Ægir - 01.04.1980, Page 27
ýeiðunum en þeim er notuðu til þess langan tíma.
Eg tel að þetta komi skýrt fram á myndinni. Þar
Sest að þeir sem ekki skiluðu skýrslum (rúðu
strikuðu súlurnar) voru yfirleitt lengur við veið-
arnar en þeir sem skýrslum skiluðu (skástrikuðu
súlurnar) haustið 1978.
^ erðmætakvótinn
Þegar Hörður ræðir um verðmætakvóta segir
hann:
<,Að síðustu langar mig til að minnast lítillega á
þú grein í leyfinu, sem fjallar um það að ef við
fáum 0f mikið af smásíld megum við veiða allt að
700 tonnum. Mín skoðun er sú að þarna sé um tóma
hlekkingu að ræða. Og hef ég lítillega athugað
Þetta nú síðustu daga.
Ráðuneytið fór eitthvað á stúfana til að athuga
v°ft ekki væri hægt að gera eitthvað til þess að
amla því að smásíld væri ekki hirt. L.Í.Ú. mun
afa svarað því til að sjálfsagt væri að hirða alla
súd, fengju skipin aukinn kvóta lentu þau í óhag-
stæðri aflasamsetningu. Þetta fékk góðan hljóm-
8runn hjá embættismönnum og síðan var leitað til
^irannsóknastofnunarinnar og þá kemur fram
Su tillaga sem skráð er í leyfið og hljóðar svo:
„Leyfilegur hámarksafli samkvæmt veiði-
leyfi þessu eru 250 tonn. Þó þannig að leyfi-
legt er að veiða umfram 250 tonn allt að 300
tonnum ef aflaverðmæti er lægra en sem svarar
01 250 tonna afla miðað við stærðarsamsetn-
■nguna 25% af stærðinni 33 cm og lengri, 25%
af stærðinni 30 að 33 cm, 40% af stærðinni 27
að 30 cm og 10% af stærðinni undir 27 cm. 4/7/.
skal þó alcírei verða meiri en 300 tonn.“
■ Nú hef ég aflað mér upplýsinga um stærðardreif-
lngu nótasíldar haustið 1978 og þá voru víst allir
n°tabátar að veiða smáa og lélega síld eftir því sem
mer skylst.
En hvernig lítur þetta nú út?
stór
OttUisíld
srná
undir
ófgangur
' leyfmu sej
skammt þurfi:
yfir 33 cm 44%
30-33 cm 19%
27-30 cm 24%
27 cm 13%
0
til þess að öðlast v
25% í stórt
25% í 30-33
ÍS% í 27-30
0% undir 27
var í fyrra 44%
19%
24%
13%
Svona fer oft um góðar tillögur. Ég spurði uppi
í ráðuneyti um hlutfallstölur frá því í fyrra, en þær
höfðu þeir ekki. Dettur svo nokkrum ykkar í hug
að aflasamsetningin verði það miklu óhagstæðari
en í fyrra. Nei, þessi grein leyfsins er að mínu mati
alveg út í hött og að enginn bátur komi til með að
veiða meira en 250 tonn út á hana.“
Herði finnst skjóta skökku við að því er varðar
mat á afla og þeim ásökunum að haustið 1978 hafi
mikið verið veitt af smásíld. Hér ruglar hann saman
veiði og lönduðum afla en þetta tvennt tel ég að
hafi verið mjög ólíkt það haust sem hér er til um-
ræðu einkum vegna þess hve síld var oft ekki hirt.
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að Hafrannsókna-
stofnun átti engan beinan þátt í gerð veiðileyfa
haustið 1979 og ennþá síður í framkvœmd veiðanna.
Hitt er rétt hjá Herði að ráðuneytið bað okkur um
spá um skiptingu hringnótaaflans eftir stærðar-
flokkum fyrir haustið 1979. Þessi spá var að sjálf-
sögðu gerð og hún virðist hafa verið höfð til hlið-
sjónar í skiptingu þeirri sem miðað er við í síld-
veiðileyfinu. Samkvæmt þeirri skiptingu telst mér
til að verðmætakvótinn hefði átt að vera miðaður
við 250 tonn eins og sýnt er á 1. töflu eða 22.037
þús. kr. á skip. Nú vill svo til að fyrir liggja tölur
um stærðarflokkun aflans skv. mati Framleiðslu-
eftirlits eins og hann varð. Miðað við 250 tonna
afla telst mér til að verðmætið hafi því að meðaltali
1. tafla. Útreikningur á verðmætakvóta
skv. ákvæðum síldveiðileyfa haustið 1979.
Verð per Skipting A fli i Verðmœti
cni kg. kr. aflans i % tonnum í þús. kr.
33 131 25 62.5 8.187
30-33 90 25 62.5 5.625
27-30 68 40 100.0 6.800
27 57 10 25.0 1.425
Samtals 100% 250 22.037
2. tafla.
Verð Skipting Afli i Verðmæti
cm per kg afians tonnum i þús.kr.
1979 i%
33 131 26.23 65.58 8.590
30-33 90 33.42 83.55 7.519
27-30 68 31.38 78.45 5.335
25-27 57 7.30 18.2 1.040
25 1.67 4.18 ekki
verðlagt
Samtals 100.0 250 22.484
ÆGIR — 203