Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 38

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 38
ódýraslan hátt. Þetta kann að hljóma háleitt og vera má að menn verði að sœtta sig við eitthvað lœgra en þennan hefðartind; en viðleitni verðum við að sýna.“ Margt fleira er vel sagt í þessu erindi og miklu betur en hér, m.a. um kosti og lesti mismunandi fiskveiðistjórnkerfa. Erindið sem er ýtarlegt og yfirgripsmikið birtist í heild í októberhefti Ægis 1979, en hefur sennilega ekki náð augum nægilega margra í stjórnmálaþoku næstu mánaða á eftir. Og viðleitni til að ná þessu háleita en sjálfsagða markmiði höfum við ekki sýnt ennþá. Ég legg til að við byrjum áþvíað leyfisbinda allar veiðar án marktæks endurgjalds og kvóta- skipta loðnu og öllum þorski á milli skipa nema handfœra- og línuveiðar smábáta verði undan- þegnar. Þetta er engin óskabyrjun en sú skásta sem ég sé og eflaust nógu stórt skref í einu að margra dómi. Ýmis kvótakerfi önnur en skipting á skip. Þó að oftast sé átt við skiptingu afla á skip þegar rætt er um kvóta, þá er rétt að geta þess að fleiri aðferðir koma til greina. Heildarkvóta yfir árið geta stjórnvöld ekki framfylgt. Það sýna dæmi síðustu ára. Sú tilraun með styttri tímabil, 3-4 mánuði sem nú stendur yfir virðist ætla að verða vandmeðfarin líka. Kvóta í enn styttri tímabil t.d. I mánuð stranda m.a. á því að upplýsingastreymi og aflaskýrslugjöf, er of hægfara eins og er og skipulagning til að ná hraðari upplýsingasöfnun þarfnast undirbúnings sem ekki er byrjað á ennþá. Á vetrarvertíð getur hver dagur þýtt nokkur þúsund tonn í þorskafla og ekkert minna en daglegt áreiðanlegt yfirlit dugar til að geta stjórnað veiðum skv. „mánaðar kvótakerfi.“ Önnur tegund kvótakerfis er landfrœðileg skipt- ing. Er þá stundum talað um vel afmarkaða lands- hluta, kjördæmi, sýslu eða jafnvel einstök byggðar- lög. Nú er það svo í okkar litla landi að lands- hlutarígur og togstreita eru nógu áberandi og ekki af hinu góða. Það liggur í augum uppi að skipting þorskafla á landshluta eða byggðarlög gerist ekki þegjandi og hljóðalaust. Það er alveg sama hvaða nafni menn kalla slíka skiptingu, hún mun valda heiftarlegum deilum. Slagorð eins og ,,sam- rœming veiða og vinnslugetu á hverjum stað“ hljóma kannski vel en eru því miður óframkvœm- anleg a.m.k. verður seint náð fram réttlátri skipt- ingu á þennan hátt og ekki held ég að „heimamenn" í hverju héraði eða kjördæmi kærðu sig um að annast skiptingu milli byggðarlaga. Þó að við getum ekki stuðst að öllu leyti við reynslu annarra í þessu frekar en öðru þá má minna á það að Norð- menn gáfust upp við að nota aðra aðferð en afla á skip til kvótaskiptingar. Úthlutun afla á vinnslustöðvar finnst mörgurn óhugnanlega líkt léns- og leiguliðaskipulagi mið- alda, og víst er um það að vandfundin verður réttlátasta skiptingin hér í landi kunningsskapar, frændsemi og hreppapólitíkur. Miðstýrð þorsklöndun sbr. Loðnunefnd hugsanleg en feikilega flókin og erfið í framkværnd- Afkastageta vinnslustöðva er illa skilgreint hugtak. „Heimabátar" fyndu alltaf smugu og raunar sé ég fáa kosti slíkrar stýringar þó að upplýsingamiðstöð af þessu tagi geti átt rétt á sér sem hluti af frjálsu fiskmiðlunarkerfi. Ókostir kvótaskiptingar Það er augljóst að ýmsir ókostir fylgja kvóta- skiptingu og seint verður tryggt fullkomið réttlætj að allra dómi hvaða hátt sem menn hafa á slíkrx skiptingu. Auðvitað er hér um illa nauðsyn að ræða vegna þess að fiskveiðiflotinn er alltof stór eða „skortir verkefni“ eins og sumir nefna það. En það flókna og þó ófullkomna stjórnunarkerfi sern menn hafa hingað til notast við er orðið gersarn- lega óviðunandi og það verður æ fleirum ljóst, eins og þingmaðurinn og fiskverkandinn af Snæfells' nesi sagði um daginn. Algengasta og háværasta mótbáran gegn kvóta- skiptingu er líklega sú að hún dragi alla döngun úr sjómönnum, að aflamennirnir fái ekki að njóta sín og skussarnir séu gulltryggðir um aldur og ®fi- En menn hljóta að geta sýnt það ífleiru en þvii,('1 koma með flest kíló af þorski á land að þeir eru öðrum fremri. Hvernig væri að taka upp Þa^ keppikefli hver hefði mest verðmætin eða mestan afrakstur? Hvernig væri að leyfa hagkvæmum rekstri að njóta sín, raða mönnum upp eftir verð- mætum sem kvóti þeirra gefur, ef endilega þarfa undirstrika samkeppnina. „Skussarnir" hljóta að heltast úr lestinni a.m.k- ef fiskverð verður áfram ákveðið eftir einhverr' „meðalafkomu". Önnur viðbáran er sú að við munum festast > þessu kvótakerfi, það er að aðilar, sem í uppha 1 fái úthlutað aflakvóta, muni um aldur og æfi hafa aðgang að aulindum sjávarins umfram aðra. Hér er 342 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.