Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1980, Page 33

Ægir - 01.04.1980, Page 33
^!>e kelandic cod stock, both total stock attd spawning stock dnri mR 1955-1980 (22). 65-1970 hljóta að leiða hugann að þeim miklu . reytingum til hins verra sem urðu í sjónum við ís- nnc* (7. mynd) og Grænland (3. mynd) einmitt á Pessum sömu árum. Þessar breytingar hröktu eins áður sagði síldina burt af Norðurlandsmiðum , )' °g þær hafa einnig að líkindum haft sín áhrif 3 loðnuklaks á íslandsmiðum (11). Vl verður hér ályktað, að ástand sjávar eigi einr>ig hlut að máli hvað varðar þorskgöngur t.d. ^ra Grænlandi til íslands 1965-1970. Það voru þá Vrst og fremst slœm lífskilvrði í sjónum við Grœn- ond ef,ir I965 en ekki uppruni þorsksins, sem þá laru/14 ^Unn a m-k- a<3 hluta frá Grœnlandi til ís- ^ Til hvers skyldi þorskurinn líka leita „heim“ ef v^ninSarskilyrði væru góð úti við Grænland? Það Pa enn svo farið með grænlenska þorskinn eins j-, n°rsk-íslensku síldina áður, að versnandi veður- str norðurslóða sagði til sín og minnti okkur á umamótin í hafinu, sem eru þó þannig að þorsk- a> Vm við ísland virðist hlíft. Minnkandiþorskstofn ^v'V andsmiðum verður að skrifast á sóknina (5,28). lg° ^rá^aðsýnasighvortárgangarnirfrá 1973 og fSl *la^' komist upp við Grænland og skili sér á ið • ,Smi® a næstu árum, hvort sem er vegna erf- ra s ilyrða ísjónumviðGrænlandeðaafheimþrá. Lokaorð Ályktanir þessarar greinar um þorskinn við ís- land og Grænland eru mjög í samræmi við niður- stöður Jóns Jónssonar, forstjóra Hafrannsókna- stofnunarinnar, en hann segir á einum stað (9): „Þótt sjávarhiti við ísland virðist ekki hafa mikil áhrif á viðkomu þorsksins þar, geta sveiflur í hita- stiginu við Grænland haft mjög mikil óbein áhrif á þorskveiðar okkar, því lækki hitastig mjög við Grænland er ekki ósennilegt að þorskur sæki þaðan í auknum mæli til íslands til hrygningar." Þessi beina tilvitnun lýsir bjartsýni á afkomu íslenska þorsksins, en reyndin varð sú að hitastigið lækkaði svo mjög við Grænland eftir 1965 að nær varð sjóðþurrð í útibúi okkar þar. Við hugðum lítt að okkur um 1965, að vonum e.t.v., en upplýsingar um hnignun þorskstofnsins birtust þó þegar árið 1966 (sjá t.d. 29). Segja má, að hin fyrstu teikn þess sem koma skyldi vœru á lofti (sbr. t.d. 19,20 og „svörtu skýrsluna" \915),þegar þorskurinn yfirgaf Grœnlandsmið í versnandi veðurfari og fyllti íslendinga nýrri bjartsýni og sóknarhug, sem leiddi aftur til þess að þorskurinn varð ofveiddur á íslandsmiðum. Þetta telur höfundur vera eitt af meginatriðunum í þessum greinaflokki. Eftirmáli greinaflokksins Greinaflokki þeim sem lýkur að sinni var ætlað á einfaldan hátt að lýsa breytingum á ástandi sjávar hér við land og áhrifum þeirra á lífið í sjónum (7. mynd), bæði til fróðleiks almennum lesanda, og vonandi einnig til að draga nokkurn lærdóm af og auka skilning og þá framsýni á þessum mikilsverða þætti fyrir lífsviðurværi íslendinga. Ýmsu efni hefði mátt bæta við, t.d. um aðra fiska en síld, loðnu og þorsk, og samband þessa alls við breytilegt ástand í lofthjúpn- um, „spár“ um framvindu og þá einnig reynslu af reiknilíkönum og e.t.v. hugleiðingum um náttúruleg eða líffræðileg eðlislögmál fisksins í breytilegu umhverfi og í samfélagi við aðrar lífverur. Hér verð- ur þó staðar numið. Að lokum þakkar höfundur starfsmönnum Fiski- félags íslands fyrir hvatningarorð, sérstaklega Má Elíssyni fiskimálastjóra og Birgi Hermannssyni ritstjórnarfulltrúa. Starfsbræður á Hafrannsókna- stofnuninni eiga þakkir skilið fyrir veitta aðstoð og holl ráð, sérstaklega þau Jóhannes Briem og Sig- þrúður Jónsdóttir, sem og sérfræðingar stofnunar- innar yfirleitt fyrir ráð og ritstörf hver á sínu sviði. ÆGIR — 209

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.