Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 36
Dr. Björn Dagbjartsson: Þarf að stjórna fískveiðum Islendinga? Nýlega flutti kunnur skipstjóri af Austfjörðum jómfrúræðu sína á Alþingi. Ekki veit ég hversu margir þingmenn hlýddu á hann né heldur hve margir hafa lesið ræðuna, en hún birtist í Morgun- blaðinu. Enginn andmælti skipstjóranum í þinginu og ég hef heldur ekki rekist á mótmæla- skrif í blöðum, þau andmæli hafa a.m.k. ekki farið mjög hátt, en annar þingmaður úr öðru landshorni og öðrum flokki nefndi það líka skömmu seinna í þingræðu að kvótaskipting gæti e.t.v. komið til greina. Þó er alveg útilokað að allir hafi verið skipstjóranum sammála. Hann lýsti nefnilega afdráttarlaust þeirri skoðun sinni að stjórn á þorskveiðum næðist ekki nema með kvótaskiptingu í einhverri mynd. Hér talaði einn af reyndustu skipstjórum okkar, maður sem stundað hefur sjó að staðaldri í áratugi, horfði á síldina hverfa og hefur tekið þátt í togarakapphlaupinu frá upphafi. Það getur ekki verið að hann hafi ekki vit á því sem hann er að segja. Það er a.m.k. ekki hægt að af- greiða hann með þeim orðum á sama hátt og okkur landkrabbana. Um fátt hefur verið meira rætt á íslandi á undan- förnum árum, að verðbólgunni einni frátekinni, en fiskveiðistjórnun. Upp á síðkastið hefur um- ræðan æ meira beinst að skömmtunaraðferðum enda eðlilegt þar sem takmarka þarf sókn í flesta eða alla okkar fiskstofna. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að reyna að takmarka sókn og vernda íslenska fiskstofna fyrir ofveiði en tekist misjafnlega. Stjórnunartilraunirnar hafa mistekist í tveim veigamiklum atriðum. Fiskveiðiflotinn hefur stækkað jafnt og þétt og það ásamt öðru hefur stuðlað að auknum tilkostnaði við veiðarnar og í öðru lagi hefur ekki tekist að halda aflamagni á þorski og loðnu, tveim afurðamestu stofnunum, innan þeirra marka sem ákveðin hafa verið. Þau hafa þó oftast verið mun rýmri en vísindamenn hafa talið ráðlegt. Sums staðar hefur tekist betur að halda aflamagni innan skynsamlegra marka, t.d- við síldveiðar og skeldýraveiðar, en bátafjöldi og tilkostnaður og þar með hráefnisverð er enn alK of hátt við þennan veiðiskap líka. Við þessar veiðar hefur verið beitt kvótakerfi til að skipta afla á skip og byggðarlög og í einstaka tilfellum er fjöld* skipa sem veiða má tiltekið magn af ákveðnum fiskstofni á tilteknu svæði einnig takmarkaður- (rækja, hörpudiskur). En þær veiðar sem þannig er stjórnað eru frekar minni háttar og skipta ekki sköpun fyrir þjóðarbúið eða heilar atvinnustéttir. En þegar að þorskinum kemur þá eru slíkir gífurlegir hagsmunir í húú að allar stjórnunaraðgerðir verða ofviða fram- kvæmdavaldinu. Hvaða aðferðir höfum við reynt til að hafa hemil á þorskveiðum? í allmörg ár hefur það verið viðurkennd stað- reynd að þorskveiðar á íslandsmiðum verði að takmarka ef forða eigi stofninum frá ofveiði og hruni. Hversu langt á að ganga í friðunaraðgerðum er hins vegar mikið deiluefni. Þær aðgerðir seru reynt hefur verið að beita í þessu skyni eru í eðl* sínu tvennskonar: /. Reglur um veiöarfœri: Dæmi hér um eru reglU' um möskvastærðir, reglur um netafjölda á vetrar- vertíð, bann við notkun botnvörpu og flotvörpu á tilteknum svæðum og ýmiskonar fyrirmæli og reglugerðir um gerð og búnað veiðarfæra. 2. Veiðibönn á ákveðnum tímum eða tilteknii'” svæðum. Þessar aðgerðir þekkja allir. Togarar verða að láta af þorskveiðum í 100 daga á ári, þorska- netaveiðar voru bannaðar frá I. maí í fyrra og >('' hásumarið, ekki má veiða þorsk um páska, jól oða 1. viku í ágúst, stórum hafsvæðum er lokað vegm1 smáfiskgengdar eða vegna hrygningar o.s.frv. Þessar aðferðir hafa allar nokkurt gildí 11 340 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.