Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1980, Blaðsíða 14
meira eða minna mæli 1976-1979. Tengsl þessa breytilega ástands við hafís eru þau, að skilyrði fyrir hafís eru varla fyrir hendi í svalstraumi, en pólstraumar bera hins vegar með sér hafís, og nýís- myndun getur einnig orðið í pólstraumi við nægi- legan loftkulda. Þannig berst megnið af hafís Norður-íshafs til suðurs með pólstraumnum (Aust- ur-Grænlandsstraumur) ásamt stöðugri nýísmynd- un í straumnum. í fáum orðum sagt, enginn pól- straumur, enginn ís, en aftur eru líkur fyrir því að pólstraumi fylgi ís, þ.e.a.s. forsendur fyrir hafís eru fyrir hendi í sjónum. Af þessu leiðir að beint sam- band er með pólstraumseinkennum í Austur- fslandsstraumi og hafís fyrir Norður- og Austur- landi. Áhrif þessara breytinga í sjónum fyrir Norðurlandi á líffræðilegt ástand miðanna eru aug- ljós (7, 8, 9, 10) og tengsl þeirra við veðurfars- sveiflur á íslandi (19) og jafnvel víðar (13, 14, 15). Hvað veldur þessum breytingum í hafinu norður og norðaustur af íslandi? Því verður vart svarað í stuttu máli né á einn veg. Þó skal hér í mjög stórum dráttum gerð tilraun til að lýsa aðstæðum á þessu jaðarsvæði mismunandi veðurfarsbelta (pólfrontur). Sé litið á breytingarnar í íslandshafi sem hluta af miklu víðáttumeiri atburðarás, þá hefur verið leitað svara við spurningunni hér að ofan m.a. í hitafari Kyrrahafs (20, 21). Mismunandi varmaskipti lofts og lagar á Kyrrahafi munu hafa áhrif á há- loftastrauma, sem umlykja jörðina alla (Rossby- bylgjur). Þessir háloftastraumar hafa aftur áhrif á myndun hæða og lægða. Ýmist verða norðlægar og suðlægar áttir ríkjandi, eða það dregur úr þeim og vestanvindar verða ríkjandi a.m.k. á ákveðnum breiddargráðum. Fyrra lagið með suðlægu ognorð- lægu vindana hefur stöðugt færst í aukana á norð- anverðu Atlantshafi eftir 1950 (22), og á hafinu milli Grænlands og Norður-Noregs eru það norð- lægu vindarnir sem eiga vinninginn. Þessir norð- lægu vindar hafa síðan e.t.v. aukið ísrekið suður á bóginn og jafnframt geta breyttur loftþrýstingur og vindar haft áhrif á hafstraumana (23). Þessir hafstraumar, sem eru svonefndir eðlisþyngdar- straumar og jafnframt pólstraumar, eiga svo hægt um vik að flytja með sér hafís og skilyrði í sjón- um til nýísmyndunar, eins og sérstaklega er fjallað um í þessari grein fyrir íslandshaf. Reyndar streymir pólsjórinn frá Norður-íshafinu að lang- mestu leyti um Islandshaf á ferð sinni suður á bóginn. Margar aðrar sjógerðir eiga þó einnig hlut að máli í íslandshafi (1, 12), því verður að sjálf- sögðu einnig að líta sér nær bæði í sjó.og lofti en til Kyrrahafs og Norður-íshafs, þegar rýnt er í hvað veldur breytingum á ástandi sjávar hér við land (23, 24). Hér verður engu „spáð“ um framvindu í þessum efnum á íslandsmiðum, þótt e.t.v megi minna a legu landsins við pólfrontinn í sjó og lofti. Lengrj eða skemmri hlýviðris- eða kuldaskeið hér á landi koma því varla á óvart. Reyndar má telja niður- stöður sjórannsókna í Austur-íslandsstraumi ásarnt öðrum veðurfarsathugunum mikilvægt atriði til að skilja kulda- og harðæristímabil fyrri alda hér a landi. Eðlislæg skýring hefur verið gefin á hafísnum og ákveðið orsakasamband veðurfars og ástands sjávar hér við land er staðfest. Heimildir: 1) Unnsteinn Stefánsson 1962 North Icleandic Waters. Rit Fiskideildar 3. 2) Svend-Aage Malmberg 1969 Breytingar á ástandi sjávar milli lslands og Jan Maven síðasta áratug. Hafísinn Ritstj. Markús Á. Einarsson. A.B. 3) Svend-Aage Malmberg 1972 Annual and seasonal hydrographic variations in the Hast Icelandic Current between Iceland and Jan Mayen. Sea Ice confer. Proc. R.r. 72-4. Ed. Þorbjörn Karlsson. Rv- 4) Svend Aage Malmberg. Unnsteinn Stefánsson 1972 Recent changes in the water masses of the East Iceland'c current. Rapp. Proc. Verb. 162. 5) Svend Aage Malmberg 1967 Breytingar á ástandi sjávar milli lslands og Jan Mayen- Ægir 6o; 12. 6) Hlynur Sigtryggsson 1972 An outline of Sea Ice Conditions in the Vicinitv 0 lceland. Jökull 22. 7) Þórunn Þórðardóttir 1977 Primary production in North Icelandic waters in relati°n to recent climatic changes. Polar Oceans. Pol. Oc. Co Montreal 1974. 8) Þórunn Þórðardóttir 1980 Breytingar á frumframleiðni í hafinu norðan lslan 1970-1979. Sjávarfréttir 8. 3. 9) Jakob Jakobsson 1978 j The North Icelandic Herring Fishery and Environmenta Conditions 1960-1968. ÍCES Symp. Biol. Basis Pel- Stock Management. 30. 10) Svend-Aage Malmberg 1979-80 y Ástand sjávar og fiskstofna við Island. Greinaflokkur 1 Ægir 72; 7. 9. 11, og Ægir 73; 4. Q 11) James H. Swift, Knut Aagaard, Svend-Aage Malmberg ^ The contribution of the Denmark Strait overflow to 1 deep North Atlantic. Deep Sea Res. 27A. 12) James H. Swift 1980 Seasonal Processes in the lcelandic Sea with espeCtJ* r 318 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.