Ægir - 01.04.1980, Qupperneq 25
Var 37,2 milljónir tonna, en eftir stendur 35,1 milljón
tonna, eða tæplega helmingur heimsaflans. Sú fisk-
tegund sem mest var veitt af var sardínan sem gaf
af sér tæpar 5 milljónir tonna. í öðru sæti var
Ataska ufsinn og voru veiddar tæpar 4 milljónir
tonna af honum. í þriðja sæti varð makríllinn,
en af honum veiddust 3,3 milljónir tonna og í
(jórða sæti varð loðnan með tæpar 3,2 milljónir
l°nna sem er 800.000 tonnum minna en árið áður.
Mikill hluti fiskframleiðslu Norðurlandanna
hefur fram til þessa verið seldur til Bandaríkjanna,
en þar sem verðgildi dollarans hefur farið lækkandi
Santfara auknu framboði vestanhafs, hafa viðskipti
Peirra við Vestur-Evrópu farið ört vaxandi á þessu
Sviði, en Kanadamenn tekið að sér að sjá Banda-
r‘kjamönnum fyrir sjávarvöru í ríkara mæli. Ný-
®gar markaðskajinanir Kanadamanna í Banda-
rit<junum hafa þó gefið til kynna, að nú þegar
Se offramboð á nokkrum fisktegundum þar í landi
Vegna aukinna fiskveiða Bandaríkjamanna sjálfra.
eiknað er með að þorskveiðar Kandamanna eigi
^tlr að aukast úr 380.000 tonnum á sl. ári í
0-000 tonn 1985, en til samanburðar var þorsk-
a|"nn aðeins 233.000 tonn 1977. Til að selja
1 þetta magn munu Kanadamenn verða að
0rnast inn á hinn sterka Evrópumarkað og Japan,
auk saltfiskmarkaða Suður-Ameríku og Afríku.
^amningaviðræður eru þegar í gangi milli Kanada
°8 EBE um að hinir síðarnefndu lækki tolla á
tlski frá Kanada.
' nýútkomnum „Tæknitíðindum" Rannsóknar-
st°fnunar fiskiðnaðarins er birtur úrdráttur úr
j n®n skýrslu um kolmunna og kolmunnavinnslu.
n>ðurlagi þessa úrdráttar segir:
'>Kolmunnaveiðar við ísland eiga að geta
aukist verulega og raunhæft væri að stefna að
a-rn-k. 200 þúsund tonna veiði árlega. Fyrstu árin
Þyrfti að gera ráð fyrir blönduðum veiðiskap,
P-e- landa hluta kolmunnans úr hverri veiði-
ero til bræðslu og hinn hlutinn færi í vinnslu til
Hjunneldis, vegna þess að í landi er ekki til næg
a staða til vinnslu á neyslufiski og eins hitt að
^urkaðir fyrir kolmunna til neyslu eru óvissir.
Urrkun kolmunnans getur farið fram á sama
att °g þurrkun annars smáfisks og skapast þá
samfelldara hráefnisframboð. Einnigþarfað 3
) vera
nægilega stór markaður fyrir þessa vöru. Tölu-
verður markaður virðist vera á Norðurlöndum og
víðar fyrir þurrkaðan smáfisk í gæludýrafóður og
stór markaður er fyrir smáfiskaskreið til mann-
eldis í Nígeríu. Eins og áður er nefnt er fram-
leiðsla á kolmunnaskreið sú vinnsla, sem skilar
mestum arði.
Fiskverkendur og neytendur hafa ekki ennþá
viðurkennt kolmunnann sem nýja tegund, heldur
er sífellt reynt að framleiða úr honum afurðir,
sem eru sambærilegar við þá fiskrétti sem nú
þegar þekkjast á markaðnum. Kolmunninn
hentar ekki vel í þessa fiskrétti og þar af
leiðandi er markaðsverð kolmunnaafurða um
70% lægra en fyrir sambærilegar þorskafurðir.
Engin tæknileg vandkvæði eru á því að veiða
og vinna kolmunnann í afurðir til manneldis.
Málið snýst því raunverulega um það verð, sem
framleiðendur geta borgað fyrir hráefnið. Verðið
er mjög háð markaðsverði fullunninnar vöru,
sem þarf að vera það hátt, að ekki verði tap
á rekstrinum“.
Myndin er af flotkví sem norska fyrirtækið
Hjorundgavaag Verksted er að smíða fyrir Burma-
menn og er henni ætlað að taka fiskiskip til við-
gerða og viðhalds. Flotkví þessi er fær um að lyfta
800 tonna þunga, en auðvitað er ekkert því til fyrir-
stöðu að smíða flotkvíar í öllum stærðarflokkum.
Bygging þessi er öll rafsoðin saman, en farið er
eftir kröfum Norska Veritas í fiokki * 100A1 við
verkið.
Ef einhverjum dytti í hug að nota mætti þessi
verkfæri hér á landi ætti ekkert að vera því til
fyrirstöðu að íslendingar smíðuðu sjálfir slíkar
fiotkvíar sem vafalaust yrði kærkomið verkefni
fyrir skipasmíðaiðnað okkar.
ÆGIR — 201