Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 20
sínum, en verið misjafnlega áleitinn og stórtækur og stundum jafnvel dregið sig svo lævíslega lengi í hlé, að íslendingar gleymdu því, að hann lægi í leyni þarna norður frá. En því megum við fagna, að við erum betur búin að takast á við vanda af slíku tagi fyrir sakir sjálfstæðis okkar, tækni og þekk- ingar og væntum þess, að svo fari fram sem horfir. Skal hér ekki fjölyrt um sögu hafíss við ísland, heldur reynt að gera lítillega grein fyrir tækni, sem notuð er nú á tímum við athuganir og könnun á hafís. Þess skal getið, að ekki mun gefast ráðrúm til þess hér að fjalla um ýmsar forvitnilegar sérgreinar svo sem eðli íss, vatns í frosnu ástandi, eða breytingar á hafísmagni í Norður-íshafinu og við Suðurheimskaut, en sveiflur þessar eru í nánum tengslum við veðurfarsbreytingar á jörðinni, jafnvel víðs fjarri pólarsvæðunum. Enn hefði mátt segja frá ísbrjótum og öðrum mannvirkjum, sem standast eiga heimskautaloftslag. Tvennt stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum, tvö óvenjuleg tilvik, sem ég hefði ekki viljað án vera og þakka áhuga mínum á hafís — og á hinn bóginn hafa atvik þessi gert sitt til að auka áhug- ann. Annað atvikið er persónulegt, hitt fræðilegt. Hið fyrra var staðbundið og einstakt í lífi mínu, hið síðara hefði getað gerzt hvar sem var. Persónulega, staðbundna atvikið gerðist í leið- angri árið 1972 norður í Baffinsflóa milli Kanada og Grænlands. Við vorum staddir á ísbrjóti í / 40 sliga frosti í Baffinsflóa. miklum ís. Einn daginn gengum við út á ísinn og nokkrir okkar fóru nokkra kílómetra að borgar- ísjaka, sem var fastur í ísnum, og bar við himin- í tign sinni varpaði hann löngum skugga heim- skautasólarinnar langt út á klungrótta íssléttuna. Göng voru inn í ísjakann og þegar ég snart græn- glæran vegginn í hellinum vissi ég, að þessi stund yrði mín fyrsta og síðasta af þessu tagi. Hitt atvikið var fræðileg útskýring á vanda- máli um hafís og verður ekki lýst nánar hér, en mér þykir í rauninni athyglisvert, að nokkuð sérstæðar ytri aðstæður skifta ekki máli hér. Ég var staddur í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington, á alþjóð- legu þingi um fjarkönnun á hafís, könnun úr gervi- hnöttum. í hádegishléi rölti ég út í sumarblíð- una með frægum rússneskum sérfræðingi í þessum efnum. í rauninni áttaði ég mig ekki á því fyrr eu að loknum göngutúrnum, að leið okkar Rússans hefði legið um geim- og eldflaugasafn Banda- ríkjanna þar, sem stillt var upp sigrihrósandi tækm- undrum gestgjafaþjóðarinnar. Hér skifti leik' sviðið engu máli. En nú skulum við koma okkur að efninu meó þeim varnaðarorðum, að erfiðleikum er bundió að ræða um efni þessi án fjölda línurita og skýr' ingarmynda. Fjarkönnun Fullkomnasta tækni nútímans er nú komin 1 gagnið, við könnun á útbreiðslu og eðli hafíssins við heimskautin. Má til dæmis nefna mjög fjöl' breytileg og næm mælitæki og skynjara, sem komió er fyrir í gervihnöttum. Þess skal getið að könnun úr Hugvélum og gervihnöttum hefur verið kölluó einu nafni fjarkönnun. Orðið „gervihnöttur", uóa „gervitungl", hefur mér alltaf fundizt heldur óvirðu- legt orð um mikilfenglegasta tækniundur mann- kynssögunnar, en í stað þess mun ég leggja til nð kalla gripinn „tyngling", lítið tungl. En gervi' hnöttur, sem notaður er við skoðun á skýjum hitafari andrúmslofts, hefur reyndar verið kallaður veðurtungl. Eins og kunnugt er eru tynglingar til margra hluta nytsamlegir, en notkun þeirra olli t.d. straum- hvörfum við könnun lofthjúps jarðar og þar mec ýmsum sérgreinum veðurfræðinnar. En á hvern hátt hafa þeir helzt komið að notum við fjar' könnun á hafís? Tynglingar eru notaðir til að taka myndir af borði jarðar og er þeim skift í tegundir eftir tíðni 324 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.