Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Síða 52

Ægir - 01.04.1980, Síða 52
Afmæliskveðja: Hans G. Andesen sextugur Hinn 12. maí á s.l. ári varð Hans G. Andersen, sendiherra, sextugur. Þó nokkuð síðbúnar séu, þykir ekki annað hæfa en að birta árnaðaróskir honum til handa á síðum Ægis, bæði vegna fram- lags hans á sviði hafréttar- mála, sem fært hafa ís- lenzkum sjávarútvegi og þar með þjóðinni í heild ómælt gagn, svo og hins að birzt hafa eftir hann margar greinar í Ægi bæði um þróun hafréttarmála undanfarna áratugi og ekki sízt um III. Hafréttar- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hans G. Andersen er fæddur 12. maí 1919 í Winnipegborg í Kanada, sonur Franz A. Andersen, endurskoðanda og konu hans Þóru Guðmunds- dóttur. Hann aflaði sér mikillar oggóðrar menntun- ar, tók stúdentspróf frá MR 1937 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1941. Nám í þjóðarétti stundaði hann við þrjá þekkta erlenda háskóla, í Toronto, Kanada, Columbía, New York og Har- vard, Boston, báðir í Bandaríkjum N. Ameríku. Frá þeim síðasttalda hlaut hann L.L.M. gráðu 1945. Að loknu námi hefur hann helgað sig störfum hjá utanríkisráðuneytinu, þar sem hann hefur gengt starfi aðalráðgjafa á sviði þjóðréttarmála allt frá árinu 1946 og verið ráðunautur ríkisstjórna í land- helgismálinu frá 1947. Auk þessa, sem í flestum löndum er talið ærið starf einum manni, var hann um langt árabil í sendinefnd fslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sendiherra landsins i mörgum löndum með aðsetri í Frakklandi, Svíþjóð, Noregi og nú si ast í Bandaríkjunum. Fjölda annarra trúnaðar- starfa hefur hann rækt fyrir þjóðina, sem ekki verða rakin her. í"5’ Cr sJávarútveginn varða mest, hafa samt yenð a vettvangi landhelgis- og hafréttar- mala. Ma , þv, sambandi ekki láta hjá líða að nefna undirbuning að setningu Landgrunnslaganna 1948, sem ollu þattaskilum. Eins og alþjóð veit eru þau sá grunnur, sem útfærslafiskveiðilögsögunnaræsíðan byggðist á. Hans var formaður íslenzku sendinefndarinnar á I. og 11. Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem haldnar voru í Genf 1958 og 1960. Ásamt félög- um sínum, Davíð Ólafssyni og Jóni Jónssyni, að ógleymdum Árna Friðrikssyni, sem veitti nefndinni mikilsverða aðstoð, unnu þeir þrekvirki, sem seint verða fullmetin. Með þessu er raunar ekki öll sagan sögð, því að alllangur aðdragandi var að ráðstefn- unni, og störf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, sem Hans tók virkan þátt í. Hans er einnig formaður íslenzku sendinefndar- innar á III. Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna, sem hófst síðla árs 1973 og stendur enn. Und- irbúningur þeirrar ráðstefnu var alllangur, þ.m- taldir undirbúningsfundir á vegum Hafsbotns- nefndar Sameinuðu þjóðanna, er hófst árið 1970. Ástæðan til þessa langa aðdraganda og ráðstefnu- halds er raunar auðskilin, þegar þess er gætt hversu víðtækt er umræðu- og málefnasvið ráðstefnunnar. Þar er fjallað um fiskveiðar, fiskvernd og fiskveiði- lögsögu, svo og efnahagslögsögu strandríkja í víðara skilningi, réttindi og skyldur strandríkja. Fjallað er um fiskveiðar og auðlindir á úthöfum og nýtingu hafsbotnsins, stjórn þessara mála, og hverj- ir njóta eiga arðsins. Varnir gegn mengun, svo og vísindalegar rannsóknir eru viðkvæm mál og erfið og þá ekki síður siglingar, réttindi og skyldur sigl- ingaþjóða og strandríkja í því sambandi. Af þeirri upptalningu, sem hér greinir, og gefur hún þó engan veginn fullnægjandi upplýsingar um margbreytni þessara mál, né hve flókin þau eru, má samt ráða, að það er ekki á neins meðalmanns fmr* að vera í fyrirsvari málstaðar þjóðar sinnar á þess- ari ráðstefnu. Fer ekki á milli mála, að samdóma álit samstarfsmanna hans í nefndinni, andstæðinga jafnt sem samherja meðal annarra sendinefnda þjóða er, að Hans hafi rækt þetta starf með rniklum ágætum og sóma. í þessu efni má raunar heldur ekki gleyma strand- ríkjahópnum svonefnda, sem gegnt hefur lykilhlut- verki á ráðstefnunni að afla málstað 200 mílnu efnahagslögsögu brautargengis. Hans G. Andersen hefur verið þar í forystusveit og átti raunar hvað drýgstan þátt í því, að til þeirrasamtaka varstofnað, að ekki sé tekið dýpra í árinni. Hans er kvæntur Ástríði Helgadóttur. Hefut heimili þeirra ávallt verið rómað fyrir höfðingsskap, gott viðmót og góðan beina gestum og gangandi- Eru þeir ófáir, er notið hafa gestrisni þeirra. M.El- 228 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.