Ægir - 01.04.1980, Qupperneq 57
fremstu lest (kælilest) og hins vegar fyrir RSW-
kæligeyma. Fyrir kælilest er ein Bitzer VW kæli-
Þjappa, afköst9550 kcal/klst við -H0°C/-/+30°C,
°g er kælimiðill Freon 22. Fyrir kæligeymana er
kælikerfi frá Kværner Kulde A/S með tveimur
kæliþjöppum af gerð V 92-6, afköst 140000
kcal/klst við +5°C/-/ +25°C hvor, sem drifnar eru
af 42 KW rafmótorum, kælimiðill Freon 22. Fyrir
kerfið er ein sjóhringrásardæla frá Allweiler af gerð
NT 125-250/255, afköst 350 m3/klst við 10 m VS,
drifin af 20 KW rafmótor. Afköst kælikerfis leyfa
kælingu á 78 tonnum af sjó frá 15°C í 0°C á 4 klst.
Tyrir matvælakæli er ein Bitzer II L kæliþjappa,
afköst 1670 kcal/klst við -10°C/-/+30°C og er
kælimiðill Freon 22.
fbúðir:
I íbúðarými á neðra þilfari er fremst s.b.-megin
^orðsalur, þá eldhús, kæld matvælageymsla búin
frystikistum, og einn 2ja manna klefi aftast.
^•b.-megin í íbúðarými er fremst verkstæði og
vélarreisn en þar fyrir aftan fjórir 2ja manna
klefar. Fyrir miðju eru tveir salernisklefar, gufu-
f*aðstofa, hvíldarherbergi með tveimur sturtum og
emn eins-manns klefi.
I íbúðarými á efra þilfari eru þrír eins-manns
klefar, tveir salernisklefar, stakkageymsla og vélar-
reisn en aftast í þessu íbúðarými er geymsla og
Wrkstæði.
1 íbúðarými á bátaþilfari eru íbúðir skipstjóra
°8 I- vélstjóra, sem skiptast í setustofu og svefn-
k'efa en snyrting er sameiginleg. Á þessari hæð er
auk þess klefi fyrir rafbúnað, klefi fyrir loft-
ræstibúnað og vélarreisn.
I brú er stýrishús fremst og í s.b.-hluta, tækja-
klefi og snyrting b.b.-megin, og vindustjórnklefi
aftast s.b.-megin samtengdur stýrishúsi.
Utveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með
25 mm steinull og klætt innan á með plast-
uðuðum spónaplötum.
F'skilestar:
Lestar undir neðra þilfari eru þrjár; fremsta lest
' )> sem er 235 m3, er búin sem kælilest; miðlest
DD, sem er 255 m3, og aftasta lest (111), sem er
10 m35 em ^nar sem RSW-geymar. Tvö lang-
s ‘Psþil mynduð með stálstoðum og áluppstill-
’ngu skipta fremstu lest í þrjú hólf, tvö síðuhólf
°g eitt miðhólf, en tveimur aftari lestunum er hvorri
skipt með langskipsþilum úr stáli í þrjá geyma,
Sern búnir eru sjókælingu. Á framangreindum
langskipsþilum í sjókæligeymum eru vökvaknúnar
rennilúgur, sem veita aðgang að síðuhólfum frá-
miðhólfi. Kælilest, og útþil og loft kæligeyma,
eru einangruð með polyurethan og klætt er með 5 og
6 mm stálplötum. f kælilest eru kælileiðslur í lofti
lestar, en kælielement fyrir RSW-geyma eru í
hjálparvélarými.
Lestarými á milliþilfari afmarkast af andvelti-
geymi að framan o,g íbúðaþili að aftan, og er því
skipt í þrjár lestar með tveimur þverskipsþilum
úr stáli (lestar IV A, B og C). Tvær vatnsþéttar
stálhurðir eru á hvoru þverskipsþili, sín hvoru
megin. Hverri lest er skipt í þrjú hólf, tvö síðu-
hólf og eitt miðhólf, með tveimur langskipsþilum,
að hluta úr stáli og að hluta úr álflekum.
Á fremstu lest (I) er eitt lestarop (2400x 1800 mm),
búið stállúguhlera á lömum með fiskilúgu fyrir
miðhólf, og tvær litlar fiskilúgur (600x600 mm),
sín lúgan fyrir hvort síðuhólf fremstu lestar. Á
hverjum kæligeymi er eitt lestarop (2400x1800 mm)
búið stállúguhlera á lömum með fiskilúgu. Á neðra
þilfari eru auk þess boxalok og niðurgangslúgur.
Á efra þilfari eru samsvarandi lestarop, upp af
lestaropum á neðra þilfari, eitt fyrir fremstu lest,
auk þess fiskilúgur sem veita aðgang að síðuhólfum;
þrjú lestarop fyrir miðlest með tilsvarandi lúgu-
hlerum, og samsvarandi fyrirkomulag fyrir öftustu
lest. Lúguhlerar á efra þilfari eru úr áli á lömum,
búnir fiskilúgum.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindu- og losunarbúnaður er vökvaknúinn (há-
þrýstikerfi) og eru vindur og fiskidælur frá Rapp
Hydema A/S, kraftblökk og færslublakkir frá P.
Bjorshol Mek. Verksted og kranar frá Maritime
Hydraulics A/S.
V*'
Hluti vindu- og losunarbúnaðar, afturþilfar.
ÆGIR — 233