja þessa sýningu bent á að panta sér hótelherbergi í tíma til að komast hjá vandræðum með gistingu. • Síðastliðin ár hafa rússneskir fuglafræðingar gert sér til dundurs að telja alla sjófugla í heiminum og komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu í kringum 3 milljarðar, eða á að giska 1 /2 milljarða færri en allt mannkynið. Reiknast Rússunum svo til, að sjófugl- ar éti um 80 milljón tonn af hinum ýmsu fisktegund- um og álíka magn af svifi, en það svarar til þess að hver sjófugl éti daglega um 146 grömm af sjávarfangi. Sem dæmi eru sjófuglar Suðurskautsins, einkum mörgæsir, taldir éta um 20 milljón tonn af ljósátu (krill), auk anna kræsinga. Þrátt fyrir að slíkum kynstrum af lífrænni fæðu úr sjónum sé torgað af sjó- fuglum, telja þessir vísindamenn, að það hafi lítil áhrif á stærðir fiskstofna. Hverjir eru alltafað þrasa um 100.000 tonn af loðnu til eða frá? Heildarsjávarafli í Norður-Atlantshafi er kom- inn í um 16 milljónir tonna. Að áliti margra vísinda- manna er þetta hámark þess sem þetta hafsvæði get- ur gefið af sér. Hin árlega skýrsla FAO um fiskveiðar þjóða heims fyrir 1978 er komin út. Kemur þar fram að ísland hefur færst upp um eitt sæti frá árinu á undan, en var árið 1976 í 20 sæti. Bráða- birgðatölur fyrir sl. ár hljóða upp á 1.645.000 tonna heildarafla hér á landi. 1978 1977 Þjóðir Afli tonn Röð: A fli tonn Röð: Japan 10.752.163 1 10.763.358 i Sovétríkin 8.929.754 2 9.352.204 2 Kína 4.660.000 3 4.700.000 3 Bandaríkin .... 3.511.719 4 3.085.211 5 Perú 3.364.843 5 2.540.675 7 Noregur 2.647.074 6 3.460.013 4 Indland 2.367.852 7 2.311.869 6 S. Kórea 2.350.778 8 2.419.019 8 Thailand 2.264.000 9 2.189.907 9 Danmörk 1.745.474 10 1.806.612 10 Chile 1.698.484 11 1.398.953 16 Indonesia 1.655.000 12 1.571.852 12 N. Kórea 1.600.000* 13 1.600.000* 11 ísland 1.579.019 14 1.378.182 15 Filipseyjar 1.558.383 15 1.510.789 13 Kanada 1.406.757 16 1.270.027 17 Spánn 1.379.882 17 1.393.793 14 S. Afríka 1.035.444 18 1.007.230 19 England 1.027.330 19 992.710 20 Vietnam 1.013.500* 20 1.013.500* 18 Allur heimurinn 72.379.500 71.212.900 * Áætlaðar aflatölur. Fiskafli annara þjóða var undir einni milljón tonna- Áður en Kína gerðist meðlimur að FAO var áætlað að afli þeirra væri tæpar 7 milljónir tonna, en eftir að Kínverjar létu aflaskýrslur sínar í té, kom í ljós að fiskaflinn var allmiklu minm en talið var, eða á bilinu 4,6 til 4,7 milljónir tonna árlega. Algengt er að menn haldi að fáar fisktegundir gefi af sér mestan hluta heimsaflans, en svo er þ° ekki í raunveruleikanum. Þær fisktegundir sem gáfu af sér meir en 100.000 tonn, hver um sig, vorn 69 og samanlagður afli þessara aðalfisktegunda 200 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.