Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1980, Side 14

Ægir - 01.06.1980, Side 14
meira eða minna mæli 1976-1979. Tengsl þessa breytilega ástands við hafís eru þau, að skilyrði fyrir hafís eru varla fyrir hendi í svalstraumi, en pólstraumar bera hins vegar með sér hafís, og nýís- myndun getur einnig orðið í pólstraumi við nægi- legan loftkulda. Þannig berst megnið af hafís Norður-íshafs til suðurs með pólstraumnum (Aust- ur-Grænlandsstraumur) ásamt stöðugri nýísmynd- un í straumnum. í fáum orðum sagt, enginn pól- straumur, enginn ís, en aftur eru líkur fyrir því að pólstraumi fylgi ís, þ.e.a.s. forsendur fyrir hafís eru fyrir hendi í sjónum. Af þessu leiðir að beint sam- band er með pólstraumseinkennum í Austur- fslandsstraumi og hafís fyrir Norður- og Austur- landi. Áhrif þessara breytinga í sjónum fyrir Norðurlandi á líffræðilegt ástand miðanna eru aug- ljós (7, 8, 9, 10) og tengsl þeirra við veðurfars- sveiflur á íslandi (19) og jafnvel víðar (13, 14, 15). Hvað veldur þessum breytingum í hafinu norður og norðaustur af íslandi? Því verður vart svarað í stuttu máli né á einn veg. Þó skal hér í mjög stórum dráttum gerð tilraun til að lýsa aðstæðum á þessu jaðarsvæði mismunandi veðurfarsbelta (pólfrontur). Sé litið á breytingarnar í íslandshafi sem hluta af miklu víðáttumeiri atburðarás, þá hefur verið leitað svara við spurningunni hér að ofan m.a. í hitafari Kyrrahafs (20, 21). Mismunandi varmaskipti lofts og lagar á Kyrrahafi munu hafa áhrif á há- loftastrauma, sem umlykja jörðina alla (Rossby- bylgjur). Þessir háloftastraumar hafa aftur áhrif á myndun hæða og lægða. Ýmist verða norðlægar og suðlægar áttir ríkjandi, eða það dregur úr þeim og vestanvindar verða ríkjandi a.m.k. á ákveðnum breiddargráðum. Fyrra lagið með suðlægu ognorð- lægu vindana hefur stöðugt færst í aukana á norð- anverðu Atlantshafi eftir 1950 (22), og á hafinu milli Grænlands og Norður-Noregs eru það norð- lægu vindarnir sem eiga vinninginn. Þessir norð- lægu vindar hafa síðan e.t.v. aukið ísrekið suður á bóginn og jafnframt geta breyttur loftþrýstingur og vindar haft áhrif á hafstraumana (23). Þessir hafstraumar, sem eru svonefndir eðlisþyngdar- straumar og jafnframt pólstraumar, eiga svo hægt um vik að flytja með sér hafís og skilyrði í sjón- um til nýísmyndunar, eins og sérstaklega er fjallað um í þessari grein fyrir íslandshaf. Reyndar streymir pólsjórinn frá Norður-íshafinu að lang- mestu leyti um Islandshaf á ferð sinni suður á bóginn. Margar aðrar sjógerðir eiga þó einnig hlut að máli í íslandshafi (1, 12), því verður að sjálf- sögðu einnig að líta sér nær bæði í sjó.og lofti en til Kyrrahafs og Norður-íshafs, þegar rýnt er í hvað veldur breytingum á ástandi sjávar hér við land (23, 24). Hér verður engu „spáð“ um framvindu í þessum efnum á íslandsmiðum, þótt e.t.v megi minna a legu landsins við pólfrontinn í sjó og lofti. Lengrj eða skemmri hlýviðris- eða kuldaskeið hér á landi koma því varla á óvart. Reyndar má telja niður- stöður sjórannsókna í Austur-íslandsstraumi ásarnt öðrum veðurfarsathugunum mikilvægt atriði til að skilja kulda- og harðæristímabil fyrri alda hér a landi. Eðlislæg skýring hefur verið gefin á hafísnum og ákveðið orsakasamband veðurfars og ástands sjávar hér við land er staðfest. Heimildir: 1) Unnsteinn Stefánsson 1962 North Icleandic Waters. Rit Fiskideildar 3. 2) Svend-Aage Malmberg 1969 Breytingar á ástandi sjávar milli lslands og Jan Maven síðasta áratug. Hafísinn Ritstj. Markús Á. Einarsson. A.B. 3) Svend-Aage Malmberg 1972 Annual and seasonal hydrographic variations in the Hast Icelandic Current between Iceland and Jan Mayen. Sea Ice confer. Proc. R.r. 72-4. Ed. Þorbjörn Karlsson. Rv- 4) Svend Aage Malmberg. Unnsteinn Stefánsson 1972 Recent changes in the water masses of the East Iceland'c current. Rapp. Proc. Verb. 162. 5) Svend Aage Malmberg 1967 Breytingar á ástandi sjávar milli lslands og Jan Mayen- Ægir 6o; 12. 6) Hlynur Sigtryggsson 1972 An outline of Sea Ice Conditions in the Vicinitv 0 lceland. Jökull 22. 7) Þórunn Þórðardóttir 1977 Primary production in North Icelandic waters in relati°n to recent climatic changes. Polar Oceans. Pol. Oc. Co Montreal 1974. 8) Þórunn Þórðardóttir 1980 Breytingar á frumframleiðni í hafinu norðan lslan 1970-1979. Sjávarfréttir 8. 3. 9) Jakob Jakobsson 1978 j The North Icelandic Herring Fishery and Environmenta Conditions 1960-1968. ÍCES Symp. Biol. Basis Pel- Stock Management. 30. 10) Svend-Aage Malmberg 1979-80 y Ástand sjávar og fiskstofna við Island. Greinaflokkur 1 Ægir 72; 7. 9. 11, og Ægir 73; 4. Q 11) James H. Swift, Knut Aagaard, Svend-Aage Malmberg ^ The contribution of the Denmark Strait overflow to 1 deep North Atlantic. Deep Sea Res. 27A. 12) James H. Swift 1980 Seasonal Processes in the lcelandic Sea with espeCtJ* r 318 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.